Alvarlegt ástand á Landspítalanum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 22:00 Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. Gera þurfti landlækni og velferðarráðuneyti viðvart og segir Alma D. Möller landlæknir ástandinu fylgja ákveðin hætta fyrir sjúklinga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í forstjórapistli sínum að alvarlegt ástanda hafi skapast á spítalanum í síðustu viku. Á hefðbundnum bráðsjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að nýting sjúkrarýma sé 85 prósent en hafi farið upp í 117 prósent í liðinni viku. Augljóst sé að öruggi sjúklinga sé ekki tryggt í slíku ástandi. Landlæknir segir vandan tvíþættan. „Annars vegar þá vantar hjúkrunarrými, bara á landinu öllu. Sem gerir það að verkum að það eru fimmtíu og fimm til sextíu aldraðir einstaklingar að bíða eftir hjúkrunarrýmum og eru inni á bráðalegudeildum á Landspítala. Þar með eru færri virk rúm í gangi. Síðan vantar hjúkrunarfræðinga þannig að það eru yfir fjörutíu pláss sem eru lokuð vegna þess,“ segir Alma. Læknaráð ályktaði um málið í morgun og bendir einmitt á að stór hluti vandans liggi í úrræðaleysi fyrir eldri borgara sem ekki er hægt að útskrifa til síns heima án aðstoðar. Einnig að lokun móttöku hjartagáttar á Hringbraut geri það að verkum að sjúklingar, sem áður leituðu þangað, fara nú á bráðamóttöku. Læknaráð beinir tilmælum til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar að stórefla þjónustu við aldraða. Þar liggi partur af lausninni. „Það sem þetta gerir er að það eru óþægindi fyrir sjúklingana. Þeir þurfa að bíða eftir pláss og vistast lengur á bráðamóttöku, jafnvel á göngum. Síðan er ákveðin hætta á að ekki sé hægt að sinna þeim sem skyldi, við verðum bara að viðurkenna það. Til dæmis gæti dregist að þeir fái lyf og fleira,“ segir hún. Landspítalinn Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða. Gera þurfti landlækni og velferðarráðuneyti viðvart og segir Alma D. Möller landlæknir ástandinu fylgja ákveðin hætta fyrir sjúklinga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í forstjórapistli sínum að alvarlegt ástanda hafi skapast á spítalanum í síðustu viku. Á hefðbundnum bráðsjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að nýting sjúkrarýma sé 85 prósent en hafi farið upp í 117 prósent í liðinni viku. Augljóst sé að öruggi sjúklinga sé ekki tryggt í slíku ástandi. Landlæknir segir vandan tvíþættan. „Annars vegar þá vantar hjúkrunarrými, bara á landinu öllu. Sem gerir það að verkum að það eru fimmtíu og fimm til sextíu aldraðir einstaklingar að bíða eftir hjúkrunarrýmum og eru inni á bráðalegudeildum á Landspítala. Þar með eru færri virk rúm í gangi. Síðan vantar hjúkrunarfræðinga þannig að það eru yfir fjörutíu pláss sem eru lokuð vegna þess,“ segir Alma. Læknaráð ályktaði um málið í morgun og bendir einmitt á að stór hluti vandans liggi í úrræðaleysi fyrir eldri borgara sem ekki er hægt að útskrifa til síns heima án aðstoðar. Einnig að lokun móttöku hjartagáttar á Hringbraut geri það að verkum að sjúklingar, sem áður leituðu þangað, fara nú á bráðamóttöku. Læknaráð beinir tilmælum til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar að stórefla þjónustu við aldraða. Þar liggi partur af lausninni. „Það sem þetta gerir er að það eru óþægindi fyrir sjúklingana. Þeir þurfa að bíða eftir pláss og vistast lengur á bráðamóttöku, jafnvel á göngum. Síðan er ákveðin hætta á að ekki sé hægt að sinna þeim sem skyldi, við verðum bara að viðurkenna það. Til dæmis gæti dregist að þeir fái lyf og fleira,“ segir hún.
Landspítalinn Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira