Ættarmót ársins – ICE HOT 2018 Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 20. desember 2018 09:30 Fjöldi áhugaverðra danssýninga var á hátíðinni, þar á meðal sýning hinnar sænsku Gunillu Heilborn, The Wonderful and the Ordinary. mynd/johannes Gellner ICE HOT Nordic Dance Platform er dansmessa sem haldin hefur verið annað hvert ár á miðri aðventunni frá árinu 2010 til skiptis í stóru norrænu borgunum. Markmið þessa viðburðar er að kynna norrænan samtímadans fyrir alþjóðlegum gestum og stækka á þann hátt atvinnusvæði norrænna danslistamanna og bera hróður norræns dans sem víðast. Dagskráin er fjölbreytileg. Hún býður bæði danssýningar reyndra og lítt þekktra listamanna, málstofur þar sem málefni listgreinarinnar eru krufin, stuttar kynningar á dansverkum og ekki síst tíma og rými fyrir óformlegar samræður og samveru. Gestir hátíðarinnar eru listamenn, dansrýnendur, listrænir stjórnendur danshátíða, leikhúsa og hverra þeirra stofnana og félagasamtaka er vinna að vegferð samtímadansins sem og annað áhugafólk um samtímadans.Um 500 erlendir gestir ICE HOT 2018 sem haldið var í Reykjavík dagana 12.-16. desember er stærsti dansviðburður sem haldinn hefur verið hér á landi. Alls voru um 500 erlendir gestir frá rúmlega 40 löndum mættir á svæðið til að njóta þess sem í boði var auk þess sem þátttakendur íslensku danslistasenunnar létu sig ekki vanta. Hægt var að sjá 20 dansverk í heild sinni, kynningar á 19 verkum til viðbótar og 17 mismunandi málstofur. Öll leikhús höfuðborgarsvæðisins, Tjarnarbíó, Gaflaraleikhúsið, Iðnó, Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið, tóku þátt í ævintýrinu en að auki var dagskrá í Bíó Paradís, Hafnarhúsinu, Norræna húsinu, Dansverkstæðinu, Dansgarðinum og Tónskóla Reykjavíkur við Lindargötu. Ægisíðan varð einnig vettvangur fyrir dansverk þar sem maður og náttúra mættust á fallegan hátt. Það má segja að allir hafi lagst á eitt til að gera þennan viðburð mögulegan og það var áhugaverð sjón að sjá allt að fjórar rútur í lest fullar af dansáhugafólki ferðast á milli borgarhluta. Skipulag hátíðarinnar gekk að langmestu leyti vel. Það þurfti þó að fella niður eina sýningu, Oneiron eftir Raekallio Corp, vegna tæknilegra örðugleika.Gróska í samtímadansi Dagskrá ICE HOT 2018 bar glöggt merki þess hvað mikil gróska er í samtímadansi á Norðurlöndunum. Ekkert viðfangsefni er danslistamönnunum óviðkomandi, sköpunaraðferðir eru óteljandi og framsetning fjölbreytt. Sonya Lindforce, einn af þremur hörundsdökkum atvinnudönsurum í Finnlandi, hefur í seríu þriggja verka kannað hvernig það er að vera svartur dansari í hvítu umhverfi og skoðað hvernig hægt er að flytja hugmyndafræðilega miðju. Sofia Södergård skoðar og ögrar staðalímyndum og kynjahlutverkum í gegnum hliðarsjálf sitt, drag-konunginn Karl. Margrét Sara Guðjónsdóttir hefur í rúman áratug þróað tækni sem miðar að því að nálgast líkamsminni, sem alla jafna er ósýnilegt og óaðgengilegt, með aðferðum eins og „miofacial release“ heilunaraðferðinni og hennar persónulegu nálgun að „somatic practice“. Sviðslistahópurinn Recoil notar kóreógraferaða innsetningu til að beina sjónum áhorfenda að plastmengun og þeim möguleika að ein ormategund geti hugsanlega bjargað okkur frá þeim gríðarlega skaða sem hún hefur á náttúruna, svo fátt eitt sé nefnt. Dagskráin var í heild áhugaverð og kynningarnar spennandi. Það var ekki síst skemmtilegt að fá að sjá hvað íslensku danslistamennirnir Bára Sigfúsdóttir og Margrét Sara Guðjónsdóttir, sem starfað hafa í rúman áratug á meginlandinu, hafa verið að vinna að.Mikilvæg samræða Samstarf út fyrir landið er mikilvægur þáttur í starfi íslenskra danslistamanna vegna þess að sýningartækifærin hér heima eru fá. ICE HOT var því kjörinn vettvangur fyrir danslistamennina til að kynna sig fyrir stjórnendum dansfestivala og leikhúsa erlendis, kalla eftir listrænum og fjárhagslegum samstarfsaðilum og taka þátt í samræðu við aðra danslistamenn. Hið opna rými til tengsla og umræðu var ekki minna mikilvægt en formleg dagskrá hátíðarinnar. Fyrir marga þátttakendur var veran á ICE HOT eins og að mæta á gott ættarmót þar sem gömul kynni eru rifjuð upp og ný tengsl mynduð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
ICE HOT Nordic Dance Platform er dansmessa sem haldin hefur verið annað hvert ár á miðri aðventunni frá árinu 2010 til skiptis í stóru norrænu borgunum. Markmið þessa viðburðar er að kynna norrænan samtímadans fyrir alþjóðlegum gestum og stækka á þann hátt atvinnusvæði norrænna danslistamanna og bera hróður norræns dans sem víðast. Dagskráin er fjölbreytileg. Hún býður bæði danssýningar reyndra og lítt þekktra listamanna, málstofur þar sem málefni listgreinarinnar eru krufin, stuttar kynningar á dansverkum og ekki síst tíma og rými fyrir óformlegar samræður og samveru. Gestir hátíðarinnar eru listamenn, dansrýnendur, listrænir stjórnendur danshátíða, leikhúsa og hverra þeirra stofnana og félagasamtaka er vinna að vegferð samtímadansins sem og annað áhugafólk um samtímadans.Um 500 erlendir gestir ICE HOT 2018 sem haldið var í Reykjavík dagana 12.-16. desember er stærsti dansviðburður sem haldinn hefur verið hér á landi. Alls voru um 500 erlendir gestir frá rúmlega 40 löndum mættir á svæðið til að njóta þess sem í boði var auk þess sem þátttakendur íslensku danslistasenunnar létu sig ekki vanta. Hægt var að sjá 20 dansverk í heild sinni, kynningar á 19 verkum til viðbótar og 17 mismunandi málstofur. Öll leikhús höfuðborgarsvæðisins, Tjarnarbíó, Gaflaraleikhúsið, Iðnó, Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið, tóku þátt í ævintýrinu en að auki var dagskrá í Bíó Paradís, Hafnarhúsinu, Norræna húsinu, Dansverkstæðinu, Dansgarðinum og Tónskóla Reykjavíkur við Lindargötu. Ægisíðan varð einnig vettvangur fyrir dansverk þar sem maður og náttúra mættust á fallegan hátt. Það má segja að allir hafi lagst á eitt til að gera þennan viðburð mögulegan og það var áhugaverð sjón að sjá allt að fjórar rútur í lest fullar af dansáhugafólki ferðast á milli borgarhluta. Skipulag hátíðarinnar gekk að langmestu leyti vel. Það þurfti þó að fella niður eina sýningu, Oneiron eftir Raekallio Corp, vegna tæknilegra örðugleika.Gróska í samtímadansi Dagskrá ICE HOT 2018 bar glöggt merki þess hvað mikil gróska er í samtímadansi á Norðurlöndunum. Ekkert viðfangsefni er danslistamönnunum óviðkomandi, sköpunaraðferðir eru óteljandi og framsetning fjölbreytt. Sonya Lindforce, einn af þremur hörundsdökkum atvinnudönsurum í Finnlandi, hefur í seríu þriggja verka kannað hvernig það er að vera svartur dansari í hvítu umhverfi og skoðað hvernig hægt er að flytja hugmyndafræðilega miðju. Sofia Södergård skoðar og ögrar staðalímyndum og kynjahlutverkum í gegnum hliðarsjálf sitt, drag-konunginn Karl. Margrét Sara Guðjónsdóttir hefur í rúman áratug þróað tækni sem miðar að því að nálgast líkamsminni, sem alla jafna er ósýnilegt og óaðgengilegt, með aðferðum eins og „miofacial release“ heilunaraðferðinni og hennar persónulegu nálgun að „somatic practice“. Sviðslistahópurinn Recoil notar kóreógraferaða innsetningu til að beina sjónum áhorfenda að plastmengun og þeim möguleika að ein ormategund geti hugsanlega bjargað okkur frá þeim gríðarlega skaða sem hún hefur á náttúruna, svo fátt eitt sé nefnt. Dagskráin var í heild áhugaverð og kynningarnar spennandi. Það var ekki síst skemmtilegt að fá að sjá hvað íslensku danslistamennirnir Bára Sigfúsdóttir og Margrét Sara Guðjónsdóttir, sem starfað hafa í rúman áratug á meginlandinu, hafa verið að vinna að.Mikilvæg samræða Samstarf út fyrir landið er mikilvægur þáttur í starfi íslenskra danslistamanna vegna þess að sýningartækifærin hér heima eru fá. ICE HOT var því kjörinn vettvangur fyrir danslistamennina til að kynna sig fyrir stjórnendum dansfestivala og leikhúsa erlendis, kalla eftir listrænum og fjárhagslegum samstarfsaðilum og taka þátt í samræðu við aðra danslistamenn. Hið opna rými til tengsla og umræðu var ekki minna mikilvægt en formleg dagskrá hátíðarinnar. Fyrir marga þátttakendur var veran á ICE HOT eins og að mæta á gott ættarmót þar sem gömul kynni eru rifjuð upp og ný tengsl mynduð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira