Innlent

Fjúkandi þakplötur í Vestmannaeyjum og fleiri björgunarhópar á Holtavörðuheiði

Sylvía Hall skrifar
Björgunarsveitir eru að störfum víða um land.
Björgunarsveitir eru að störfum víða um land. Félagar Björgunarfélagsins Blöndu
Nóg er að gera hjá björgunarsveitum landsins á síðasta degi ársins. Ákveðið var að bæta við hópum til aðstoðar á Holtavörðuheiði og eru nú þrír hópar að koma þeim ferðalöngum þar til aðstoðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Alls eru nú um 60 félagar frá um sextán björgunarsveitum að störfum víða um land.

Vitað er um níu manns á heiðinni á tveimur bílum en eitt verkefna björgunarmanna er að kanna hvort þar séu fleiri líkt og fram kom í fyrri frétt. Björgunarmenn eru búnir að losa bílana tvo og eru að leggja af stað norður heiðina með bíla og ferðalanga.

Fleiri björgunarsveitir eru að störfum sem stendur. Björgunarsveitin Kofri í Súðavík fór áðan til að aðstoða ökumann sem hafði fast sig á veginum í Súðavíkurhlíð. Búið er að kalla Björgunarfélag Vestmannaeyja en þar er ansi hvasst og þakplötur farnar að fjúka.

Súlur, björgunarsveitin á Akureyri svo og Kyndill Kirkjubæjarklaustri eru lagðar af stað til að aðstoða við lokanir á vegum vegna færðar. Þá var Björgunarsveitin á Dalvík var kölluð út vegna óveðurs þar í bænum nú fyrir skömmu en gul viðvörun er á svæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×