Erlent

Sögð ætla að fresta at­kvæða­greiðslu um Brexit

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May á enn eftir að sannfæra breska þingið um ágæti Brexit-samningsins.
Theresa May á enn eftir að sannfæra breska þingið um ágæti Brexit-samningsins. Getty/Nurphoto
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 

Breskir fjölmiðlar greina frá þessu og segja að May muni tilkynna um frestunina á blaðamannafundi klukkan 15:30. Upphaflega stóð til að atkvæði yrðu greidd á morgun, þriðjudag.

BBC  segir frá því að Andrea Leadsom, formaður þingflokks Íhaldsflokksins, muni í kjölfar yfirlýsingar May lesa sína yfirlýsingu ásamt ráðherra Brexit-mála.

Talsmenn bresku ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað sagt að atkvæðagreiðslan muni fara fram, en fyrir liggur að erfiðlega gæti reynst fyrir May að tryggja samningnum nægan stuðning.

Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. Breska ríkisstjórnin og leiðtogaráð ESB hafa samþykkt samninginn, en fyrir liggur að breska þingið þarf að samþykkja samninginn til að hann taki gildi.


Tengdar fréttir

Geta hætt við Brexit

Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld Bretlands geta hætt við úrsögn þeirra úr Evrópusambandinu, án þess að vera bundin einhvers konar leyfi frá hinum aðildarríkjum sambandsins.

Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun

Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×