Sjö manns í vandræðum á Holtavörðuheiði Sylvía Hall skrifar 31. desember 2018 10:10 Gul viðvörun er á svæðinu en lokanir virðast hafa farið fram hjá fólkinu. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú á leið upp á Holtavörðuheiði þar sem sjö manns eru í vandræðum, þar af fjögur börn. Lokanir á heiðinni virðast hafa farið fram hjá ferðalöngunum en þar er stórhríð og ófært. Björgunarsveitarfólkið mun koma fólkinu af heiðinni og kanna hvort aðrir séu á ferð á svæðinu. Gul viðvörun er á svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hríðarveður fram undir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þónokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum í kringum hátíðarnar. Alvarlegt slys varð á tveimur göngukonum í Eyjafirði í gær sem og banaslys á Suðurlandi síðastliðinn fimmtudag. Þá var björgunarsveitin Grettir á Hofsósi var kölluð út í gær til að liðsinna bændum en rolluhópur var í sjálfheldu í fjalli á svæðinu. Nýttu björgunarmenn meðal annars dróna með flautu til að reka féð á öruggari stað og náðu því þaðan. Björgunarfélagið Blanda var kallað út í fyrradag til að sækja ferðalanga sem höfðu fest bíl sinn sunnan Hveravalla á Kjalvegi en sá vegur er merktur ófær. Komu ferðalangarnir frá Gullfossi og áttuðu sig ekki á aðstæðum á hálendinu. Björgunarsveitin Dýri fór á jóladag til aðstoðar ferðalangi sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Hrafnseyrarheiði í glerhálku. Var sá feginn aðstoðinni enda óskemmtileg reynsla að missa bifreið út af á heiðarvegum að vetralagi. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi var kölluð út á þriðja í jólum vegna umferðarslyss. Fólksbíll og sendiferðarbíll rákust saman en þar fór betur en á horfðist í fyrstu. Síðast en kannski ekki síst má segja frá aðstoðarbeiðni sem Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði eystra fékk á aðfangadag en rauðklæddir og skeggjaðir jólasveinar þurftu aðstoð til að komast á milli húsa á svæðinu. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú á leið upp á Holtavörðuheiði þar sem sjö manns eru í vandræðum, þar af fjögur börn. Lokanir á heiðinni virðast hafa farið fram hjá ferðalöngunum en þar er stórhríð og ófært. Björgunarsveitarfólkið mun koma fólkinu af heiðinni og kanna hvort aðrir séu á ferð á svæðinu. Gul viðvörun er á svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hríðarveður fram undir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þónokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum í kringum hátíðarnar. Alvarlegt slys varð á tveimur göngukonum í Eyjafirði í gær sem og banaslys á Suðurlandi síðastliðinn fimmtudag. Þá var björgunarsveitin Grettir á Hofsósi var kölluð út í gær til að liðsinna bændum en rolluhópur var í sjálfheldu í fjalli á svæðinu. Nýttu björgunarmenn meðal annars dróna með flautu til að reka féð á öruggari stað og náðu því þaðan. Björgunarfélagið Blanda var kallað út í fyrradag til að sækja ferðalanga sem höfðu fest bíl sinn sunnan Hveravalla á Kjalvegi en sá vegur er merktur ófær. Komu ferðalangarnir frá Gullfossi og áttuðu sig ekki á aðstæðum á hálendinu. Björgunarsveitin Dýri fór á jóladag til aðstoðar ferðalangi sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Hrafnseyrarheiði í glerhálku. Var sá feginn aðstoðinni enda óskemmtileg reynsla að missa bifreið út af á heiðarvegum að vetralagi. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi var kölluð út á þriðja í jólum vegna umferðarslyss. Fólksbíll og sendiferðarbíll rákust saman en þar fór betur en á horfðist í fyrstu. Síðast en kannski ekki síst má segja frá aðstoðarbeiðni sem Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði eystra fékk á aðfangadag en rauðklæddir og skeggjaðir jólasveinar þurftu aðstoð til að komast á milli húsa á svæðinu.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira