Dýpri lægð en spár gerðu ráð fyrir og tvær aðrar á leiðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 10:39 Frá Sæfarinu á Sæbraut í morgun þar sem blés hressilega. vísir/vilhelm Lægðin sem nú gengur yfir vestanvert landið með tilheyrandi hvassviðri og stormi varð dýpri en spár gerðu ráð fyrir í gær. Reikningar fyrir lægðina breyttust í nótt að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, og er því hvassara núna heldur en búist var við.Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið fram til hádegis eða þar um bil. Á Breiðafirði er gul viðvörun í gildi til klukkan þrjú. Veðrið hefur raskað bæði millilanda- og innanlandsflugi þar sem farþegar sitja fastir í sjö vélum á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki er hægt að setja upp landganga og þá liggur innanlandsflug niðri. Björgunarsveitirnar hafa svo verið kallaðar í á annan tug verkefna á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þannig eru þakplötur og skúr að fjúka í Kópavogi og trampólín í Garðabæ.Þetta jólatré reynir að standa af sér storminn í morgun.vísir/vilhelm„Með allra heitast lofti sem við sjáum í desember“ Lægðin hefur þó ekki aðeins áhrif á vestanverðu landinu heldur er varað við asahláku á Norðurlandi eystra þar sem von er á miklum hlýindum í dag eða allt að 10 til 15 stiga hita. „Þetta er með allra heitasta lofti sem við sjáum í desember en til þess að hlýindin náði niður þarf að blása og það gerist þegar það fer að hvessa undir hádegi. Þá verður kalda loftinu blásið burt,“ segir Teitur. Þrátt fyrir að viðvaranirnar verði ekki í gildi lengur en til klukkan 15 þá verður nokkuð hvasst áfram í dag og þar til í fyrramálið en eftir hádegi lægir um tíma. „En svo aðfaranótt fimmtudags þá nálgast næsta lægð og það verður hvasst aftur á fimmtudaginn. Svo verður jafnvel önnur svipuð lægð á föstudag svo tvær lægðir á fimmtudag og föstudag. En eins og spáin lítur út núna þá var versta veðrið nú í gærkvöldi, það er öflugasta lægðarkerfið af þessum sem verða nú í vikunni,“ segir Teitur. Það verður seint sagt að það sé jólalegt um að litast, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, nú þegar aðeins þrettán dagar eru til jóla. Teitur segir þó ekki hægt að útiloka að það verði hvít jól í Reykjavík eins og staðan er núna þar sem svo margt geti breyst í veðrinu á næstu dögum. „Það er allra veðra von á Íslandi í desember,“ segir hann.Fréttin var uppfærð klukkan 11:00 með nýrri upplýsingum um útköll björgunarsveita. Veður Tengdar fréttir Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59 Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Lægðin sem nú gengur yfir vestanvert landið með tilheyrandi hvassviðri og stormi varð dýpri en spár gerðu ráð fyrir í gær. Reikningar fyrir lægðina breyttust í nótt að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, og er því hvassara núna heldur en búist var við.Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið fram til hádegis eða þar um bil. Á Breiðafirði er gul viðvörun í gildi til klukkan þrjú. Veðrið hefur raskað bæði millilanda- og innanlandsflugi þar sem farþegar sitja fastir í sjö vélum á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki er hægt að setja upp landganga og þá liggur innanlandsflug niðri. Björgunarsveitirnar hafa svo verið kallaðar í á annan tug verkefna á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þannig eru þakplötur og skúr að fjúka í Kópavogi og trampólín í Garðabæ.Þetta jólatré reynir að standa af sér storminn í morgun.vísir/vilhelm„Með allra heitast lofti sem við sjáum í desember“ Lægðin hefur þó ekki aðeins áhrif á vestanverðu landinu heldur er varað við asahláku á Norðurlandi eystra þar sem von er á miklum hlýindum í dag eða allt að 10 til 15 stiga hita. „Þetta er með allra heitasta lofti sem við sjáum í desember en til þess að hlýindin náði niður þarf að blása og það gerist þegar það fer að hvessa undir hádegi. Þá verður kalda loftinu blásið burt,“ segir Teitur. Þrátt fyrir að viðvaranirnar verði ekki í gildi lengur en til klukkan 15 þá verður nokkuð hvasst áfram í dag og þar til í fyrramálið en eftir hádegi lægir um tíma. „En svo aðfaranótt fimmtudags þá nálgast næsta lægð og það verður hvasst aftur á fimmtudaginn. Svo verður jafnvel önnur svipuð lægð á föstudag svo tvær lægðir á fimmtudag og föstudag. En eins og spáin lítur út núna þá var versta veðrið nú í gærkvöldi, það er öflugasta lægðarkerfið af þessum sem verða nú í vikunni,“ segir Teitur. Það verður seint sagt að það sé jólalegt um að litast, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, nú þegar aðeins þrettán dagar eru til jóla. Teitur segir þó ekki hægt að útiloka að það verði hvít jól í Reykjavík eins og staðan er núna þar sem svo margt geti breyst í veðrinu á næstu dögum. „Það er allra veðra von á Íslandi í desember,“ segir hann.Fréttin var uppfærð klukkan 11:00 með nýrri upplýsingum um útköll björgunarsveita.
Veður Tengdar fréttir Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59 Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag. 11. desember 2018 09:59
Yfir 20 metrar á sekúndu framan af degi Úrkoma fylgir hvassviðrinu suðvestanlands en draga á úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. 11. desember 2018 07:30