Við þurfum að hlusta á þessa sögu Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. desember 2018 11:00 Sigurður í hlutverki einræðisherrans Hynkels. Hörður Sveinsson Leikgerð Nikolajs Cederholms af kvikmyndinni Einræðisherrann eftir Chaplin er jólaleikrit Þjóðleikhússins, frumsýnt 29. desember. Sigurður Sigurjónsson fer bæði með hlutverk rakarans hrekklausa og einræðisherrans Hynkels en þeir eru tvífarar. Sigurður segist hafa verið eins og svo margir aðrir aðdáandi Chaplins frá fyrstu tíð. „Við erum margir leikararnir sem erum alltaf að reyna að nálgast hann. Hann hefur verið fyrirmynd okkar enda hafði hann ótal form á valdi sínu. Var leikari, leikstjóri, handritshöfundur, tónskáld og dansari.“ Spurður hvenær hann hafi fyrst séð Einræðisherrann segir Sigurður: „Ég sá hana sem unglingur en þá áttaði ég mig ekkert á henni enda er hún ekki dæmigerð Chaplin-mynd. Allar myndir hans hafa boðskap og undirtón en þarna er sagan myrk. Þetta er að mörgu leyti erfið mynd því þar er verið að fjalla um ástandið í heiminum eins og það var árið 1939. Stríð er skollið á og heimurinn er að fara á hvolf og Chaplin skopast að því, sem er gríðarlega djarft. Þetta verk á enn fullt erindi því einræðistilburðir eru áberandi mjög víða í heiminum í dag. Við þurfum að hlusta á þessa sögu. Í lok bíómyndarinnar er fræg ræða og í leikritinu er búið að staðfæra hana og þar kemur fram kjarni sögunnar og boðskapur leikgerðarinnar.“ Þetta er jólasýning, er sérstök stemning á slíkum sýningum? „Ég þekki það að vera í jólasýningu. Það er alltaf stemning að leika um jól og þá er extra hátíðarbragur. Hins vegar er þetta álag fyrir alla þá sem koma að sýningunni. Jólin mín fara í sýninguna og það verður bara að hafa það. Starfið er svo skemmtilegt að ég sætti mig alveg við það. Mínir nánustu vita líka að hverju þeir ganga, ég er ansi mikið stikkfrí þessi jólin.“„Þetta er ástríðustarf hvernig sem á það er litið,“ segir Sigurður Sigurjónsson.Fréttablaðið/Anton BrinkFengið ótal tækifæri Þú hefur leikið í áratugi, á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Ganga hlutverk stundum nærri þér? „Nei, frá fyrstu tíð hef ég forðast að taka þau inn á mig því það er vísasta leiðin til að brenna út. Hlutverk ganga hins vegar stundum nærri manni líkamlega, sérstaklega þegar maður er farinn að eldast.“ Hvernig er að eldast í leikhúsi? „Eðlilega fækkar hlutverkunum með aldrinum og maður er ekki eins fær um gera eins mikið og þegar maður var tvítugur. Þess vegna þarf að passa upp á eldri leikara og að þeir fái eitthvað að gera. Ég hef átt því láni að fagna að vera í góðu líkamlegu og andlegu formi en núna þarf ég að hafa meira fyrir hlutunum. Bara tæknilegur hlutur eins og það að læra rulluna sína er erfiðara en fyrir 30 árum.“ Ákvaðstu ungur að verða leikari? „Hjá mér var þetta algjör tilviljun. Ég hefði auðveldlega getað farið í iðnaðarstarf eins og flestir vinir mínir gerðu. Ég þótti sýna einhverja leikaratilburði í skóla og í skátunum. Þetta var ekki nokkuð sem ég hafði áttað mig á sjálfur en einhverjir urðu til að benda mér á það. Ég byrjaði sautján ára í Leiklistarskólanum og rúmlega tvítugur var ég nýútskrifaður leikari. Ég hef verið leikari síðan og ekki unnið aðra vinnu. Þegar ég lít til baka finnst mér þetta óskiljanlegt. Ég hef fengið ótal tækifæri og vonandi hef ég nýtt þau sum þokkalega. Þetta hefur verið frábært líf.“Alltaf að gera sitt besta Hvaða viðhorf hefurðu til gagnrýni og gagnrýnenda? „Ég hef fengið mjög góða gagnrýni og líka mjög slæma. Ég held að við leikarar séum almennt þokkalega brynjaðir gagnvart vondri gagnrýni. Stundum getur maður jafnvel verið svolítið sammála og kinkað kolli. Mín reynsla öll þessi ár er sú að við erum alltaf að reyna að gera okkar besta. Mér finnst mjög ósanngjarnt þegar leikhúsfólk er sakað um að hafa ekki verið að gera sitt besta. Okkur tekst hins vegar ekki alltaf jafn vel upp.“ Hefurðu átt þér draumahlutverk? „Margir leikarar brenna fyrir að leika þetta og hitt hlutverkið. Ég er bara ekki þannig. En kannski get ég bara leyft mér að segja þetta því ég hef fengið svo mörg draumahlutverk. Þetta er ástríðustarf hvernig sem á það er litið. Það er fyrst og fremst ástríðan sem heldur okkur leikurum inni í leikhúsinu, ekki eru það launin sem eru ekki há. Við finnum mjög greinilega fyrir áhuga fólks á leikhúsi. Fólk vill leikhús.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Leikgerð Nikolajs Cederholms af kvikmyndinni Einræðisherrann eftir Chaplin er jólaleikrit Þjóðleikhússins, frumsýnt 29. desember. Sigurður Sigurjónsson fer bæði með hlutverk rakarans hrekklausa og einræðisherrans Hynkels en þeir eru tvífarar. Sigurður segist hafa verið eins og svo margir aðrir aðdáandi Chaplins frá fyrstu tíð. „Við erum margir leikararnir sem erum alltaf að reyna að nálgast hann. Hann hefur verið fyrirmynd okkar enda hafði hann ótal form á valdi sínu. Var leikari, leikstjóri, handritshöfundur, tónskáld og dansari.“ Spurður hvenær hann hafi fyrst séð Einræðisherrann segir Sigurður: „Ég sá hana sem unglingur en þá áttaði ég mig ekkert á henni enda er hún ekki dæmigerð Chaplin-mynd. Allar myndir hans hafa boðskap og undirtón en þarna er sagan myrk. Þetta er að mörgu leyti erfið mynd því þar er verið að fjalla um ástandið í heiminum eins og það var árið 1939. Stríð er skollið á og heimurinn er að fara á hvolf og Chaplin skopast að því, sem er gríðarlega djarft. Þetta verk á enn fullt erindi því einræðistilburðir eru áberandi mjög víða í heiminum í dag. Við þurfum að hlusta á þessa sögu. Í lok bíómyndarinnar er fræg ræða og í leikritinu er búið að staðfæra hana og þar kemur fram kjarni sögunnar og boðskapur leikgerðarinnar.“ Þetta er jólasýning, er sérstök stemning á slíkum sýningum? „Ég þekki það að vera í jólasýningu. Það er alltaf stemning að leika um jól og þá er extra hátíðarbragur. Hins vegar er þetta álag fyrir alla þá sem koma að sýningunni. Jólin mín fara í sýninguna og það verður bara að hafa það. Starfið er svo skemmtilegt að ég sætti mig alveg við það. Mínir nánustu vita líka að hverju þeir ganga, ég er ansi mikið stikkfrí þessi jólin.“„Þetta er ástríðustarf hvernig sem á það er litið,“ segir Sigurður Sigurjónsson.Fréttablaðið/Anton BrinkFengið ótal tækifæri Þú hefur leikið í áratugi, á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Ganga hlutverk stundum nærri þér? „Nei, frá fyrstu tíð hef ég forðast að taka þau inn á mig því það er vísasta leiðin til að brenna út. Hlutverk ganga hins vegar stundum nærri manni líkamlega, sérstaklega þegar maður er farinn að eldast.“ Hvernig er að eldast í leikhúsi? „Eðlilega fækkar hlutverkunum með aldrinum og maður er ekki eins fær um gera eins mikið og þegar maður var tvítugur. Þess vegna þarf að passa upp á eldri leikara og að þeir fái eitthvað að gera. Ég hef átt því láni að fagna að vera í góðu líkamlegu og andlegu formi en núna þarf ég að hafa meira fyrir hlutunum. Bara tæknilegur hlutur eins og það að læra rulluna sína er erfiðara en fyrir 30 árum.“ Ákvaðstu ungur að verða leikari? „Hjá mér var þetta algjör tilviljun. Ég hefði auðveldlega getað farið í iðnaðarstarf eins og flestir vinir mínir gerðu. Ég þótti sýna einhverja leikaratilburði í skóla og í skátunum. Þetta var ekki nokkuð sem ég hafði áttað mig á sjálfur en einhverjir urðu til að benda mér á það. Ég byrjaði sautján ára í Leiklistarskólanum og rúmlega tvítugur var ég nýútskrifaður leikari. Ég hef verið leikari síðan og ekki unnið aðra vinnu. Þegar ég lít til baka finnst mér þetta óskiljanlegt. Ég hef fengið ótal tækifæri og vonandi hef ég nýtt þau sum þokkalega. Þetta hefur verið frábært líf.“Alltaf að gera sitt besta Hvaða viðhorf hefurðu til gagnrýni og gagnrýnenda? „Ég hef fengið mjög góða gagnrýni og líka mjög slæma. Ég held að við leikarar séum almennt þokkalega brynjaðir gagnvart vondri gagnrýni. Stundum getur maður jafnvel verið svolítið sammála og kinkað kolli. Mín reynsla öll þessi ár er sú að við erum alltaf að reyna að gera okkar besta. Mér finnst mjög ósanngjarnt þegar leikhúsfólk er sakað um að hafa ekki verið að gera sitt besta. Okkur tekst hins vegar ekki alltaf jafn vel upp.“ Hefurðu átt þér draumahlutverk? „Margir leikarar brenna fyrir að leika þetta og hitt hlutverkið. Ég er bara ekki þannig. En kannski get ég bara leyft mér að segja þetta því ég hef fengið svo mörg draumahlutverk. Þetta er ástríðustarf hvernig sem á það er litið. Það er fyrst og fremst ástríðan sem heldur okkur leikurum inni í leikhúsinu, ekki eru það launin sem eru ekki há. Við finnum mjög greinilega fyrir áhuga fólks á leikhúsi. Fólk vill leikhús.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira