Ógilda leyfi legsteinasafnsins í Húsafelli og skipulag sagt ógilt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. desember 2018 08:00 Páll Guðmundsson á byggingarreit legsteinasafns haustið 2016 með hús nágrannana í baksýn. Fréttablaðið/Vilhelm Byggingarleyfi vegna legsteinasafns Páls Guðmundssonar á Húsafelli hefur verið ógilt. Deiliskipulagið er sömuleiðis ógilt. Fréttablaðið sagði í október 2016 frá legsteinasafninu. Húsið utan um safnið var þá í byggingu. Páll er eigandi Bæjargils og lóðarinnar Húsafells 2. Eigandi Húsafells 1 hafði í ágúst það ár kært bæði nýtt deiliskipulag frá því í janúar 2016 og byggingarleyfi sem gefið var út mánuði síðar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði því í september 2016 að ógilda byggingarleyfið og vísað frá kröfu varðandi deiliskipulagið. Vegna álits frá umboðsmanni Alþingis frá í október 2017 tók nefndin hins vegar málið upp aftur í mars 2018. Eigandi Húsafells 1 rekur gistiheimilið Gamla bæ, rétt norðan við lóðir Páls. Hvorki hafi „verið skilyrði til að samþykkja umrædd byggingaráform né útgáfu hinna kærðu byggingarleyfa“, segir meðal annars í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar um málsrök kærandans. Borgarbyggð krafðist þess að kærunni yrði vísað frá eða því hafnað að ógilda skipulagið og byggingarleyfið. „Ekki verði séð að landnotkun á hinu deiliskipulagða svæði muni með nokkrum hætti hafa áhrif á hagsmuni kæranda en hún verði sú sama og verið hafi,“ segir um meðl annars um rök Borgarbyggðar. „Eina útsýnið sem tapist sé upp í fjallshlíðina fyrir ofan húsin sem varla hafi verulega þýðingu við mat á verðmæti hússins að Húsafelli.“ Gunnlaugur Á. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Fréttablaðið/Pjetur Úrskurðarnefndin ógilti byggingarleyfið fyrir legsteinasafninu en vísaði frá kröfum um ógildingu byggingarleyfis fyrir áðurnefnt pakkhús. Þá sagði nefndin sjálft deiliskipulagið frá 2016 aldrei hafa tekið gildi og því væri ekki hægt að ógilda það. „Þótt leiða megi líkur að því með hliðsjón af málsatvikum að kæranda, sem kunnugur er staðháttum, hafi mátt vera ljóst í hvað stefndi þá verður, að teknu tilliti til þeirra réttaröryggissjónarmiða sem áður hafa verið reifuð, ekki hjá því komist að álykta sem svo að hið kærða deiliskipulag hafi ekki tekið gildi með lögformlega réttri birtingu,“ segir nefndin. „Á hið kærða byggingarleyfi sér því hvorki stoð í gildu deiliskipulagi né fór málsmeðferð þess að undantekningarákvæðum skipulagslaga um grenndarkynningu. Verður byggingarleyfið þegar af þeim sökum fellt úr gildi.“ Gunnlaugur Á. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir úrskurðinn ekki hafa önnur áhrif en þau að vinna verði nýtt byggingarleyfi sem stenst kröfur, fara í grenndarkynningu og gefa leyfið út aftur. „Það er hægt að gefa út byggingarleyfi þótt það sé ekki deiliskipulag, það er bara undanþáguákvæði,“ útskýrir sveitarstjórinn og upplýsir að hann telji úrskurðinn ekki fréttaefni. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem byggingarleyfi er fellt úr gildi,“ segir Gunnlaugur. „Þó að það verði örugglega reynt að gera stórmál úr þessu þá er þetta ekkert nýjabrum. Þannig að ef þetta er orðið fréttaefni þá er víða fréttaefni varðandi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skipulag Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Söfn Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Byggingarleyfi vegna legsteinasafns Páls Guðmundssonar á Húsafelli hefur verið ógilt. Deiliskipulagið er sömuleiðis ógilt. Fréttablaðið sagði í október 2016 frá legsteinasafninu. Húsið utan um safnið var þá í byggingu. Páll er eigandi Bæjargils og lóðarinnar Húsafells 2. Eigandi Húsafells 1 hafði í ágúst það ár kært bæði nýtt deiliskipulag frá því í janúar 2016 og byggingarleyfi sem gefið var út mánuði síðar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði því í september 2016 að ógilda byggingarleyfið og vísað frá kröfu varðandi deiliskipulagið. Vegna álits frá umboðsmanni Alþingis frá í október 2017 tók nefndin hins vegar málið upp aftur í mars 2018. Eigandi Húsafells 1 rekur gistiheimilið Gamla bæ, rétt norðan við lóðir Páls. Hvorki hafi „verið skilyrði til að samþykkja umrædd byggingaráform né útgáfu hinna kærðu byggingarleyfa“, segir meðal annars í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar um málsrök kærandans. Borgarbyggð krafðist þess að kærunni yrði vísað frá eða því hafnað að ógilda skipulagið og byggingarleyfið. „Ekki verði séð að landnotkun á hinu deiliskipulagða svæði muni með nokkrum hætti hafa áhrif á hagsmuni kæranda en hún verði sú sama og verið hafi,“ segir um meðl annars um rök Borgarbyggðar. „Eina útsýnið sem tapist sé upp í fjallshlíðina fyrir ofan húsin sem varla hafi verulega þýðingu við mat á verðmæti hússins að Húsafelli.“ Gunnlaugur Á. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar.Fréttablaðið/Pjetur Úrskurðarnefndin ógilti byggingarleyfið fyrir legsteinasafninu en vísaði frá kröfum um ógildingu byggingarleyfis fyrir áðurnefnt pakkhús. Þá sagði nefndin sjálft deiliskipulagið frá 2016 aldrei hafa tekið gildi og því væri ekki hægt að ógilda það. „Þótt leiða megi líkur að því með hliðsjón af málsatvikum að kæranda, sem kunnugur er staðháttum, hafi mátt vera ljóst í hvað stefndi þá verður, að teknu tilliti til þeirra réttaröryggissjónarmiða sem áður hafa verið reifuð, ekki hjá því komist að álykta sem svo að hið kærða deiliskipulag hafi ekki tekið gildi með lögformlega réttri birtingu,“ segir nefndin. „Á hið kærða byggingarleyfi sér því hvorki stoð í gildu deiliskipulagi né fór málsmeðferð þess að undantekningarákvæðum skipulagslaga um grenndarkynningu. Verður byggingarleyfið þegar af þeim sökum fellt úr gildi.“ Gunnlaugur Á. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir úrskurðinn ekki hafa önnur áhrif en þau að vinna verði nýtt byggingarleyfi sem stenst kröfur, fara í grenndarkynningu og gefa leyfið út aftur. „Það er hægt að gefa út byggingarleyfi þótt það sé ekki deiliskipulag, það er bara undanþáguákvæði,“ útskýrir sveitarstjórinn og upplýsir að hann telji úrskurðinn ekki fréttaefni. „Þetta er ekkert í fyrsta skipti sem byggingarleyfi er fellt úr gildi,“ segir Gunnlaugur. „Þó að það verði örugglega reynt að gera stórmál úr þessu þá er þetta ekkert nýjabrum. Þannig að ef þetta er orðið fréttaefni þá er víða fréttaefni varðandi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Skipulag Deilur um Legsteinasafnið í Húsafelli Söfn Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira