Vinnustaðasálfræðingur með starfsmenn Rásar 1 í meðferð Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 09:48 Þröstur segir að þau á Rás 1 hafi verið að vinna í að efla innra samtal og samstarf, efla teymið með aðstoð sérfræðinga. Að undanförnu hefur vinnusálfræðingur verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Nýverið var gerð könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar, sem telur um 250 starfsmenn, var ánægja ríkjandi. Nema, könnunin leiddi í ljós óánægju meðal starfsmanna á Rás 1 en þar eru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir hefur rætt við nokkra starfsmenn á RÚV sem lýsa þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum sem fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir telja þennan vanda snúa að einum manni sem er Þröstur Helgason yfirmaður Rásar 1. Hann þykir ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum.Mannauðsstjóri kannaðist ekki við neina vinnustaðasálfræðinga Þegar Vísir bar þetta undir Þóru Margréti Pálsdóttur mannauðsstjóra stofnunarinnar sagði hún þetta ekki rétt. Og að hún hafi ekkert um svona mál að segja. Breytti engu þó henni væri bent á að Vísir hefði fyrir þessu margvíslegar heimildir. En, sem betur fer kannaðist Þröstur Helgason hins vegar við málið, þegar í hann náðist:Þóra Margrét mannauðsstjóri kannaðist ekkert við málið.„Við erum alltaf að kappkosta að gera betur og eitt af því sem við höfum verið að vinna í er að efla innra samtal og samstarf, efla teymið. Ég sem stjórnandi reyni að bregðast við þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Þröstur og lýsir því að þau á Rás 1 hafi ákveðið að þjappa hópnum saman með vinnufundum þar sem sérfræðingur leiðir umræður í hópnum um vinnuna, samskiptin og álag í starfi. „Þetta hefur gert okkur gott og mér þar á meðal. Markmiðið er að halda áfram að bæta dagskrána á Rás 1 á sama tíma og við þjöppum hópnum saman.“Rás 1 í stórsókn Þröstur gefur ekkert út á það að hann þyki ekki það sem einn starfsmanna RÚV kallaði „peoples person“ en, það fylgdi jafnframt sögunni að hlustun á Rás 1 hefur aukist mjög undir stjórn Þrastar. „Jú, það er rétt, hlutdeild Rásar 1 í útvarpshlustun hefur aukist umtalsvert síðustu misseri og ár. Hlustunin hefur ekki verið meiri um árabil en aukningin er um það bil 20 prósent. Á þessu ári hefur hlutdeild Rásar 1 verið 23 prósent en hún var 16 prósent árið 2014.“ Þröstur segir hlutdeild Rásar 1 hafa á þessu ári farið mest upp í 27 prósent en það er mesta hlutdeild sem mælst hefur frá því að rafrænar mælingar hófust fyrir áratug eða svo. „Við erum afskaplega stolt af þessu enda ekki sjálfgefið á þessum tímum að vandað útvarp þar sem gefinn er tími til að kryfja mál fái meiri hlustun. Ástæðan er auðvitað sú að við búum að einstaklega sterkum hópi dagskrárgerðamanna.“ Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Að undanförnu hefur vinnusálfræðingur verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Nýverið var gerð könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar, sem telur um 250 starfsmenn, var ánægja ríkjandi. Nema, könnunin leiddi í ljós óánægju meðal starfsmanna á Rás 1 en þar eru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir hefur rætt við nokkra starfsmenn á RÚV sem lýsa þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum sem fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir telja þennan vanda snúa að einum manni sem er Þröstur Helgason yfirmaður Rásar 1. Hann þykir ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum.Mannauðsstjóri kannaðist ekki við neina vinnustaðasálfræðinga Þegar Vísir bar þetta undir Þóru Margréti Pálsdóttur mannauðsstjóra stofnunarinnar sagði hún þetta ekki rétt. Og að hún hafi ekkert um svona mál að segja. Breytti engu þó henni væri bent á að Vísir hefði fyrir þessu margvíslegar heimildir. En, sem betur fer kannaðist Þröstur Helgason hins vegar við málið, þegar í hann náðist:Þóra Margrét mannauðsstjóri kannaðist ekkert við málið.„Við erum alltaf að kappkosta að gera betur og eitt af því sem við höfum verið að vinna í er að efla innra samtal og samstarf, efla teymið. Ég sem stjórnandi reyni að bregðast við þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Þröstur og lýsir því að þau á Rás 1 hafi ákveðið að þjappa hópnum saman með vinnufundum þar sem sérfræðingur leiðir umræður í hópnum um vinnuna, samskiptin og álag í starfi. „Þetta hefur gert okkur gott og mér þar á meðal. Markmiðið er að halda áfram að bæta dagskrána á Rás 1 á sama tíma og við þjöppum hópnum saman.“Rás 1 í stórsókn Þröstur gefur ekkert út á það að hann þyki ekki það sem einn starfsmanna RÚV kallaði „peoples person“ en, það fylgdi jafnframt sögunni að hlustun á Rás 1 hefur aukist mjög undir stjórn Þrastar. „Jú, það er rétt, hlutdeild Rásar 1 í útvarpshlustun hefur aukist umtalsvert síðustu misseri og ár. Hlustunin hefur ekki verið meiri um árabil en aukningin er um það bil 20 prósent. Á þessu ári hefur hlutdeild Rásar 1 verið 23 prósent en hún var 16 prósent árið 2014.“ Þröstur segir hlutdeild Rásar 1 hafa á þessu ári farið mest upp í 27 prósent en það er mesta hlutdeild sem mælst hefur frá því að rafrænar mælingar hófust fyrir áratug eða svo. „Við erum afskaplega stolt af þessu enda ekki sjálfgefið á þessum tímum að vandað útvarp þar sem gefinn er tími til að kryfja mál fái meiri hlustun. Ástæðan er auðvitað sú að við búum að einstaklega sterkum hópi dagskrárgerðamanna.“
Fjölmiðlar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira