Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 29. desember 2018 21:15 Mörg hundruð þúsund hælisleitendur hafa komið til Evrópu í gegnum Grikkland undanfarin ár og hafa þúsundir fengið þar dvalarleyfi. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir æ fleiri koma til Íslands í leit að hæli sem nú þegar eru komnir með dvalarleyfi á Grikklandi enda séu aðstæður þar óviðunandi og fólk geti ekki lifað þarna. Eftir að fólkið fái þar dvalarleyfi fái það litla sem enga aðstoð frá ríkinu og hafi engan stað til að búa á. Þá fái það hvergi vinnu og mæti andúð af hálfu samfélagsins. Toma segir að nú séu átta manns, ýmist frá Íran eða Afganistan, sem komi í kirkjuna í þessari stöðu. Það séu talsvert fleiri en áður. Hann hafi áhyggjur af hópnum þar sem litlar líkur eru á að þeir fái hæli hér enda komnir með dvalarleyfi í öðru landi. Það verði hins vegar að taka tillit til aðstæðna en á Grikklandi séu þær mjög slæmar. „Ég vona að þessi stjórnvöld okkar skoði málið og geri nokkrar nauðsynlegar breytingar,“ segir Toma. Allir skjólstæðingar Toma sem eru í þessari stöðu flúðu heimalandið vegna ofsókna vegna trúar sinnar. Þeir hafa búið á Grikklandi um nokkurn tíma þar sem þeir bjuggu á götunni og segir Toma marga þeirra vilja frekar deyja hér á landi en að snúa aftur. Milad er einn þeirra sem kom til Íslands frá Grikklandi, en hann er menntaður verkfræðingur og hefur aldrei kynnst slíkum aðstæðum áður. „Ég hafði allt í föðurlandi mínu. Ég hef aldrei lifað svona og það er erfitt fyrir mig að segja það en ég þurfti að finna mat í ruslinu,“ segir Milad sem segist kvíða þess að vera sendir aftur enda sé ekkert nema gatan sem bíði þeirra. „Flóttamenn þurfa að eiga betri framtíð. Þeir þurfa að lifa eðlilegu lífi eins og aðrir.“ Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Mörg hundruð þúsund hælisleitendur hafa komið til Evrópu í gegnum Grikkland undanfarin ár og hafa þúsundir fengið þar dvalarleyfi. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir æ fleiri koma til Íslands í leit að hæli sem nú þegar eru komnir með dvalarleyfi á Grikklandi enda séu aðstæður þar óviðunandi og fólk geti ekki lifað þarna. Eftir að fólkið fái þar dvalarleyfi fái það litla sem enga aðstoð frá ríkinu og hafi engan stað til að búa á. Þá fái það hvergi vinnu og mæti andúð af hálfu samfélagsins. Toma segir að nú séu átta manns, ýmist frá Íran eða Afganistan, sem komi í kirkjuna í þessari stöðu. Það séu talsvert fleiri en áður. Hann hafi áhyggjur af hópnum þar sem litlar líkur eru á að þeir fái hæli hér enda komnir með dvalarleyfi í öðru landi. Það verði hins vegar að taka tillit til aðstæðna en á Grikklandi séu þær mjög slæmar. „Ég vona að þessi stjórnvöld okkar skoði málið og geri nokkrar nauðsynlegar breytingar,“ segir Toma. Allir skjólstæðingar Toma sem eru í þessari stöðu flúðu heimalandið vegna ofsókna vegna trúar sinnar. Þeir hafa búið á Grikklandi um nokkurn tíma þar sem þeir bjuggu á götunni og segir Toma marga þeirra vilja frekar deyja hér á landi en að snúa aftur. Milad er einn þeirra sem kom til Íslands frá Grikklandi, en hann er menntaður verkfræðingur og hefur aldrei kynnst slíkum aðstæðum áður. „Ég hafði allt í föðurlandi mínu. Ég hef aldrei lifað svona og það er erfitt fyrir mig að segja það en ég þurfti að finna mat í ruslinu,“ segir Milad sem segist kvíða þess að vera sendir aftur enda sé ekkert nema gatan sem bíði þeirra. „Flóttamenn þurfa að eiga betri framtíð. Þeir þurfa að lifa eðlilegu lífi eins og aðrir.“
Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00