Fékk þau skilaboð að hann væri bara öryrki á einni löpp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2018 09:00 Helgi Kolviðsson er tekinn við landsliði Liechtenstein sem situr í 181. sæti á heimslista FIFA. Vísir/Vilhelm Helgi Kolviðsson er nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Liechtenstein í knattspyrnu. Kópavogsbúinn gallharði er búsettur í Þýskalandi með þýskri konu sinni og þremur börnum. Hann segist allan sinn knattspyrnuferil, sem heldur betur rættist úr ólíkt því sem flestir reiknuðu með, hafa pælt í þjálfunaraðferðum. Meiðslaleysi fram eftir ferlinum gerði það að verkum að hann missti ekki úr undirbúningstímabil. Hann æfði og æfði undir handleiðslu ólíkra þjálfara og allt fór þetta í reynslubankann. Hann var þó aldrei pottþéttur á að fara út í þjálfun. Hann endaði þar eftir að hafa verið kominn í erfiðar aðstæður undir lok ferilsins. „Það er þannig með fótboltann, það er alltaf þessi óvissa. Maður veit aldrei hvað tekur við, hvort það sé jákvætt eða neikvætt. Það er erfitt að plana næstu skref,“ segir Helgi. Hann spilaði í Austurríki, Sviss og Þýskalandi. Síðasti viðkomustaðurinn var sömuleiðis sá fyrsti, SC Pfullendorf í Baden-Würtenberg, þar sem Helgi spilaði til 36 ára aldurs. „Þegar þú ert orðinn 35 ára þá segja tryggingarnar þér upp. Ég hafði verið tryggður allan minn feril, aldrei meiðst til að tala um. Aldrei skorinn upp. Svo, 36 ára gamall þá brotna ég í leik.“Um var að ræða leik á undirbúningstímabilinu gegn liði FC Vaduz í höfuðborg Liechtenstein. Helgi segist aðeins hafa átt að spila fyrri hálfleikinn en fékk högg á fótinn þegar tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum. „Ég spyr dómarann og hann segir að það séu bara tvær mínútur eftir. Ég hélt að þetta væri bara tognun á ökkla, stóð upp og svo kemur hár langur bolti. Ég ætlaði upp í hann og hrundi niður,“ segir Helgi. Þeir sem lásu fyrri hluta viðtalsins við Helga vita sem er að hann kallar ekki allt ömmu sína. „Ég fór inn í klefa, kældi þetta en veiktist svo í þrjá daga. Lá með 40 stiga hita. Læknirinn vissi ekkert og röntgenmyndir sýndu bara mar í beininu.“ Hann hafi spurt hvort hann mætti æfa og fengið jákvæt svör. Það hefði engin áhrif. Honum hafi þó liðið skringilega, eins og væri hnykkur á ristinni, bólgnaði alltaf upp og skildi ekkert. „Maður var vanur að harka þetta af sér. Ekkert helvítis kjaftæði. Svo fæ ég svörin að löppin sé brotin. Takk fyrir það!“Ekki skemmtilegasta staðan Helgi hvíldi í nokkrar vikur. Hann var skorinn upp, beinið skrapað og skrúfað saman aftur en beinið greri ekki.„Þú stendur þarna með engar tryggingar, nýbúinn að byggja hús, konan ólétt af þriðja barni og ég með engan samning. Þetta var ekki skemmtilegasta staðan.“Helgi var beðinn um að hjálpa til við ýmislegt hjá liði Pfullendorf. Tungumálakunnátta Helga nýttist vel, hann var í samskiptum við erlendu leikmennina og þeim innan handar varðandi húsnæði. Hann var inni í launamálum og var sömuleiðis í hlutverki njósnara. Fór um á hækjum að horfa á leikmenn sem hann segir hafa verið afar góða reynslu. Þarna var Helgi farinn að horfa til þjálfunar og velti fyrir sér hvort tryggingarnar myndu ekki kosta þjálfaramenntun fyrir hann.„Svo segja þeir hjá tryggingunum að ég eigi ekki breik. Þú getur ekkert staðið úti á velli eftir þetta. Þú ert bara öryrki á einni löpp,“ rifjar Helgi upp. Hann var ekki par ánægður með svörin og skilaboðin að hann þyrfti að finna sér annan starfsvettvang. „Rosalega skemmtilegt þegar þú ert búinn að vera í fótbolta öll þessi ár,“ segir Helgi. Hann horfði í kringum sig eftir námi og skráði sig í íþróttaferðamannafræði. Hann skellir upp úr þegar hann sér svipinn á blaðamanninum sem aldrei hefur heyrt á það nám. Hann fór í uppskurð, jafnaði sig og menntaði sig í fræðunum á meðan.Helgi reiknaði ekki með að vera lengi þegar hann fór á þrítugsaldri í atvinnumennsku. Síðan eru liðin 25 ár.Vísir/VilhelmTvær voltaren og löppinni fórnaðHelgi var þarna orðinn aðstoðarþjálfari Pfullendorf en þjálfunarmenntunarlaus. Hann byrjaði að taka þjálfarastigin og var við að ljúka B-skírteini þegar kom að lokaprófinu. Hann lýsir þýska kerfinu sem mjög ströngu, langt í frá allir fái að mennta sig og komast í gegn. Prófinu lauk með fótboltaleik þar sem spilað var ellefu gegn ellefu. Allir þurftu að spila og sýna hvort þeir hefðu einhverja kunnáttu í íþróttinni. Helgi var ekki alveg á þeim buxunum. Hann var á leiðinni í enn einn uppskurðinn á næstu dögum því skrúfurnar í fætinum voru brotnar. Hann útskýrði málið fyrir prófdómurunum.„Heyrðu, löppin mín er brotin. Skrúfurnar eru brotnar. Ég hef spilað 30 A-landsleiki, spilað í Bundesligu 2, austurísku úrvalsdeildinni - allt í allt einhverja 700 leiki. Er það ekki nóg?“ „Nein“ var svarið og Helgi spurði hvort það væri ekki í lagi með þá?Helgi segist hafa skellt tveimur voltaren í sig og staðið við hliðina á tveimur kollegum sem báðir voru algjörlega ónýtir í hnjánum sem báðu Helga um að redda sér.„Ég sagði þeim að dekka og ég myndi sjá um restina. Ég sweep-aði bara í leiknum og fórnaði löppinni í tvær diagonal-sendingar yfir völlinn, svo þeir sæju að ég gæti eitthvað.“Helgi fékk fína einkunn og mátti halda áfram í A-skírteinið að ári liðnu. En skömmu seinna var aðalþjálfarinn rekinn og Helgi stýrði liðinu með góðum árangri í næstu leikjum. Hann var beðinn um að klára tímabilið með Pfullendorf. Undanþága fékkst tímabundið á því að Helgi væri ekki kominn með réttindi til að þjálfa í deildinni. Og það gekk vel.„Það kveikti í mér. Ég breytti ekki miklu, bara nokkrar einfaldar áherslubreytingar. Það var kick fyrir mig. Mér fannst þetta geðveikt,“ segir Helgi greinilega farinn að kunna vel að meta þjálfarastarfið. Hann þurfti þó að færa sig aftur í hlutverk aðstoðarþjálfara innan tíðar sökum réttindaleysis en kláraði svo A-skírteinið ári síðar sem gaf honum réttindi til að þjálfa Pfullendorf í regional-deildinni í Þýskalandi.Skrýtið símtal á sunnudagskvöldiEitt kvöldið var hann úti að borða með konunni þegar forseti félagsins hringdi í hann. Af hverju er hann að hringja í mig á sunnudagskvöldi, hugsaði Helgi.„Hann talaði og talaði, fór í gegnum allt hjá félaginu. Hann var á leiðinni í uppskurð á nára daginn eftir en fékk svo heilablóðfall og lést. Það var eins og hann hefði fundið eitthvað á sér,“ segir Helgi. Segja má að hlutverk Helga hafi gjörbreyst á einu bretti. Eftir samtalið og auðvitað veru sína hjá félaginu var hann inni í öllu. Hann sá um félagið. Auk þess að þjálfa pantaði hann allt saman, rútur, mat og lét hlutina ganga upp. Þá kom íþróttaferðamannafræðin sér vel.„Hjá svona litlu félagi þá gerir maður allt. Þetta var ekkert flókið fyrir mig.“En Pfullendorf var illa statt fjárhagslega og reksturinn hrundi eins og Helgi kemst að orði. Leikmenn hurfu á braut og eftir var varalið. Markmið stjórenda var einfalt. Haltu liðinu í deildinni, það væri kraftaverk. Liðið lauk keppni í 9. sæti af átján liðum og mætti 1. FC Normannia Gmünd í lokaleiknum á útivelli. Þjálfari liðsins var núverandi þjálfari Bröndby, Alexander Zoniger en liðið var í bullandi baráttu um titilinn.„Við unnum þá 5-2 á útivelli. Hann trompaðist. Við hlæjum enn að þessu í dag.“Helgi á hliðarlínuni hjá Austria Lustenau.Austria LustenauKötturinn og mýsnar Gamall kunningi bankaði á dyrnar í framhaldinu. SC Austria Lustenau, sem Helgi hefði spilað með í næstefstu deild í Austurríki, vantaði þjálfara. Honum leist vel á verkefnið auk þess sem hann sá að það gæti hjálpað honum að komast í Pro-license þjálfararéttindin. Hann hafði ekki komist í það í Þýskalandi þar sem örfáir komast að. Sömuleiðis komust aðeins tólf inn í Austurríki en hann vissi að ef vel gengi með lið Austria Lustenau, liðið væri í toppbaráttu, gæti Knattspyrnusamband Austurríkis ekki neitað honum um að taka réttindin sem eru nauðsynleg til að þjálfa í efstu deild.Helgi kláraði pro-skírteinið árið 2014 þegar hann hafði stýrt liðinu í þrjú ár. Hann var valinn þjálfari ársins á svæðinu árið 2012 og lærði mikilvægi þess að hafa gott teymi í kringum sig. Þegar hann fór í þjálfaranámið, fjóra daga í mánuði, vissi hann að liðið væri í góðum höndum.„Þegar kötturinn er í burtu þá eiga mýsnar það til að leika sér,“ segir Helgi. Þarna lærði hann mikilvægi þess að geta treyst fólkinu í kringum sig nógu vel til að snúa baki í það. Eitthvað sem er ekki hægt að ganga að vísu í heimi knattspyrnunnar frekar en annars staðar.Vonleysi í Vín Eftir góðan tíma hjá Lustenau var Helgi beðinn að taka að sér þjálfun hjá Wiener Neustadt í úrvalsdeildinni. Helgi lýsir starfinu sem slökkvistarfi þar sem engir peningar voru til, liðið í frjálsu falli. Bara að stökkva inn og gera það sem hægt er að gera. Hann flutti til Vínar, var fjarri fjölskyldunni og á ekki góðar minningar frá tíma sínum hjá félaginu.„Þetta var ekkert æðislega skemmtilegur tími. Ég var á æfingasvæðinu frá 8-18, fór svo í gufubað og horfði á fótbolta á kvöldin. Svona var þetta sjö daga vikunnar. Maður átti enga vini, allir í þjálfarateyminu voru bara með sínar fjölskyldur,“ segir Helgi og virðisti hafa verið einmana í höfuðborg Austurríkis. „Þetta var eitthvað sem ég fattaði að ég vildi ekki.“Liðið var í mikilli botnbaráttu en þó í séns að halda sér uppi fram í lokaumferðina. Það tókst ekki.Þannig er fótboltinn að sögn Helga. Stundum gengur rosalega vel og stundum ekki. Svo kemur upp eitthvað ósætti. Þú ræður ekki við allt sem er að gerast. „Ég er þannig týpa að ef mér finnst eitthvað ekki rétt þá segi ég það. Ég ákvað að þegar þessum kafla væri lokið myndi ég stofna mitt eigið fyrirtæki og vera aldrei háður fótboltanum. Ég elska fótbolta, að sitja í klefanum með strákunum og gera aðra í kringum mig betri. Takast á við áskoranir, maður losnar aldrei við það. En ég vildi ekki vera háður þessu.“Helgi komst í samband við ástralskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliböðum. Allt í einu var hann orðinn tengiliður þeirra í Þýskalandi og konan hans sér um bókhaldið. Á svipuðum tíma fór hann í samstarf við fyrirtæki sem sérhæfir sig í hybrid-grasvöllum, grasvellir sem eru styrktir með gervigrasi. Þá vantaði einhvern með fótboltabakgrunn í teymið sitt. Helgi var klár.Fyrirtækið hefur staðið að 22 völlum í Austurríki, Sviss og Þýskalandi - nýlega hjá Red Bull Salzburg í Austurríki. Helgi tók í júní 2015 við SV Ried í austurrísku úrvalsdeildinni. Það reyndist stutt stopp því eftir fimm tapleiki í fyrstu umferðunum var Helgi látinn taka pokann sinn. Stjórnin þakkaði Helga góð störf, hann hefði lagt sig allan fram en nauðsynlegt væri að breyta til í ljósi gengisins. Íslenska karlalandsliðið tryggði sér nokkrum vikum síðar sæti á EM í Frakklandi. Þá vissi Helgi reyndar ekki að hann ætti eftir að verða hluti af því ævintýri.Helgi og Heimir í Rússlandi síðastliðið sumar.Vísir/VilhelmEyjapeyjar í 200 KópavogiHelgi segist hafa fengið símtal frá Heimi Hallgrímssyni í mars 2016. Roland Andersson, einn njósnara íslenska landsliðsins og góðvinur Lars Lagerbäck, var veikur og treysti sér ekki á vináttulandsleik Ungverja og Króata. Ungverjar voru í riðli með Íslendingum á EM 2016. „Að sjálfsögðu er maður tilbúinn í hvað sem er ef landsliðið kallar,“ sagði Helgi sem tók að sér að fara á leikinn til að kortleggja Ungverjana. Helgi þekkti vel til Heimis frá árum áður.„Allir Eyjapeyjarnir fengu að æfa með ÍK á sínum tíma yfir vetrartímann þegar þeir voru í skólanum,“ segir Helgi. Meðal þeirra var Heimir sem lærði til tannlæknis eins og frægt er orðið. Helgi spurði Heimi hvað hann vildi sjá enda vissi hann ekkert hvernig Heimir og Lars sinntu þessum hluta þjálfunarvinnunnar. Heimir sagði Helga að leikgreina leikinn eins og hann myndi gera sjálfur.„Ég var kannski ekki kominn á það level sem þeir voru að vinna. Heimir er náttúrulega skipulagðasti maður innan fótboltans sem ég hef kynnst,“ segir Helgi sem greindi leikinn, sem lauk með 1-1 jafntefli, á eigin forsendum. Fram til þessa hafði Helgi yfirleitt haft aðstoðarmann sem sá um alla klippivinnu fyrir sig, hafði enn ekki lært að gera það sjálfur.Helgi skilaði Heimi skýrslu, klippti ekkert en lýsti því sem fyrir augu bar. Leikgreining Helga var Heimi ókunnug, hann hafði aldrei séð leik greindan á þann hátt sem Helgi gerði.„Það er ekkert rétt eða rangt í þessu. Það er rétt ef þú vinnur, rangt ef þú tapar. Þannig er fótboltinn.“Óvissuferð til AnnecyÍ framhaldinu bað Heimir Helga um að bætast við íslenska hópinn þegar ein vika væri liðin af verunni í Frakklandi. Þá þyrfti Ólafur Kristjánsson, sem var í leikgreiningarteyminu, að hverfa á braut. Helgi þurfti ekki að hugsa sig um.Undirritaður var staddur í Frakklandi ásamt fleiri fjölmiðlamönnum og vakti koma Helga athygli. Fjölmiðlamenn höfðu ekki átt von á honum og töldu flestir að hann hefði komið færandi hendi með kæliböð fyrir strákana. Sem var rétt en það var eitthvað sem Helgi gerði bara í leiðinni.„Það var bara eitthvað sem strákarnir vildu og notuðu stöðugt,“ segir Helgi. Skilaboðin frá Heimi hafi verið að kynnast liðinu og fylgjast með hvernig þeir unnu vinnuna. Svo myndu þeir setjast niður saman eftir mótið og ræða málin.„Ég fór niðureftir til Annecy, kynntist Lars, reglunum, skipulaginu og hvernig hann hugsar þetta,“ segir Helgi. Lars, margreyndur landsliðsþjálfari með bæði Svíþjóð, Nígeríu og nú Ísland, áttaði sig á því hve stuttan tíma hann hefði með landslið. Tími til að breyta taktík væri ekki mikill. Skilaboð til leikmanna þyrftu að vera skýr.„Hugsanahátturinn hjá Lars minnti mig mjög á það sem ég kynntist hjá Wolfgang Frank,“ segir Helgi og minnist læriföður síns hjá Maintz sem fjallað var um í fyrri hluta viðtalsins við Helga.Þá lærði Helgi mikið af Heimi, hvernig hann nýtti tölvuna til vinnu sinnar og telur að Heimir og Lars hafi hagnast hvor mikið á öðrum. Bætt hvor annan upp. Helgi var á rúntinum í Frakklandi með fyrrnefndum Roland, Frey Alexanderssyni sem nú er aðstoðarþjálfari landsliðsins, og Arnari Bill Gunnarssyni, fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands. Þeir fylgdust með leikjum andstæðinganna og skiluðu ítarlegum skýrslum til Heimis og Lars.„Ég fór strax að hugsa hvar væri hægt að bæta í. Það var svo rosalega margt gott. Datt í hug fitness-þjálfun því þótt Frikki (Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari landsliðsins) sé góður í öllu er kannski ekki við hæfi að hann sjái um upphitun því það eru alltaf einhverjir í hópnum sem þurfa sérmeðferð,“ segir Helgi. Þetta var meðal þess sem Helgi lagði til þegar Heimir bauð honum starf aðstoðarlandsliðsþjálfara eftir velgengngina á EM.„Það var skemmtilegasti tíminn á ferlinum þegar ég var að spila með landsliðinu. Að fá tækifæri aftur með landsliðinu, að standa úti á velli og heyra þjóðsönginn… Ég fæ gæsahúð enn þann dag í dag. Heiðurinn var svo mikill að þetta var engin spurning. Framundan var undankeppni HM 2018. Lars horfinn á braut, leikmenn og þjóðin hátt uppi. Riðillinn var afar sterkur. Vonlaust verkefni við fyrstu sýn.Helgi kynntur til leiks sem aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar.KSÍShit, við getum ekki æft hérna „Maður fékk þá spurningu hvort maður væri klikkaður. Hvað ætliði að toppa núna?“ segir Helgi og brosir. Þeir Heimir hafi verið afar þakklátir Lars en þó séð hluti sem enn væri hægt að bæta. Bættu þeir Sebastian Boxleitner fitness-þjálfara í hópinn.„Við vorum á þeirri bylgjulengd að við værum ekki saddir. En þessi riðilll. Það var ekkert auðvelt lið. Meira að segja Kósóvó sem var úti í rassgati á heimslistanum og allir vanmátu var með frábæra leikmenn. Það var ekkert lið í riðlinum sem þú áttir að vinna.“Fyrsti leikurinn í undankeppninni var útileikur gegn Úkraínu, sem spila átti fyrir luktum dyrum vegna óláta stuðningsmanna í fyrri leikjum. Búið var að bóka æfingasvæði í Frankfurt í Þýskalandi þaðan sem halda átti til Úkraínu.„Eftir alla þessa gleði og tíma í Frakklandi mætum við til Frankfurt. Það var auðvelt að hittast allir þar,“ segir Helgi sem mætti degi fyrir á eigin bíl enda búsettur í Þýskalandi.„Völlurinn sem við áttum að æfa á var algjör hörmung. Við erum að tala um að þú leggur ekki einu sinni bílnum þínum þarna. Þetta var eins og Heiðarvöllurinn, ÍK-völlurinn á sínum tíma,“ segir Helgi og hlær.„Shit, við getum ekki æft hérna,“ sagði Helgi við Gunnar Gylfason, einn starfsmanna KSÍ, og fóru á stúfuna. Sólarhringur til að bjarga málunum. Í ljós kom að Eintracht Frankurt notaðist reglulega við sama hótel. Helgi ræddi við starfsfólkið sem vísaði honum á hótelstjórann.„Ég sagði við hann að við gætum ekki æft á þessu. Við erum að fara í nýtt mót. Ef strákarnir koma og sjá þennan völl þá fara þeir ekki einu sinni í skóna,“ rifjar Helgi upp. Þar sem um landsleikjahlé var að ræða voru æfingavellir Frankfurt lausir. Landsliðið fékk toppvelli á aðalsvæði og unglingasvæði þýska félagsins og fyrsta hindrunin var afstaðin, en ekki sú síðasta.„Heimir lýsir þessu skemmtilega. Þetta var eins og fyrsti bjórinn eftir gott partý. Rosalega mikil gleði í gær og svo hittumst við í dag og fyrsti bjórinn getur verið dálítið erfiður, ekki sá vinsælasti hjá öllum. Það var mikið verk að ná þessari stemmningu upp aftur.“Í tómu rugli fyrir leikKolbeinn Sigþórsson mætti á svæðið og var meiddur. Ljóst að hann yrði ekki með en framherjinn hafði verið algjör lykilmaður í liðinu. Fæstir strákanna í liðinu voru vanir svo litlu sumarfríi vegna stórmóts svo þreytu gætti. Sumir leikmenn höfðu samið við sterkari lið og voru undir mikilli pressu. Öðrum gekk illa að fóta sig hjá nýjum liðum.„Við vorum eiginlega í tómu rugli fyrir þennan leik. Eftir alla stemmninguna í Frakklandi fljúgum við til Úkraínu, spilum fyrir tómum velli í engri stemmningu.“Hann rifjar upp að hafa öskrað á leikvanginum í Kiev og allt bergmálaði. Þetta hafi verið þveröfugt við allt sem var í gangi tíu vikum fyrr. Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir snemma leiks og Jón Daði Böðvarsson fékk dauðafæri til að koma liðinu í 2-0 en tókst ekki. Úkraínumenn jöfnuðu skömmu fyrir hálfleik. Þá voru Íslendingar manni færri því Ari Freyr Skúlason var utan vallar meiddur. Samskiptaleysi varð til þess að ekki náðist að skipta manni inn á í tíma, óskipulag myndaðist og Úkraína gekk á lagið.Í lokin fengu Úkraínumenn svo víti sem hafnaði í stönginni. Ísland slapp með stig í farteskinu.„Þessi móment, þessir litlu hlutir. Hefði hann skorað úr vítinu þá hefðum við ekki farið á HM í Rússlandi. Ég vil meina það. Svo við tölum ekki um heimaleikinn gegn Finnlandi þegar við lentum 2-1 undir. Þá hefði þetta verið búið,“ segir Helgi. Ísland vann ótrúlegan og dramatískan 3-2 sigur en sigurmarkið hefði líklega ekki átt að standa enda fór boltinn að líkindum ekki yfir marklínuna.„Ég hitti Hrádecký markvörðinn þeirra í Frankfurt um daginn. Þegar hann sá mig þá hristi hann bara hausinn.“Helgi og Heimir drógu lærdóm af Úkraínuferðinni. „Eftir þetta ákváðum við að láta ekkert koma okkur á óvart. Vera með öll smáatriði á hreinu,“ segir Helgi. Ísland vann riðilinn sinn í undankeppninni og sæti á HM tryggt, ótrúlegur árangur. Heimir Hallgrímsson var þó óviss hvort hann ætlaði að vera áfram með landsliðið að HM loknu. Sagðist vilja gefa sér tíma. Fyrir vikið var framtíðin í óvissu hjá Helga, Guðmundi Hreiðarssyni markmannsþjálfara og Sebastian fitness-þjálfara.Kraftar Guðmundar Hreiðarssonar voru afþakkaðir þegar Erik Hamrén var ráðinn landsliðsþjálfari.FBL/ErnirBúnir að kortleggja Sviss„Við höfðum farið í gegnum alla undankeppnina en aldrei rætt neina samninga. Við erum úr þýska skólanum og viljum plana fram í tímann. Við nefndum við stjórn KSÍ í mars að það væri óþægilegt að hafa þessa óvissu. Heimir sagðist vilja gefa sér tíma sem var alveg skiljanlegt. Okkur fannst í eðli sínu gott að halda því sem við höfðum verið að gera, aðferðir sem komu okkur í tvær lokakeppnir,“ segir Helgi. Hann bendir á hve vel hafi reynst fyrir Þýskaland að semja við Joakim Löw til lengri tíma. „Okkur fannst eðlilegt að binda þetta know-how inn í sambandið hvort sem Heimir yrði áfram eða ekki. Við sögðumst vilja fá svör fyrir Rússlandsferðina. Undirbúningurinn var 24/7, rosalega mikil vinna þótt það sjáist kannski ekki endilega utan frá. Það er erfitt að fara inn í svona verkefni í óvissu, þótt maður sé auðvitað 100 prósent einbeittur,“ segir Helgi. Þannig sé það alltaf í fótboltanum. Vesen utan vallar er skilið eftir þegar komið er inn á völlinn.„Sem atvinnumaður getur maður verið í alls kyns prívat veseni en þegar þú varst mættur í takkaskóna út á fótboltavöll var maður búinn að svissa yfir. Gíra sig upp.“Hvað myndi gerast í júlí? Ágúst? KSÍ hafi sagst vilja fá svör frá Heimi. „Ég er búinn að rifja upp alla blaðamannafundina okkar og við töluðum um Þjóðadeildina á hverjum einasta fundi. Það var eiginlega bara hlegið að því,“ segir Helgi. Það sé til marks um það hvað hópurinn hafi verið í mikilli langtímahugsun. „Við vissum að þetta væri frábær árangur, leikirnir í Rússlandi yrðu frábæri og við ætluðum að ná eins langt og við gætum en það væri enginn endapunktur. Það var alltaf imprað á því.“Þeir Sebastian og Guðmundur buðust til að framlengja samning sinn við liðið fram yfir Þjóðadeildina, óháð ákvörðun Heimis sem enn lá ekki fyrir. Ef Heimir yrði áfram gengi hann bara inn eins og ekkert hefði breyst. Ef nýr þjálfari yrði ráðinn gætum við sýnt honum hvað við hefðum verið að gera. „Það er ekkert að því að fá nýjan mann inn. Mann sem gæti tekið okkur á næsta skref. Það væri bara frábært.“Tilboðið hljómaði upp á fjögurra mánaða framlengingu á samningnum. Ef nýi þjálfarinn vildi fá sitt fólk inn gæti hann gert það að Þjóðadeildinni lokinni. Að loknu HM í Rússlandi tilkynnti Heimir að hann væri hættur. Erik Hamrén var ráðinn og kraftar Helga og Guðmundar Hreiðarssonar voru afþakkaðir. Sebastian fitness-þjálfari varð þó áfram í teymi Svíans.Tapast í umræðunniHelgi fer ekki leynt með vonbrigði sín að hafa ekki verið áfram í kringum teymið. „Við vorum búnir að leikgreina Sviss, búnir að pæla í leiknum síðan í júlí. Ákveðnir leikmenn ætluðu ekki að vera með, við vorum búnir að pæla í því hvernig það yrði leyst, Heimir líka. Töluðum um það strax eftir leikinn gegn Króatíu. Hverju við gætum breytt. Við vissum að það væri lítill tími til stefnu. Svo er maður bara með þetta allt fyrir sjálfan sig,“ segir Helgi. Auk þess hafði Helgi séð um að finna æfingasvæði í Austurríki fyrir leikinn gegn Sviss. Fengið á kostakjörum í gegnum sambönd sín. Virtist fara vel um strákana við æfingar í fjallaparadísinni Schruns.Gengi Íslands í Þjóðadeildinni var ekki upp á marga fiska en mótherjarnir svo sem engir aukvissar. Belgía og Sviss sem segja má að hafi tekið okkar menn í kennslustund þótt frammistaðan hafi verið upp á við eftir 6-0 skell í fyrsta leik ytra gegn Sviss. Helgi er þó bjartsýnn fyrir Íslands hönd. „Maður sér að liðið á nokkur góð ár eftir. Þeir eru að sýna það hjá félagsliðum sínum, eru að taka skref fram á við. Svo eru spennandi strákar að koma upp.“Helga finnst þó eitt hafa tapast í umræðunni um landsliðið undanfarið þar sem tönnlast hefur verið á því að liðið hafi ekki unnið leik í lengri tíma ef frá eru taldir æfingaleikir í Indónesíu. „Við notuðum 58 leikmenn á tveimur árum. Þegar ég segi frá þessu á kynningum í Þýskalandi er spurt hvar í andskotanum við fundum þessa leikmenn. Við vorum að hugsa fram í tímann, ekki bara um mómentið. Við hefðum aldrei tapað á móti Tékkum eða gert jafntefli við Katar ef við hefðum spilað á sterkasta liðinu. Við spiluðum leikmönnum sem þurftu á landsleikjum að halda svo þeir væru tilbúnir þegar að því kemur. Já, við fórnuðum kannski úrslitum.“Þegar leikir vinnast, er allt rétt. Enginn spyrji eða velti fyrir sér hvort það hafi verið þess virði að gefa leikmönnum tækifærið.„Þetta finnst mér vanta í umræðuna.“Helgi segir sárt að hafa ekki fengið að ljúka Þjóðadeildinni með landsliðinu eftir allan undirbúninginn sem hafði þegar farið fram.Vísir/VilhelmHefði stokkið á Stuttgart Helgi er nú tekinn við landsliði Liechtenstein. Heimir Hallgrímsson er tekinn við félagsliði í Katar. Það var þó vel inni í myndinni að þeirra samstarf héldi áfram. Viðræður áttu sér stað við Stuttgart í þýsku bundesligunni en leiddu ekki til ráðningar. „Ég hef sjaldan unnið með jafnmiklum fagmanni og Heimi. Við erum gott teymi. Stuttgart hefði flott lending. Ég hefði getað keyrt í vinnuna og ekki einu sinni þurft að flytja,“ segir Helgi. Íslenska tengingin er mikil við Stuttgart þar sem Ásgeir Sigurvinsson er í guðatölu og þá varð Eyjólfur Sverrisson Þýskalandsmeistari með liðinu. Þá voru Helgi Sigurðsson og Sigurvin Ólafsson á mála hjá liðinu.„Að sjálfsögðu hefði ekki þurft að ræða þetta,“ segir Helgi. Hann skilur stjórn Stuttgart að hafa ekki verið tilbúna að taka áhættu og ráða þá Heimi. Það sé mun auðveldara að ráða þjálfara sem hefur reynslu úr sömu deild. Þá sé hægt að vísa í það. Úr varð að Markus Weinzierl var ráðinn en hann hafði reynslu frá þjálfun Schalke 04. Fyrstu þrír leikirnir töpuðust með markatölunni 13-0 en svo hefur gengið verið upp og ofan.Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari er annar maður sem Helgi lofsyngur.„Hann nýtur þvílíkrar virðingar ytra,“ segir Helgi sem sat markvarðarnámskeið hjá Gumma í Þýskalandi um hreyfingar markvarða. Þar sé að mörgu að hyggja og greina. Hvernig týpa er markvörðurinn? Er hann hræddur? Vill hann koma á markteiginn? Tekur hann sénsinn? Á Gylfi að láta vaða í markmannshornið? Hvernig hegðar hann sér í föstum leikatriðum? Þannig sé markmannsþjálfarinn í nútímafótbolta í lykilhlutverki þegar bæði kemur að markvörðum eigin liðs og andstæðinganna. Hann vinnur bæði með markverðinum og útileikmönnum, eftir því á hvorum endanum leikurinn fer fram.Þeir Helgi, Gummi og Heimir eru í reglulegu sambandi. Heyrast nánast daglega. Hvorki Helgi né Heimir hafði ráðið sig í nýju störfin þegar viðtalið við Helga var tekið. Þá sagðist Helgi ekkert vera að flýta sér. Hann hefði slæma reynslu af slökkviliðsstörfum, það væru tóm vandræði. Að sama skapi var skrýtið að vera frá fótbolta. Þeir Heimir kunni ekki að slaka á.„Við vorum búnir að hora á ég veit ekki hvað marga leiki. Núna þurfum við ekki að horfa á neitt. Við erum með samviskubit eftir helgina að vera ekki búnir að horfa á tíu leiki. Maður var alltaf að fylgjast með öllu. Meiddist einhver? Hvað gerðist?“Ágreiningur við KSÍ Helgi var staddur á landinu í byrjun nóvember meðal annars til að ræða við Knattspyrnusambandið um óútkljáð ágreiningsmál er varðar greiðslur sem þeir Heimir telja sig eiga inni. Helgi vill sem minnst úr málinu gera. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða milljónir króna sem þjálfararnir telja sig eiga rétt á samkvæmt samningi. Síðast þegar fréttist var málið óleyst.„Þetta er einn af þessum hlutum sem maður ræðir aldrei. Samningur er samningur. Það kemur bara einhvern tímann. Þetta snýst bara um að klára málið og við höfum verið að vinna í þessu,“ segir Helgi. „Ég fer ekkert á hausinn þótt eitthvað svona gerist.“Það er oftar en ekki stutt í brosið hjá Helga Kolviðssyni.Vísir/vilhelmAllt sem ég á hef ég gert sjálfurÞegar maður ræðir við Helga Kolviðsson skín í gegn hvað hann er mikill Íslendingur. Knattspyrnukappi sem fór í óvissuferð til Þýskalands á þrítugsaldri og hefur aldrei snúið aftur, nema í skemmri tíma. „Ég er búinn að segja konunni að ef ég hrekk upp af þá verði hún að grafa mig hérna. Svo börnin hafi ástæðu til að heimsækja migá Íslandi. Fari allavega einu sinni á ári til Íslands og kynni barnabörnin fyrir þeirri staðreynd að afi þeirra hafi verið Íslendingur,“ segir Helgi og brosir breitt.„Tengslin við Ísland eru yndisleg en ég hef verið úti í 25 ár. Tengslanetið mitt er úti,“ segir Helgi. Nútímasamgöngur geri það þó að verkum að honum finnst hann aldrei vera langt í burtu. „Það tók mig jafnlangan tíma að koma til Íslands frá Þýskalandi eins og fyrir Heimi að koma frá Vestmannaeyjum. Ég legg af stað á morgnana og er kominn hingað um fimmleytið,“ segir Helgi. Hér búa foreldrar hans, önnur systirin og svo stór vinahópur. Og íslenska náttúran. Hann elski að fara á sjó, fara á skytterí, gönguskíði, svigsskíði og snjóbretti. Nýlega, í eirðarleysinu, lét hann langþráðan æskudraum rætast.„Ég tók bátaréttindin í Stýrimannaskólanum. Mér finnst æðislega gaman að vera úti á bát, úti á sjó. Króatíu eða Ítalíu. Mér finnst svo gaman að geta mætt með fjölskylduna og leigt bát í einn til tvo daga. Ég var búinn að gæla við þetta og hafði loksins tíma. Tók tvær vikur í þetta. Fór á námskeið, lá yfir bókunum og kláraði þetta.“ Vetraríþróttirnar þurfa líka sinn tíma.„Ég hef komið til Íslands með Austurríkismenn, vini og kunningja. Vinahópurinn er það stór. Einn á jeppafyrirtæki, sumir eiga snjósleða og fórum t.d. átta saman uppi á Snæfellsjökli, gistum, grilluðum og vorum á snjóbretti allan daginn. Síðast vorum við í Þórsmörk og úti á sjó.“Síðan hann byrjaði að þjálfa hafi þó verið lítill tími til að spila golf.„Bílskúrinn er fullur af dóti. Standup bretti, racer hjól, fjallahjól, tvö mótorhjól og golfsett. Ég hef ekki haft mikinn tíma í golfið undanfarið en spilaði mikið þegar ég var leikmaður. Við vorum á tímabili í golfi alla daga. En starf þjálfara er 24/7,“ segir Helgi. Hann taki því þannig. „Þegar ég var að þjálfa í Vín var leikur á laugardögum. Svo æfing og feedback á sunnudeginum. Þeir sem spiluðu voru í endurhæfingu og ég sá um þá sem spiluðu ekki. Mér finnst það vera óvirðing fyrir þá sem spiluðu ekki ef aðalþjálfarinn er ekki með þeim. Þeir vilja sýna sig fyrir næsta leik. Svo tók ég vtiðöl fyrir blaðamenn sem gáfu út blað á mánudegi. Á mánudögum fengu allir frí nema ég. Þá var ég að undirbúa þriðjudaginn.“Hann segir þó forréttindi að fá að starfa við fótboltann.„Ég hef aldrei litið á þetta sem vinnu. Ég fór á sínum tíma til Þýskalands með 500 mörk í vasanum. Allt sem ég á í dag hef ég gert sjálfur, það hefur enginn komið nálægt því. Ég á mitt hús og íbúðir, allt á eigin vegum. Ef maður lítur í spegilinn og á það sem maður á þá getur maður verið ánægður.“Skytturnar þrjár, Gummi, Helgi og Heimir.Vísir/gettyLáta grafa sig á Íslandi Þegar viðtalið var tekið í byrjun nóvember var svo eitt markmið til viðbótar hjá Helga. Að geta varið meiri tíma með börnunum. Tími sem glataðist á sínum tíma á ferðalögum með félagsliðunum út um allt. „Ég er að reyna að bæta það upp. Núna er tími en kannski ekki á morgun,“ sagði Helgi þann 10. nóvember. Fjórum vikum síðar var uppaldi Kópavogsbúinn tekinn við landsliði Liechtenstein. Hann er þó fyrir löngu búinn að gefast upp á að tala íslensku við börnin þrjú.„Það er ekki að ástæðulausu sem þetta er kallað móðurmál,“ segir Helgi. „Þegar við vorum hjá Wolfang Frank vorum við farnir á hótel tveimur dögum fyrir leik. Ég var lítið heima og konan talar enga íslensku,“ rifjar Helgi upp. Þá voru elstu börnin ung að árum.„Maður reyndi að koma heim með kasettu á íslensku og setja í tækið. Dóttir mín horfði á mig grátbiðjandi og spurði hvort við yrðum að horfa á þetta á íslensku,“ segir Helgi. „Mér leið alltaf eins og ég væri með einhvern málaskóla þegar ég kom heim. Samræðurnar við börnin duttu alveg upp fyrir. Krakkarnir voru ekki öruggir, ég gat ekki talað íslensku við konuna.“Helgi segir þau hjónin þó alltaf hafa verið dugleg að senda börnin til Íslands. Elsta dóttirin var í eitt ár í fyrra á Íslandi. Það var frábær upplifun fyrir unga dömu,“ segir Helgi.Framundan eru spennandi tímar hjá Helga með landslið Liechtenstein. Furstaríkið, sem hefur tíu sinnum færri íbúa en Ísland, Ef litið er áratug eða tvo aftur í tímann er fátt um fína drætti. Sigrar á Andorrra, Lúxemborg og jú jafntefli og sigur á móti Íslandi í Vaduz 2007. Liðið er með Ítalíu, Grikkjum, Finnum, Bosníu og Hersegóvínu og Armeníu í riðli. Hvort Helgi nái að taka smáríkið upp á næsta stig verður að koma í ljós. Liechtenstein í lokakeppni EM alls staðar 2020? Hver veit. Eftir ævintýri Íslands undanfarin ár ætti ekki að afskrifa neitt í fótboltanum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgi Kolviðs tekinn við Liechtenstein Helgi Kolviðsson er orðinn landsliðsþjálfari Liechtenstein. Hann var kynntur til leiks á fréttamannafundi nú rétt í þessu samkvæmt frétt Fótbolta.net. 18. desember 2018 10:35 Endaði sem landsliðsmaður þvert á það sem allir bjuggust við Helgi Kolviðsson minnir meira á slökkviliðsmann eða eldri útgáfu af Heiðari Loga snjóbrettakappa en fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu. 10. desember 2018 09:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Helgi Kolviðsson er nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Liechtenstein í knattspyrnu. Kópavogsbúinn gallharði er búsettur í Þýskalandi með þýskri konu sinni og þremur börnum. Hann segist allan sinn knattspyrnuferil, sem heldur betur rættist úr ólíkt því sem flestir reiknuðu með, hafa pælt í þjálfunaraðferðum. Meiðslaleysi fram eftir ferlinum gerði það að verkum að hann missti ekki úr undirbúningstímabil. Hann æfði og æfði undir handleiðslu ólíkra þjálfara og allt fór þetta í reynslubankann. Hann var þó aldrei pottþéttur á að fara út í þjálfun. Hann endaði þar eftir að hafa verið kominn í erfiðar aðstæður undir lok ferilsins. „Það er þannig með fótboltann, það er alltaf þessi óvissa. Maður veit aldrei hvað tekur við, hvort það sé jákvætt eða neikvætt. Það er erfitt að plana næstu skref,“ segir Helgi. Hann spilaði í Austurríki, Sviss og Þýskalandi. Síðasti viðkomustaðurinn var sömuleiðis sá fyrsti, SC Pfullendorf í Baden-Würtenberg, þar sem Helgi spilaði til 36 ára aldurs. „Þegar þú ert orðinn 35 ára þá segja tryggingarnar þér upp. Ég hafði verið tryggður allan minn feril, aldrei meiðst til að tala um. Aldrei skorinn upp. Svo, 36 ára gamall þá brotna ég í leik.“Um var að ræða leik á undirbúningstímabilinu gegn liði FC Vaduz í höfuðborg Liechtenstein. Helgi segist aðeins hafa átt að spila fyrri hálfleikinn en fékk högg á fótinn þegar tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum. „Ég spyr dómarann og hann segir að það séu bara tvær mínútur eftir. Ég hélt að þetta væri bara tognun á ökkla, stóð upp og svo kemur hár langur bolti. Ég ætlaði upp í hann og hrundi niður,“ segir Helgi. Þeir sem lásu fyrri hluta viðtalsins við Helga vita sem er að hann kallar ekki allt ömmu sína. „Ég fór inn í klefa, kældi þetta en veiktist svo í þrjá daga. Lá með 40 stiga hita. Læknirinn vissi ekkert og röntgenmyndir sýndu bara mar í beininu.“ Hann hafi spurt hvort hann mætti æfa og fengið jákvæt svör. Það hefði engin áhrif. Honum hafi þó liðið skringilega, eins og væri hnykkur á ristinni, bólgnaði alltaf upp og skildi ekkert. „Maður var vanur að harka þetta af sér. Ekkert helvítis kjaftæði. Svo fæ ég svörin að löppin sé brotin. Takk fyrir það!“Ekki skemmtilegasta staðan Helgi hvíldi í nokkrar vikur. Hann var skorinn upp, beinið skrapað og skrúfað saman aftur en beinið greri ekki.„Þú stendur þarna með engar tryggingar, nýbúinn að byggja hús, konan ólétt af þriðja barni og ég með engan samning. Þetta var ekki skemmtilegasta staðan.“Helgi var beðinn um að hjálpa til við ýmislegt hjá liði Pfullendorf. Tungumálakunnátta Helga nýttist vel, hann var í samskiptum við erlendu leikmennina og þeim innan handar varðandi húsnæði. Hann var inni í launamálum og var sömuleiðis í hlutverki njósnara. Fór um á hækjum að horfa á leikmenn sem hann segir hafa verið afar góða reynslu. Þarna var Helgi farinn að horfa til þjálfunar og velti fyrir sér hvort tryggingarnar myndu ekki kosta þjálfaramenntun fyrir hann.„Svo segja þeir hjá tryggingunum að ég eigi ekki breik. Þú getur ekkert staðið úti á velli eftir þetta. Þú ert bara öryrki á einni löpp,“ rifjar Helgi upp. Hann var ekki par ánægður með svörin og skilaboðin að hann þyrfti að finna sér annan starfsvettvang. „Rosalega skemmtilegt þegar þú ert búinn að vera í fótbolta öll þessi ár,“ segir Helgi. Hann horfði í kringum sig eftir námi og skráði sig í íþróttaferðamannafræði. Hann skellir upp úr þegar hann sér svipinn á blaðamanninum sem aldrei hefur heyrt á það nám. Hann fór í uppskurð, jafnaði sig og menntaði sig í fræðunum á meðan.Helgi reiknaði ekki með að vera lengi þegar hann fór á þrítugsaldri í atvinnumennsku. Síðan eru liðin 25 ár.Vísir/VilhelmTvær voltaren og löppinni fórnaðHelgi var þarna orðinn aðstoðarþjálfari Pfullendorf en þjálfunarmenntunarlaus. Hann byrjaði að taka þjálfarastigin og var við að ljúka B-skírteini þegar kom að lokaprófinu. Hann lýsir þýska kerfinu sem mjög ströngu, langt í frá allir fái að mennta sig og komast í gegn. Prófinu lauk með fótboltaleik þar sem spilað var ellefu gegn ellefu. Allir þurftu að spila og sýna hvort þeir hefðu einhverja kunnáttu í íþróttinni. Helgi var ekki alveg á þeim buxunum. Hann var á leiðinni í enn einn uppskurðinn á næstu dögum því skrúfurnar í fætinum voru brotnar. Hann útskýrði málið fyrir prófdómurunum.„Heyrðu, löppin mín er brotin. Skrúfurnar eru brotnar. Ég hef spilað 30 A-landsleiki, spilað í Bundesligu 2, austurísku úrvalsdeildinni - allt í allt einhverja 700 leiki. Er það ekki nóg?“ „Nein“ var svarið og Helgi spurði hvort það væri ekki í lagi með þá?Helgi segist hafa skellt tveimur voltaren í sig og staðið við hliðina á tveimur kollegum sem báðir voru algjörlega ónýtir í hnjánum sem báðu Helga um að redda sér.„Ég sagði þeim að dekka og ég myndi sjá um restina. Ég sweep-aði bara í leiknum og fórnaði löppinni í tvær diagonal-sendingar yfir völlinn, svo þeir sæju að ég gæti eitthvað.“Helgi fékk fína einkunn og mátti halda áfram í A-skírteinið að ári liðnu. En skömmu seinna var aðalþjálfarinn rekinn og Helgi stýrði liðinu með góðum árangri í næstu leikjum. Hann var beðinn um að klára tímabilið með Pfullendorf. Undanþága fékkst tímabundið á því að Helgi væri ekki kominn með réttindi til að þjálfa í deildinni. Og það gekk vel.„Það kveikti í mér. Ég breytti ekki miklu, bara nokkrar einfaldar áherslubreytingar. Það var kick fyrir mig. Mér fannst þetta geðveikt,“ segir Helgi greinilega farinn að kunna vel að meta þjálfarastarfið. Hann þurfti þó að færa sig aftur í hlutverk aðstoðarþjálfara innan tíðar sökum réttindaleysis en kláraði svo A-skírteinið ári síðar sem gaf honum réttindi til að þjálfa Pfullendorf í regional-deildinni í Þýskalandi.Skrýtið símtal á sunnudagskvöldiEitt kvöldið var hann úti að borða með konunni þegar forseti félagsins hringdi í hann. Af hverju er hann að hringja í mig á sunnudagskvöldi, hugsaði Helgi.„Hann talaði og talaði, fór í gegnum allt hjá félaginu. Hann var á leiðinni í uppskurð á nára daginn eftir en fékk svo heilablóðfall og lést. Það var eins og hann hefði fundið eitthvað á sér,“ segir Helgi. Segja má að hlutverk Helga hafi gjörbreyst á einu bretti. Eftir samtalið og auðvitað veru sína hjá félaginu var hann inni í öllu. Hann sá um félagið. Auk þess að þjálfa pantaði hann allt saman, rútur, mat og lét hlutina ganga upp. Þá kom íþróttaferðamannafræðin sér vel.„Hjá svona litlu félagi þá gerir maður allt. Þetta var ekkert flókið fyrir mig.“En Pfullendorf var illa statt fjárhagslega og reksturinn hrundi eins og Helgi kemst að orði. Leikmenn hurfu á braut og eftir var varalið. Markmið stjórenda var einfalt. Haltu liðinu í deildinni, það væri kraftaverk. Liðið lauk keppni í 9. sæti af átján liðum og mætti 1. FC Normannia Gmünd í lokaleiknum á útivelli. Þjálfari liðsins var núverandi þjálfari Bröndby, Alexander Zoniger en liðið var í bullandi baráttu um titilinn.„Við unnum þá 5-2 á útivelli. Hann trompaðist. Við hlæjum enn að þessu í dag.“Helgi á hliðarlínuni hjá Austria Lustenau.Austria LustenauKötturinn og mýsnar Gamall kunningi bankaði á dyrnar í framhaldinu. SC Austria Lustenau, sem Helgi hefði spilað með í næstefstu deild í Austurríki, vantaði þjálfara. Honum leist vel á verkefnið auk þess sem hann sá að það gæti hjálpað honum að komast í Pro-license þjálfararéttindin. Hann hafði ekki komist í það í Þýskalandi þar sem örfáir komast að. Sömuleiðis komust aðeins tólf inn í Austurríki en hann vissi að ef vel gengi með lið Austria Lustenau, liðið væri í toppbaráttu, gæti Knattspyrnusamband Austurríkis ekki neitað honum um að taka réttindin sem eru nauðsynleg til að þjálfa í efstu deild.Helgi kláraði pro-skírteinið árið 2014 þegar hann hafði stýrt liðinu í þrjú ár. Hann var valinn þjálfari ársins á svæðinu árið 2012 og lærði mikilvægi þess að hafa gott teymi í kringum sig. Þegar hann fór í þjálfaranámið, fjóra daga í mánuði, vissi hann að liðið væri í góðum höndum.„Þegar kötturinn er í burtu þá eiga mýsnar það til að leika sér,“ segir Helgi. Þarna lærði hann mikilvægi þess að geta treyst fólkinu í kringum sig nógu vel til að snúa baki í það. Eitthvað sem er ekki hægt að ganga að vísu í heimi knattspyrnunnar frekar en annars staðar.Vonleysi í Vín Eftir góðan tíma hjá Lustenau var Helgi beðinn að taka að sér þjálfun hjá Wiener Neustadt í úrvalsdeildinni. Helgi lýsir starfinu sem slökkvistarfi þar sem engir peningar voru til, liðið í frjálsu falli. Bara að stökkva inn og gera það sem hægt er að gera. Hann flutti til Vínar, var fjarri fjölskyldunni og á ekki góðar minningar frá tíma sínum hjá félaginu.„Þetta var ekkert æðislega skemmtilegur tími. Ég var á æfingasvæðinu frá 8-18, fór svo í gufubað og horfði á fótbolta á kvöldin. Svona var þetta sjö daga vikunnar. Maður átti enga vini, allir í þjálfarateyminu voru bara með sínar fjölskyldur,“ segir Helgi og virðisti hafa verið einmana í höfuðborg Austurríkis. „Þetta var eitthvað sem ég fattaði að ég vildi ekki.“Liðið var í mikilli botnbaráttu en þó í séns að halda sér uppi fram í lokaumferðina. Það tókst ekki.Þannig er fótboltinn að sögn Helga. Stundum gengur rosalega vel og stundum ekki. Svo kemur upp eitthvað ósætti. Þú ræður ekki við allt sem er að gerast. „Ég er þannig týpa að ef mér finnst eitthvað ekki rétt þá segi ég það. Ég ákvað að þegar þessum kafla væri lokið myndi ég stofna mitt eigið fyrirtæki og vera aldrei háður fótboltanum. Ég elska fótbolta, að sitja í klefanum með strákunum og gera aðra í kringum mig betri. Takast á við áskoranir, maður losnar aldrei við það. En ég vildi ekki vera háður þessu.“Helgi komst í samband við ástralskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliböðum. Allt í einu var hann orðinn tengiliður þeirra í Þýskalandi og konan hans sér um bókhaldið. Á svipuðum tíma fór hann í samstarf við fyrirtæki sem sérhæfir sig í hybrid-grasvöllum, grasvellir sem eru styrktir með gervigrasi. Þá vantaði einhvern með fótboltabakgrunn í teymið sitt. Helgi var klár.Fyrirtækið hefur staðið að 22 völlum í Austurríki, Sviss og Þýskalandi - nýlega hjá Red Bull Salzburg í Austurríki. Helgi tók í júní 2015 við SV Ried í austurrísku úrvalsdeildinni. Það reyndist stutt stopp því eftir fimm tapleiki í fyrstu umferðunum var Helgi látinn taka pokann sinn. Stjórnin þakkaði Helga góð störf, hann hefði lagt sig allan fram en nauðsynlegt væri að breyta til í ljósi gengisins. Íslenska karlalandsliðið tryggði sér nokkrum vikum síðar sæti á EM í Frakklandi. Þá vissi Helgi reyndar ekki að hann ætti eftir að verða hluti af því ævintýri.Helgi og Heimir í Rússlandi síðastliðið sumar.Vísir/VilhelmEyjapeyjar í 200 KópavogiHelgi segist hafa fengið símtal frá Heimi Hallgrímssyni í mars 2016. Roland Andersson, einn njósnara íslenska landsliðsins og góðvinur Lars Lagerbäck, var veikur og treysti sér ekki á vináttulandsleik Ungverja og Króata. Ungverjar voru í riðli með Íslendingum á EM 2016. „Að sjálfsögðu er maður tilbúinn í hvað sem er ef landsliðið kallar,“ sagði Helgi sem tók að sér að fara á leikinn til að kortleggja Ungverjana. Helgi þekkti vel til Heimis frá árum áður.„Allir Eyjapeyjarnir fengu að æfa með ÍK á sínum tíma yfir vetrartímann þegar þeir voru í skólanum,“ segir Helgi. Meðal þeirra var Heimir sem lærði til tannlæknis eins og frægt er orðið. Helgi spurði Heimi hvað hann vildi sjá enda vissi hann ekkert hvernig Heimir og Lars sinntu þessum hluta þjálfunarvinnunnar. Heimir sagði Helga að leikgreina leikinn eins og hann myndi gera sjálfur.„Ég var kannski ekki kominn á það level sem þeir voru að vinna. Heimir er náttúrulega skipulagðasti maður innan fótboltans sem ég hef kynnst,“ segir Helgi sem greindi leikinn, sem lauk með 1-1 jafntefli, á eigin forsendum. Fram til þessa hafði Helgi yfirleitt haft aðstoðarmann sem sá um alla klippivinnu fyrir sig, hafði enn ekki lært að gera það sjálfur.Helgi skilaði Heimi skýrslu, klippti ekkert en lýsti því sem fyrir augu bar. Leikgreining Helga var Heimi ókunnug, hann hafði aldrei séð leik greindan á þann hátt sem Helgi gerði.„Það er ekkert rétt eða rangt í þessu. Það er rétt ef þú vinnur, rangt ef þú tapar. Þannig er fótboltinn.“Óvissuferð til AnnecyÍ framhaldinu bað Heimir Helga um að bætast við íslenska hópinn þegar ein vika væri liðin af verunni í Frakklandi. Þá þyrfti Ólafur Kristjánsson, sem var í leikgreiningarteyminu, að hverfa á braut. Helgi þurfti ekki að hugsa sig um.Undirritaður var staddur í Frakklandi ásamt fleiri fjölmiðlamönnum og vakti koma Helga athygli. Fjölmiðlamenn höfðu ekki átt von á honum og töldu flestir að hann hefði komið færandi hendi með kæliböð fyrir strákana. Sem var rétt en það var eitthvað sem Helgi gerði bara í leiðinni.„Það var bara eitthvað sem strákarnir vildu og notuðu stöðugt,“ segir Helgi. Skilaboðin frá Heimi hafi verið að kynnast liðinu og fylgjast með hvernig þeir unnu vinnuna. Svo myndu þeir setjast niður saman eftir mótið og ræða málin.„Ég fór niðureftir til Annecy, kynntist Lars, reglunum, skipulaginu og hvernig hann hugsar þetta,“ segir Helgi. Lars, margreyndur landsliðsþjálfari með bæði Svíþjóð, Nígeríu og nú Ísland, áttaði sig á því hve stuttan tíma hann hefði með landslið. Tími til að breyta taktík væri ekki mikill. Skilaboð til leikmanna þyrftu að vera skýr.„Hugsanahátturinn hjá Lars minnti mig mjög á það sem ég kynntist hjá Wolfgang Frank,“ segir Helgi og minnist læriföður síns hjá Maintz sem fjallað var um í fyrri hluta viðtalsins við Helga.Þá lærði Helgi mikið af Heimi, hvernig hann nýtti tölvuna til vinnu sinnar og telur að Heimir og Lars hafi hagnast hvor mikið á öðrum. Bætt hvor annan upp. Helgi var á rúntinum í Frakklandi með fyrrnefndum Roland, Frey Alexanderssyni sem nú er aðstoðarþjálfari landsliðsins, og Arnari Bill Gunnarssyni, fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands. Þeir fylgdust með leikjum andstæðinganna og skiluðu ítarlegum skýrslum til Heimis og Lars.„Ég fór strax að hugsa hvar væri hægt að bæta í. Það var svo rosalega margt gott. Datt í hug fitness-þjálfun því þótt Frikki (Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari landsliðsins) sé góður í öllu er kannski ekki við hæfi að hann sjái um upphitun því það eru alltaf einhverjir í hópnum sem þurfa sérmeðferð,“ segir Helgi. Þetta var meðal þess sem Helgi lagði til þegar Heimir bauð honum starf aðstoðarlandsliðsþjálfara eftir velgengngina á EM.„Það var skemmtilegasti tíminn á ferlinum þegar ég var að spila með landsliðinu. Að fá tækifæri aftur með landsliðinu, að standa úti á velli og heyra þjóðsönginn… Ég fæ gæsahúð enn þann dag í dag. Heiðurinn var svo mikill að þetta var engin spurning. Framundan var undankeppni HM 2018. Lars horfinn á braut, leikmenn og þjóðin hátt uppi. Riðillinn var afar sterkur. Vonlaust verkefni við fyrstu sýn.Helgi kynntur til leiks sem aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar.KSÍShit, við getum ekki æft hérna „Maður fékk þá spurningu hvort maður væri klikkaður. Hvað ætliði að toppa núna?“ segir Helgi og brosir. Þeir Heimir hafi verið afar þakklátir Lars en þó séð hluti sem enn væri hægt að bæta. Bættu þeir Sebastian Boxleitner fitness-þjálfara í hópinn.„Við vorum á þeirri bylgjulengd að við værum ekki saddir. En þessi riðilll. Það var ekkert auðvelt lið. Meira að segja Kósóvó sem var úti í rassgati á heimslistanum og allir vanmátu var með frábæra leikmenn. Það var ekkert lið í riðlinum sem þú áttir að vinna.“Fyrsti leikurinn í undankeppninni var útileikur gegn Úkraínu, sem spila átti fyrir luktum dyrum vegna óláta stuðningsmanna í fyrri leikjum. Búið var að bóka æfingasvæði í Frankfurt í Þýskalandi þaðan sem halda átti til Úkraínu.„Eftir alla þessa gleði og tíma í Frakklandi mætum við til Frankfurt. Það var auðvelt að hittast allir þar,“ segir Helgi sem mætti degi fyrir á eigin bíl enda búsettur í Þýskalandi.„Völlurinn sem við áttum að æfa á var algjör hörmung. Við erum að tala um að þú leggur ekki einu sinni bílnum þínum þarna. Þetta var eins og Heiðarvöllurinn, ÍK-völlurinn á sínum tíma,“ segir Helgi og hlær.„Shit, við getum ekki æft hérna,“ sagði Helgi við Gunnar Gylfason, einn starfsmanna KSÍ, og fóru á stúfuna. Sólarhringur til að bjarga málunum. Í ljós kom að Eintracht Frankurt notaðist reglulega við sama hótel. Helgi ræddi við starfsfólkið sem vísaði honum á hótelstjórann.„Ég sagði við hann að við gætum ekki æft á þessu. Við erum að fara í nýtt mót. Ef strákarnir koma og sjá þennan völl þá fara þeir ekki einu sinni í skóna,“ rifjar Helgi upp. Þar sem um landsleikjahlé var að ræða voru æfingavellir Frankfurt lausir. Landsliðið fékk toppvelli á aðalsvæði og unglingasvæði þýska félagsins og fyrsta hindrunin var afstaðin, en ekki sú síðasta.„Heimir lýsir þessu skemmtilega. Þetta var eins og fyrsti bjórinn eftir gott partý. Rosalega mikil gleði í gær og svo hittumst við í dag og fyrsti bjórinn getur verið dálítið erfiður, ekki sá vinsælasti hjá öllum. Það var mikið verk að ná þessari stemmningu upp aftur.“Í tómu rugli fyrir leikKolbeinn Sigþórsson mætti á svæðið og var meiddur. Ljóst að hann yrði ekki með en framherjinn hafði verið algjör lykilmaður í liðinu. Fæstir strákanna í liðinu voru vanir svo litlu sumarfríi vegna stórmóts svo þreytu gætti. Sumir leikmenn höfðu samið við sterkari lið og voru undir mikilli pressu. Öðrum gekk illa að fóta sig hjá nýjum liðum.„Við vorum eiginlega í tómu rugli fyrir þennan leik. Eftir alla stemmninguna í Frakklandi fljúgum við til Úkraínu, spilum fyrir tómum velli í engri stemmningu.“Hann rifjar upp að hafa öskrað á leikvanginum í Kiev og allt bergmálaði. Þetta hafi verið þveröfugt við allt sem var í gangi tíu vikum fyrr. Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir snemma leiks og Jón Daði Böðvarsson fékk dauðafæri til að koma liðinu í 2-0 en tókst ekki. Úkraínumenn jöfnuðu skömmu fyrir hálfleik. Þá voru Íslendingar manni færri því Ari Freyr Skúlason var utan vallar meiddur. Samskiptaleysi varð til þess að ekki náðist að skipta manni inn á í tíma, óskipulag myndaðist og Úkraína gekk á lagið.Í lokin fengu Úkraínumenn svo víti sem hafnaði í stönginni. Ísland slapp með stig í farteskinu.„Þessi móment, þessir litlu hlutir. Hefði hann skorað úr vítinu þá hefðum við ekki farið á HM í Rússlandi. Ég vil meina það. Svo við tölum ekki um heimaleikinn gegn Finnlandi þegar við lentum 2-1 undir. Þá hefði þetta verið búið,“ segir Helgi. Ísland vann ótrúlegan og dramatískan 3-2 sigur en sigurmarkið hefði líklega ekki átt að standa enda fór boltinn að líkindum ekki yfir marklínuna.„Ég hitti Hrádecký markvörðinn þeirra í Frankfurt um daginn. Þegar hann sá mig þá hristi hann bara hausinn.“Helgi og Heimir drógu lærdóm af Úkraínuferðinni. „Eftir þetta ákváðum við að láta ekkert koma okkur á óvart. Vera með öll smáatriði á hreinu,“ segir Helgi. Ísland vann riðilinn sinn í undankeppninni og sæti á HM tryggt, ótrúlegur árangur. Heimir Hallgrímsson var þó óviss hvort hann ætlaði að vera áfram með landsliðið að HM loknu. Sagðist vilja gefa sér tíma. Fyrir vikið var framtíðin í óvissu hjá Helga, Guðmundi Hreiðarssyni markmannsþjálfara og Sebastian fitness-þjálfara.Kraftar Guðmundar Hreiðarssonar voru afþakkaðir þegar Erik Hamrén var ráðinn landsliðsþjálfari.FBL/ErnirBúnir að kortleggja Sviss„Við höfðum farið í gegnum alla undankeppnina en aldrei rætt neina samninga. Við erum úr þýska skólanum og viljum plana fram í tímann. Við nefndum við stjórn KSÍ í mars að það væri óþægilegt að hafa þessa óvissu. Heimir sagðist vilja gefa sér tíma sem var alveg skiljanlegt. Okkur fannst í eðli sínu gott að halda því sem við höfðum verið að gera, aðferðir sem komu okkur í tvær lokakeppnir,“ segir Helgi. Hann bendir á hve vel hafi reynst fyrir Þýskaland að semja við Joakim Löw til lengri tíma. „Okkur fannst eðlilegt að binda þetta know-how inn í sambandið hvort sem Heimir yrði áfram eða ekki. Við sögðumst vilja fá svör fyrir Rússlandsferðina. Undirbúningurinn var 24/7, rosalega mikil vinna þótt það sjáist kannski ekki endilega utan frá. Það er erfitt að fara inn í svona verkefni í óvissu, þótt maður sé auðvitað 100 prósent einbeittur,“ segir Helgi. Þannig sé það alltaf í fótboltanum. Vesen utan vallar er skilið eftir þegar komið er inn á völlinn.„Sem atvinnumaður getur maður verið í alls kyns prívat veseni en þegar þú varst mættur í takkaskóna út á fótboltavöll var maður búinn að svissa yfir. Gíra sig upp.“Hvað myndi gerast í júlí? Ágúst? KSÍ hafi sagst vilja fá svör frá Heimi. „Ég er búinn að rifja upp alla blaðamannafundina okkar og við töluðum um Þjóðadeildina á hverjum einasta fundi. Það var eiginlega bara hlegið að því,“ segir Helgi. Það sé til marks um það hvað hópurinn hafi verið í mikilli langtímahugsun. „Við vissum að þetta væri frábær árangur, leikirnir í Rússlandi yrðu frábæri og við ætluðum að ná eins langt og við gætum en það væri enginn endapunktur. Það var alltaf imprað á því.“Þeir Sebastian og Guðmundur buðust til að framlengja samning sinn við liðið fram yfir Þjóðadeildina, óháð ákvörðun Heimis sem enn lá ekki fyrir. Ef Heimir yrði áfram gengi hann bara inn eins og ekkert hefði breyst. Ef nýr þjálfari yrði ráðinn gætum við sýnt honum hvað við hefðum verið að gera. „Það er ekkert að því að fá nýjan mann inn. Mann sem gæti tekið okkur á næsta skref. Það væri bara frábært.“Tilboðið hljómaði upp á fjögurra mánaða framlengingu á samningnum. Ef nýi þjálfarinn vildi fá sitt fólk inn gæti hann gert það að Þjóðadeildinni lokinni. Að loknu HM í Rússlandi tilkynnti Heimir að hann væri hættur. Erik Hamrén var ráðinn og kraftar Helga og Guðmundar Hreiðarssonar voru afþakkaðir. Sebastian fitness-þjálfari varð þó áfram í teymi Svíans.Tapast í umræðunniHelgi fer ekki leynt með vonbrigði sín að hafa ekki verið áfram í kringum teymið. „Við vorum búnir að leikgreina Sviss, búnir að pæla í leiknum síðan í júlí. Ákveðnir leikmenn ætluðu ekki að vera með, við vorum búnir að pæla í því hvernig það yrði leyst, Heimir líka. Töluðum um það strax eftir leikinn gegn Króatíu. Hverju við gætum breytt. Við vissum að það væri lítill tími til stefnu. Svo er maður bara með þetta allt fyrir sjálfan sig,“ segir Helgi. Auk þess hafði Helgi séð um að finna æfingasvæði í Austurríki fyrir leikinn gegn Sviss. Fengið á kostakjörum í gegnum sambönd sín. Virtist fara vel um strákana við æfingar í fjallaparadísinni Schruns.Gengi Íslands í Þjóðadeildinni var ekki upp á marga fiska en mótherjarnir svo sem engir aukvissar. Belgía og Sviss sem segja má að hafi tekið okkar menn í kennslustund þótt frammistaðan hafi verið upp á við eftir 6-0 skell í fyrsta leik ytra gegn Sviss. Helgi er þó bjartsýnn fyrir Íslands hönd. „Maður sér að liðið á nokkur góð ár eftir. Þeir eru að sýna það hjá félagsliðum sínum, eru að taka skref fram á við. Svo eru spennandi strákar að koma upp.“Helga finnst þó eitt hafa tapast í umræðunni um landsliðið undanfarið þar sem tönnlast hefur verið á því að liðið hafi ekki unnið leik í lengri tíma ef frá eru taldir æfingaleikir í Indónesíu. „Við notuðum 58 leikmenn á tveimur árum. Þegar ég segi frá þessu á kynningum í Þýskalandi er spurt hvar í andskotanum við fundum þessa leikmenn. Við vorum að hugsa fram í tímann, ekki bara um mómentið. Við hefðum aldrei tapað á móti Tékkum eða gert jafntefli við Katar ef við hefðum spilað á sterkasta liðinu. Við spiluðum leikmönnum sem þurftu á landsleikjum að halda svo þeir væru tilbúnir þegar að því kemur. Já, við fórnuðum kannski úrslitum.“Þegar leikir vinnast, er allt rétt. Enginn spyrji eða velti fyrir sér hvort það hafi verið þess virði að gefa leikmönnum tækifærið.„Þetta finnst mér vanta í umræðuna.“Helgi segir sárt að hafa ekki fengið að ljúka Þjóðadeildinni með landsliðinu eftir allan undirbúninginn sem hafði þegar farið fram.Vísir/VilhelmHefði stokkið á Stuttgart Helgi er nú tekinn við landsliði Liechtenstein. Heimir Hallgrímsson er tekinn við félagsliði í Katar. Það var þó vel inni í myndinni að þeirra samstarf héldi áfram. Viðræður áttu sér stað við Stuttgart í þýsku bundesligunni en leiddu ekki til ráðningar. „Ég hef sjaldan unnið með jafnmiklum fagmanni og Heimi. Við erum gott teymi. Stuttgart hefði flott lending. Ég hefði getað keyrt í vinnuna og ekki einu sinni þurft að flytja,“ segir Helgi. Íslenska tengingin er mikil við Stuttgart þar sem Ásgeir Sigurvinsson er í guðatölu og þá varð Eyjólfur Sverrisson Þýskalandsmeistari með liðinu. Þá voru Helgi Sigurðsson og Sigurvin Ólafsson á mála hjá liðinu.„Að sjálfsögðu hefði ekki þurft að ræða þetta,“ segir Helgi. Hann skilur stjórn Stuttgart að hafa ekki verið tilbúna að taka áhættu og ráða þá Heimi. Það sé mun auðveldara að ráða þjálfara sem hefur reynslu úr sömu deild. Þá sé hægt að vísa í það. Úr varð að Markus Weinzierl var ráðinn en hann hafði reynslu frá þjálfun Schalke 04. Fyrstu þrír leikirnir töpuðust með markatölunni 13-0 en svo hefur gengið verið upp og ofan.Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari er annar maður sem Helgi lofsyngur.„Hann nýtur þvílíkrar virðingar ytra,“ segir Helgi sem sat markvarðarnámskeið hjá Gumma í Þýskalandi um hreyfingar markvarða. Þar sé að mörgu að hyggja og greina. Hvernig týpa er markvörðurinn? Er hann hræddur? Vill hann koma á markteiginn? Tekur hann sénsinn? Á Gylfi að láta vaða í markmannshornið? Hvernig hegðar hann sér í föstum leikatriðum? Þannig sé markmannsþjálfarinn í nútímafótbolta í lykilhlutverki þegar bæði kemur að markvörðum eigin liðs og andstæðinganna. Hann vinnur bæði með markverðinum og útileikmönnum, eftir því á hvorum endanum leikurinn fer fram.Þeir Helgi, Gummi og Heimir eru í reglulegu sambandi. Heyrast nánast daglega. Hvorki Helgi né Heimir hafði ráðið sig í nýju störfin þegar viðtalið við Helga var tekið. Þá sagðist Helgi ekkert vera að flýta sér. Hann hefði slæma reynslu af slökkviliðsstörfum, það væru tóm vandræði. Að sama skapi var skrýtið að vera frá fótbolta. Þeir Heimir kunni ekki að slaka á.„Við vorum búnir að hora á ég veit ekki hvað marga leiki. Núna þurfum við ekki að horfa á neitt. Við erum með samviskubit eftir helgina að vera ekki búnir að horfa á tíu leiki. Maður var alltaf að fylgjast með öllu. Meiddist einhver? Hvað gerðist?“Ágreiningur við KSÍ Helgi var staddur á landinu í byrjun nóvember meðal annars til að ræða við Knattspyrnusambandið um óútkljáð ágreiningsmál er varðar greiðslur sem þeir Heimir telja sig eiga inni. Helgi vill sem minnst úr málinu gera. Samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða milljónir króna sem þjálfararnir telja sig eiga rétt á samkvæmt samningi. Síðast þegar fréttist var málið óleyst.„Þetta er einn af þessum hlutum sem maður ræðir aldrei. Samningur er samningur. Það kemur bara einhvern tímann. Þetta snýst bara um að klára málið og við höfum verið að vinna í þessu,“ segir Helgi. „Ég fer ekkert á hausinn þótt eitthvað svona gerist.“Það er oftar en ekki stutt í brosið hjá Helga Kolviðssyni.Vísir/vilhelmAllt sem ég á hef ég gert sjálfurÞegar maður ræðir við Helga Kolviðsson skín í gegn hvað hann er mikill Íslendingur. Knattspyrnukappi sem fór í óvissuferð til Þýskalands á þrítugsaldri og hefur aldrei snúið aftur, nema í skemmri tíma. „Ég er búinn að segja konunni að ef ég hrekk upp af þá verði hún að grafa mig hérna. Svo börnin hafi ástæðu til að heimsækja migá Íslandi. Fari allavega einu sinni á ári til Íslands og kynni barnabörnin fyrir þeirri staðreynd að afi þeirra hafi verið Íslendingur,“ segir Helgi og brosir breitt.„Tengslin við Ísland eru yndisleg en ég hef verið úti í 25 ár. Tengslanetið mitt er úti,“ segir Helgi. Nútímasamgöngur geri það þó að verkum að honum finnst hann aldrei vera langt í burtu. „Það tók mig jafnlangan tíma að koma til Íslands frá Þýskalandi eins og fyrir Heimi að koma frá Vestmannaeyjum. Ég legg af stað á morgnana og er kominn hingað um fimmleytið,“ segir Helgi. Hér búa foreldrar hans, önnur systirin og svo stór vinahópur. Og íslenska náttúran. Hann elski að fara á sjó, fara á skytterí, gönguskíði, svigsskíði og snjóbretti. Nýlega, í eirðarleysinu, lét hann langþráðan æskudraum rætast.„Ég tók bátaréttindin í Stýrimannaskólanum. Mér finnst æðislega gaman að vera úti á bát, úti á sjó. Króatíu eða Ítalíu. Mér finnst svo gaman að geta mætt með fjölskylduna og leigt bát í einn til tvo daga. Ég var búinn að gæla við þetta og hafði loksins tíma. Tók tvær vikur í þetta. Fór á námskeið, lá yfir bókunum og kláraði þetta.“ Vetraríþróttirnar þurfa líka sinn tíma.„Ég hef komið til Íslands með Austurríkismenn, vini og kunningja. Vinahópurinn er það stór. Einn á jeppafyrirtæki, sumir eiga snjósleða og fórum t.d. átta saman uppi á Snæfellsjökli, gistum, grilluðum og vorum á snjóbretti allan daginn. Síðast vorum við í Þórsmörk og úti á sjó.“Síðan hann byrjaði að þjálfa hafi þó verið lítill tími til að spila golf.„Bílskúrinn er fullur af dóti. Standup bretti, racer hjól, fjallahjól, tvö mótorhjól og golfsett. Ég hef ekki haft mikinn tíma í golfið undanfarið en spilaði mikið þegar ég var leikmaður. Við vorum á tímabili í golfi alla daga. En starf þjálfara er 24/7,“ segir Helgi. Hann taki því þannig. „Þegar ég var að þjálfa í Vín var leikur á laugardögum. Svo æfing og feedback á sunnudeginum. Þeir sem spiluðu voru í endurhæfingu og ég sá um þá sem spiluðu ekki. Mér finnst það vera óvirðing fyrir þá sem spiluðu ekki ef aðalþjálfarinn er ekki með þeim. Þeir vilja sýna sig fyrir næsta leik. Svo tók ég vtiðöl fyrir blaðamenn sem gáfu út blað á mánudegi. Á mánudögum fengu allir frí nema ég. Þá var ég að undirbúa þriðjudaginn.“Hann segir þó forréttindi að fá að starfa við fótboltann.„Ég hef aldrei litið á þetta sem vinnu. Ég fór á sínum tíma til Þýskalands með 500 mörk í vasanum. Allt sem ég á í dag hef ég gert sjálfur, það hefur enginn komið nálægt því. Ég á mitt hús og íbúðir, allt á eigin vegum. Ef maður lítur í spegilinn og á það sem maður á þá getur maður verið ánægður.“Skytturnar þrjár, Gummi, Helgi og Heimir.Vísir/gettyLáta grafa sig á Íslandi Þegar viðtalið var tekið í byrjun nóvember var svo eitt markmið til viðbótar hjá Helga. Að geta varið meiri tíma með börnunum. Tími sem glataðist á sínum tíma á ferðalögum með félagsliðunum út um allt. „Ég er að reyna að bæta það upp. Núna er tími en kannski ekki á morgun,“ sagði Helgi þann 10. nóvember. Fjórum vikum síðar var uppaldi Kópavogsbúinn tekinn við landsliði Liechtenstein. Hann er þó fyrir löngu búinn að gefast upp á að tala íslensku við börnin þrjú.„Það er ekki að ástæðulausu sem þetta er kallað móðurmál,“ segir Helgi. „Þegar við vorum hjá Wolfang Frank vorum við farnir á hótel tveimur dögum fyrir leik. Ég var lítið heima og konan talar enga íslensku,“ rifjar Helgi upp. Þá voru elstu börnin ung að árum.„Maður reyndi að koma heim með kasettu á íslensku og setja í tækið. Dóttir mín horfði á mig grátbiðjandi og spurði hvort við yrðum að horfa á þetta á íslensku,“ segir Helgi. „Mér leið alltaf eins og ég væri með einhvern málaskóla þegar ég kom heim. Samræðurnar við börnin duttu alveg upp fyrir. Krakkarnir voru ekki öruggir, ég gat ekki talað íslensku við konuna.“Helgi segir þau hjónin þó alltaf hafa verið dugleg að senda börnin til Íslands. Elsta dóttirin var í eitt ár í fyrra á Íslandi. Það var frábær upplifun fyrir unga dömu,“ segir Helgi.Framundan eru spennandi tímar hjá Helga með landslið Liechtenstein. Furstaríkið, sem hefur tíu sinnum færri íbúa en Ísland, Ef litið er áratug eða tvo aftur í tímann er fátt um fína drætti. Sigrar á Andorrra, Lúxemborg og jú jafntefli og sigur á móti Íslandi í Vaduz 2007. Liðið er með Ítalíu, Grikkjum, Finnum, Bosníu og Hersegóvínu og Armeníu í riðli. Hvort Helgi nái að taka smáríkið upp á næsta stig verður að koma í ljós. Liechtenstein í lokakeppni EM alls staðar 2020? Hver veit. Eftir ævintýri Íslands undanfarin ár ætti ekki að afskrifa neitt í fótboltanum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgi Kolviðs tekinn við Liechtenstein Helgi Kolviðsson er orðinn landsliðsþjálfari Liechtenstein. Hann var kynntur til leiks á fréttamannafundi nú rétt í þessu samkvæmt frétt Fótbolta.net. 18. desember 2018 10:35 Endaði sem landsliðsmaður þvert á það sem allir bjuggust við Helgi Kolviðsson minnir meira á slökkviliðsmann eða eldri útgáfu af Heiðari Loga snjóbrettakappa en fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu. 10. desember 2018 09:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Helgi Kolviðs tekinn við Liechtenstein Helgi Kolviðsson er orðinn landsliðsþjálfari Liechtenstein. Hann var kynntur til leiks á fréttamannafundi nú rétt í þessu samkvæmt frétt Fótbolta.net. 18. desember 2018 10:35
Endaði sem landsliðsmaður þvert á það sem allir bjuggust við Helgi Kolviðsson minnir meira á slökkviliðsmann eða eldri útgáfu af Heiðari Loga snjóbrettakappa en fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu. 10. desember 2018 09:00