„Að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2018 14:30 Hera Hilmarsdóttir gerir það gott í sjónvarps- og kvikmyndabransanum erlendis. fréttablaðið/stefán Hera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki í nýjustu stórmynd Peter Jackson sem verður forsýnd hér á landi í kvöld. „Mig langar að segja að þetta sé ævintýramynd en hún gerist í framtíðinni, svona þrjú þúsund ár fram í tímann,“ segir Hera hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið einhverskonar stríð á okkar tíma og þarna býr fólk öðruvísi. Það býr í borgum sem hreyfast um á hjólum. Í miðri sögu er fylgst með stelpu sem vill drepa manninn sem drap móðir hennar,“ segir Hera sem leikur einmitt þann karakter. Myndin ber nafnið Mortal Engines og kemur í kvikmyndahús um heim allan í desember eða um næstu helgi. Er hún nýjasta afurð Jackson sem best er þekktur fyrir Lord of the Rings myndir sínar.Sjá einnig: Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben KingsleyMortal Engines segir frá fjarlægri framtíð þar sem jarðarbúar hafast við á því litla sem eftir er af jörðinni vegna mikilla hamfara. Mannfólkið hefur þar náð að aðlagast þessum hrikalegu aðstæðum.Leikur Hera hlutverk Hester Shaw í myndinni en með önnur hlutverk fara Hugo Weaving og Stephen Lang. Leikstjóri er Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, sem framleiðir myndina. „Mér finnst hún vera ofurhetja í hjartanu en hún er samt ekki alvöru ofurhetja í þeim skilningi. Þetta er í raun saga um konu sem hefur gjörsamlega verið misboðið og er reið og vill hefna sín. Það að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr og allt í einu eru margir að horfa á það sem þú ert að gera. Ég hef ekki leikið í svona mynd áður, svona vísindaskáldskap.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Heru. Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Hera Hilmarsdóttir er í aðalhlutverki í nýjustu stórmynd Peter Jackson sem verður forsýnd hér á landi í kvöld. „Mig langar að segja að þetta sé ævintýramynd en hún gerist í framtíðinni, svona þrjú þúsund ár fram í tímann,“ segir Hera hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. „Það hefur verið einhverskonar stríð á okkar tíma og þarna býr fólk öðruvísi. Það býr í borgum sem hreyfast um á hjólum. Í miðri sögu er fylgst með stelpu sem vill drepa manninn sem drap móðir hennar,“ segir Hera sem leikur einmitt þann karakter. Myndin ber nafnið Mortal Engines og kemur í kvikmyndahús um heim allan í desember eða um næstu helgi. Er hún nýjasta afurð Jackson sem best er þekktur fyrir Lord of the Rings myndir sínar.Sjá einnig: Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben KingsleyMortal Engines segir frá fjarlægri framtíð þar sem jarðarbúar hafast við á því litla sem eftir er af jörðinni vegna mikilla hamfara. Mannfólkið hefur þar náð að aðlagast þessum hrikalegu aðstæðum.Leikur Hera hlutverk Hester Shaw í myndinni en með önnur hlutverk fara Hugo Weaving og Stephen Lang. Leikstjóri er Christian Rivers, náinn samstarfsmaður Jackson, sem framleiðir myndina. „Mér finnst hún vera ofurhetja í hjartanu en hún er samt ekki alvöru ofurhetja í þeim skilningi. Þetta er í raun saga um konu sem hefur gjörsamlega verið misboðið og er reið og vill hefna sín. Það að leika í mynd sem Peter Jackson er að gera opnar mjög margar dyr og allt í einu eru margir að horfa á það sem þú ert að gera. Ég hef ekki leikið í svona mynd áður, svona vísindaskáldskap.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Heru.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira