Dwyane Wade ætlaði aldrei að leyfa Harden að taka síðasta skotið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2018 07:30 Gerald Green og Dwyane Wade eftir leikinn. Vísir/Getty Nýliðinn Luca Doncic heldur áfram að leika listir sínar í NBA-deildinni en Slóveninn snjalli varð að sætta sig við tap í nótt þrátt fyrir nýtt persónulegt stigamet. Fimm leikja sigurganga Houston Rockets endaði líka í Miami og Houston liðið missti að auki einn sinn besta leikmann meiddan af velli.@gallinari8888 (season-high 32 PTS) & @luka7doncic (career-high 32 PTS) duel as the @LAClippers defeat DAL at home! #ClipperNationpic.twitter.com/63xHG8U7IA — NBA (@NBA) December 21, 2018Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Los Angeles Clippers vann 125-121 sigur á Dallas Mavericks. Clippers-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð en tókst að landa sigri með góðum endaspretti. Dallas-liðið var 109-104 yfir þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en heimamenn fóru á flug í lokin, náði 15-2 spretti og unnu svo þessar síðustu fimm mínútur 21-12. Lou Williams kom með 26 stig inn af bekknum fyrir Los Angeles Clippers á aðeins 24 mínútum og annar maður af bekknum, Montrezl Harrell, skoraði 18 stig.Luka Doncic tallies a career-high 32 PTS for the @dallasmavs at Staples Center. #MFFL#NBARookspic.twitter.com/F9LmpczNty — NBA (@NBA) December 21, 2018Luka Doncic skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks og JJ Barea var með 19 stig. DeAndre Jordan bætti við 11 stigum og 22 fráköstum í sínum fyrsta leik í Staples Center eftir að hann yfirgaf Clippers-liðið. Doncic hefur nú skorað 20 stig eða meira í sextán leikjum á þessu tímabili en auk stiganna 32 var hann einnig með 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 fráköst. Hann hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum.@jrich23 (22 PTS, 7 AST, 6 REB) and Tyler Johnson (19 PTS) come up big as the @MiamiHEAT outlast Houston for their 3rd straight W! #HeatCulturepic.twitter.com/wFziOXAJUd — NBA (@NBA) December 21, 2018James Harden átti mjög góðan leik en tókst ekki að koma í veg fyrir tap á móti Miami Heat. Miami Heat vann 101-99 sigur á Houston Rockets og endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Houston. James Harden var með 35 stig og 12 stoðsendingar fyrir Houston og Eric Gordon skoraði 20 stig. Houston hitti úr 18 þriggja stiga skotum en tók líka 54 slík skot og nýtingin var því bara 33%. Josh Richardson skoraði 22 stig fyrir Miami og Tyler Johnson var með 19 stig en þetta var þriðji sigur liðsins í röð.Big plays on both ends from Tyler Johnson! #HeatCulture 99#Rockets 94 1:51 to go on @NBAonTNTpic.twitter.com/VoCGVjmMrW — NBA (@NBA) December 21, 2018Dwyane Wade og félagar ætluðu að passa upp á það að James Harden fengi ekki lokaskotið í leiknum og það tókst. Wade pressaði Harden til að senda frá sér boltann og Eric Gordon tók síðasta skotið og klikkaði. „Ef einhver annar myndi hitta hjá þeim þá tækjum við bara á því. Eitt var pottþétt James Harden átti ekki að fá að taka þetta skot,“ sagði Dwyane Wade eftir leikinn. Chris Paul tognaði aftan í læri í öðrum leikhluta þegar Houston var 45-38 yfir. Houston liðinu hefur gengið mjög illa án hans og hann gæti verið frá í einhvern tíma.Dwyane Wade uses the hesitation and attacks baseline for the SLAM in tonight's #KiaTopPlay! #HeatCulturepic.twitter.com/nvPdz1mvA5 — NBA (@NBA) December 21, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Houston Rockets 101-99 Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 125-121 NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Nýliðinn Luca Doncic heldur áfram að leika listir sínar í NBA-deildinni en Slóveninn snjalli varð að sætta sig við tap í nótt þrátt fyrir nýtt persónulegt stigamet. Fimm leikja sigurganga Houston Rockets endaði líka í Miami og Houston liðið missti að auki einn sinn besta leikmann meiddan af velli.@gallinari8888 (season-high 32 PTS) & @luka7doncic (career-high 32 PTS) duel as the @LAClippers defeat DAL at home! #ClipperNationpic.twitter.com/63xHG8U7IA — NBA (@NBA) December 21, 2018Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Los Angeles Clippers vann 125-121 sigur á Dallas Mavericks. Clippers-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð en tókst að landa sigri með góðum endaspretti. Dallas-liðið var 109-104 yfir þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en heimamenn fóru á flug í lokin, náði 15-2 spretti og unnu svo þessar síðustu fimm mínútur 21-12. Lou Williams kom með 26 stig inn af bekknum fyrir Los Angeles Clippers á aðeins 24 mínútum og annar maður af bekknum, Montrezl Harrell, skoraði 18 stig.Luka Doncic tallies a career-high 32 PTS for the @dallasmavs at Staples Center. #MFFL#NBARookspic.twitter.com/F9LmpczNty — NBA (@NBA) December 21, 2018Luka Doncic skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks og JJ Barea var með 19 stig. DeAndre Jordan bætti við 11 stigum og 22 fráköstum í sínum fyrsta leik í Staples Center eftir að hann yfirgaf Clippers-liðið. Doncic hefur nú skorað 20 stig eða meira í sextán leikjum á þessu tímabili en auk stiganna 32 var hann einnig með 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 fráköst. Hann hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum.@jrich23 (22 PTS, 7 AST, 6 REB) and Tyler Johnson (19 PTS) come up big as the @MiamiHEAT outlast Houston for their 3rd straight W! #HeatCulturepic.twitter.com/wFziOXAJUd — NBA (@NBA) December 21, 2018James Harden átti mjög góðan leik en tókst ekki að koma í veg fyrir tap á móti Miami Heat. Miami Heat vann 101-99 sigur á Houston Rockets og endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Houston. James Harden var með 35 stig og 12 stoðsendingar fyrir Houston og Eric Gordon skoraði 20 stig. Houston hitti úr 18 þriggja stiga skotum en tók líka 54 slík skot og nýtingin var því bara 33%. Josh Richardson skoraði 22 stig fyrir Miami og Tyler Johnson var með 19 stig en þetta var þriðji sigur liðsins í röð.Big plays on both ends from Tyler Johnson! #HeatCulture 99#Rockets 94 1:51 to go on @NBAonTNTpic.twitter.com/VoCGVjmMrW — NBA (@NBA) December 21, 2018Dwyane Wade og félagar ætluðu að passa upp á það að James Harden fengi ekki lokaskotið í leiknum og það tókst. Wade pressaði Harden til að senda frá sér boltann og Eric Gordon tók síðasta skotið og klikkaði. „Ef einhver annar myndi hitta hjá þeim þá tækjum við bara á því. Eitt var pottþétt James Harden átti ekki að fá að taka þetta skot,“ sagði Dwyane Wade eftir leikinn. Chris Paul tognaði aftan í læri í öðrum leikhluta þegar Houston var 45-38 yfir. Houston liðinu hefur gengið mjög illa án hans og hann gæti verið frá í einhvern tíma.Dwyane Wade uses the hesitation and attacks baseline for the SLAM in tonight's #KiaTopPlay! #HeatCulturepic.twitter.com/nvPdz1mvA5 — NBA (@NBA) December 21, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Houston Rockets 101-99 Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 125-121
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti