Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. desember 2018 08:00 Matthías Tryggvi, söngvari Hatara, á tónleikum. Fréttablaðið/Laufey Hljómsveitin Hatari, sem hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með iðnaðar-teknó með pólitískum oddi og afar líflega sviðsframkomu, hefur tilkynnt að hún muni „láta af störfum“ eins og það er orðað í tilkynningu frá sveitinni. Í tilkynningunni kemur fram að síðasta verk Hatara sé að halda tónleika á Húrra 28. desember næstkomandi. Einnig fylgir tilkynningunni nýtt lag, Spillingardans. „Verðlaunahljómsveitin Hatari lýkur störfum frá og með áramótum. Stjórn Svikamyllu ehf. ályktaði um starfslok sveitarinnar á aðalfundi félagsins fyrr í þessum mánuði. Ljóst er að neytendur sem ekki tryggja sér miða á síðustu tónleika sveitarinnar, Endalok á Húrra þann 28. desember næstkomandi, munu aldrei aftur líta hana augum, enda dómsdagur í nánd. Þá verður nýútkomið myndband sveitarinnar við lagið Spillingardans, hennar síðasta tilraun til að knésetja gangverk fjármagnsins. Rekstur hljómsveitarinnar reyndist ekki standa undir væntingum stjórnarmeðlima og verður listamönnum Hatara formlega afhent uppsagnarbréf þann 24. desember næstkomandi.“ Meðlimir Hatara voru þekktir fyrir BDSM-legan klæðnað sem þeir komu ávallt fram í og gríðarlega leikræna tjáningu í tónlistarflutningi sínum. Þetta vakti mikla lukku og útnefndi Reykjavík Grapevine sveitina til dæmis bestu tónleikasveit ársins tvö ár í röð og erlendir miðlar eins og Line of Best Fit héldu vart vatni yfir frammistöðu Hatara á Airwaves-hátíðinni, þannig að það má alveg segja að þessi tíðindi komi á óvart. Ástæður þess að sveitin leggur nú upp laupana er samkvæmt tilkynningunni: „Aðstæður á markaði [eru] slíkar að rekstur Hatara uppfyllir ekki arðsemiskröfur stjórnarinnar að svo stöddu. Þá er ljóst að markmið sveitarinnar um að afhjúpa linnulausa svikamyllu hversdagsleikans náðist ekki á tilsettum tíma.“ „Þegar ég frétti að Hatari væri að hætta svelgdist mér á, ég held ég hafi borðað fjóra hamborgara sama kvöld til að reyna að fylla í tómið sem mér fannst fréttirnar skilja eftir sig. Íslenskt tónlistarlíf verður aldrei samt,“ segir Gauti Þeyr, einnig þekktur sem Emmsjé Gauti, um þá ákvörðun Hatara að taka brátt pokann sinn. „Íslensk dægurmenning var ekki tilbúin fyrir Hatara og ekki að ástæðulausu. Fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og menningarrýnir. „Með fæðingu og dauða Hatara var sleginn tónn sem mun óma undir dulvitund íslensks tónlistarlífs um ókomna tíð. Megi þessi dagur rata á spjöld sögunnar sem sá allra versti hingað til,“ segir Andrea Sigríður Jónsdóttir útvarpskona í tilefni fréttanna. Undir tilkynninguna skrifar stjórn Svikamyllu ehf. og tekið er fram að nánari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Hatari, sem hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með iðnaðar-teknó með pólitískum oddi og afar líflega sviðsframkomu, hefur tilkynnt að hún muni „láta af störfum“ eins og það er orðað í tilkynningu frá sveitinni. Í tilkynningunni kemur fram að síðasta verk Hatara sé að halda tónleika á Húrra 28. desember næstkomandi. Einnig fylgir tilkynningunni nýtt lag, Spillingardans. „Verðlaunahljómsveitin Hatari lýkur störfum frá og með áramótum. Stjórn Svikamyllu ehf. ályktaði um starfslok sveitarinnar á aðalfundi félagsins fyrr í þessum mánuði. Ljóst er að neytendur sem ekki tryggja sér miða á síðustu tónleika sveitarinnar, Endalok á Húrra þann 28. desember næstkomandi, munu aldrei aftur líta hana augum, enda dómsdagur í nánd. Þá verður nýútkomið myndband sveitarinnar við lagið Spillingardans, hennar síðasta tilraun til að knésetja gangverk fjármagnsins. Rekstur hljómsveitarinnar reyndist ekki standa undir væntingum stjórnarmeðlima og verður listamönnum Hatara formlega afhent uppsagnarbréf þann 24. desember næstkomandi.“ Meðlimir Hatara voru þekktir fyrir BDSM-legan klæðnað sem þeir komu ávallt fram í og gríðarlega leikræna tjáningu í tónlistarflutningi sínum. Þetta vakti mikla lukku og útnefndi Reykjavík Grapevine sveitina til dæmis bestu tónleikasveit ársins tvö ár í röð og erlendir miðlar eins og Line of Best Fit héldu vart vatni yfir frammistöðu Hatara á Airwaves-hátíðinni, þannig að það má alveg segja að þessi tíðindi komi á óvart. Ástæður þess að sveitin leggur nú upp laupana er samkvæmt tilkynningunni: „Aðstæður á markaði [eru] slíkar að rekstur Hatara uppfyllir ekki arðsemiskröfur stjórnarinnar að svo stöddu. Þá er ljóst að markmið sveitarinnar um að afhjúpa linnulausa svikamyllu hversdagsleikans náðist ekki á tilsettum tíma.“ „Þegar ég frétti að Hatari væri að hætta svelgdist mér á, ég held ég hafi borðað fjóra hamborgara sama kvöld til að reyna að fylla í tómið sem mér fannst fréttirnar skilja eftir sig. Íslenskt tónlistarlíf verður aldrei samt,“ segir Gauti Þeyr, einnig þekktur sem Emmsjé Gauti, um þá ákvörðun Hatara að taka brátt pokann sinn. „Íslensk dægurmenning var ekki tilbúin fyrir Hatara og ekki að ástæðulausu. Fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og menningarrýnir. „Með fæðingu og dauða Hatara var sleginn tónn sem mun óma undir dulvitund íslensks tónlistarlífs um ókomna tíð. Megi þessi dagur rata á spjöld sögunnar sem sá allra versti hingað til,“ segir Andrea Sigríður Jónsdóttir útvarpskona í tilefni fréttanna. Undir tilkynninguna skrifar stjórn Svikamyllu ehf. og tekið er fram að nánari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira