Bára Halldórsdóttir maður ársins: „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott“ Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason skrifa 31. desember 2018 11:30 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Kristófer Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti er maður ársins 2018 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Bára öðlaðist landsfrægð þegar hún steig fram og upplýsti að hún hefði tekið upp samtal þingmanna á Klaustur bar. Bára kom upptöku af samtalinu í hendur fjölmiðla sem fluttu fréttir af því. Samtalið gekk fram af fólki en konur, hinsegin fólk og kollegar á Alþingi fengu holskeflu svívirðinga yfir sig. Tveir þingmenn Miðflokksins stigu tímabundið til hliðar í kjölfar þess og tveimur þingmönnum Flokks fólksins var vikið úr flokknum. Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa dregið Báru, sem er fötluð hinsegin kona, fyrir dómstóla vegna upptökunnar og er málið til meðferðar hjá Landsrétti.Sjá einnig: Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Tæplega sjö þúsund tilnefningar bárust og kusu lesendur svo á milli tíu einstaklinga. Kosningin var afar spennandi en Bára hlaut um 3800 atkvæði eða 21% af þeim rúmlega 18.500 atkvæðum sem greidd voru. Næst á eftir Báru komu Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn með 19% atkvæða og Bára Tómasdóttir, sem stóð fyrir herferðinni Ég á bara eitt líf, með 14% atkvæða.Þeir sem voru einnig tilnefndir: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Benedikt Erlingsson, leikstjóri Kona fer í stríð, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningamálaráðherra, Einar Hansberg Árnason, sem reri 500 kílómetra innan 50 klukkustunda til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur, Elísabet Margeirsdóttir, langhlaupakona, og Guðrún Björt Yngvadóttir.Fréttastofa Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis velur sömuleiðis mann ársins en tilkynnt verður hver hreppir hnossið í Kryddsíldinni í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 14. Bára mætti í Reykjavík Árdegis klukkan hálf tólf í dag og tók við viðurkenningunni. Þar sagðist henni finnast hún hafa gert eitthvað gott og sagðist ekki hafa orðið fyrir áreiti vegna upptökunnar. Þess í stað hefðu viðbrögðin verið jákvæð í nánast alla staði. „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott og greinilega einhverjum öðrum líka,“ sagði Bára. Hún sagði fólk hafa stoppað hana út á götu og þakkað henni fyrir. Sagði hún frá því að hún hefði átt erfitt með að komast í gegnum IKEA vegna fólks sem stoppaði hana og færði henni jákvæð skilaboð. Það hefði verið alveg yndislegt. Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45 Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Bára Halldórsdóttir fötlunaraktívisti er maður ársins 2018 að mati hlustenda Bylgjunnar og lesenda Vísis. Bára öðlaðist landsfrægð þegar hún steig fram og upplýsti að hún hefði tekið upp samtal þingmanna á Klaustur bar. Bára kom upptöku af samtalinu í hendur fjölmiðla sem fluttu fréttir af því. Samtalið gekk fram af fólki en konur, hinsegin fólk og kollegar á Alþingi fengu holskeflu svívirðinga yfir sig. Tveir þingmenn Miðflokksins stigu tímabundið til hliðar í kjölfar þess og tveimur þingmönnum Flokks fólksins var vikið úr flokknum. Fjórir þingmenn Miðflokksins hafa dregið Báru, sem er fötluð hinsegin kona, fyrir dómstóla vegna upptökunnar og er málið til meðferðar hjá Landsrétti.Sjá einnig: Óttast ekki lögsókn enda staurblankur öryrki Tæplega sjö þúsund tilnefningar bárust og kusu lesendur svo á milli tíu einstaklinga. Kosningin var afar spennandi en Bára hlaut um 3800 atkvæði eða 21% af þeim rúmlega 18.500 atkvæðum sem greidd voru. Næst á eftir Báru komu Guðmundur Fylkisson lögregluþjónn með 19% atkvæða og Bára Tómasdóttir, sem stóð fyrir herferðinni Ég á bara eitt líf, með 14% atkvæða.Þeir sem voru einnig tilnefndir: Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Benedikt Erlingsson, leikstjóri Kona fer í stríð, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningamálaráðherra, Einar Hansberg Árnason, sem reri 500 kílómetra innan 50 klukkustunda til styrktar Kristínu Sif Björgvinsdóttur, Elísabet Margeirsdóttir, langhlaupakona, og Guðrún Björt Yngvadóttir.Fréttastofa Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis velur sömuleiðis mann ársins en tilkynnt verður hver hreppir hnossið í Kryddsíldinni í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 14. Bára mætti í Reykjavík Árdegis klukkan hálf tólf í dag og tók við viðurkenningunni. Þar sagðist henni finnast hún hafa gert eitthvað gott og sagðist ekki hafa orðið fyrir áreiti vegna upptökunnar. Þess í stað hefðu viðbrögðin verið jákvæð í nánast alla staði. „Mér finnst ég vera að gera eitthvað gott og greinilega einhverjum öðrum líka,“ sagði Bára. Hún sagði fólk hafa stoppað hana út á götu og þakkað henni fyrir. Sagði hún frá því að hún hefði átt erfitt með að komast í gegnum IKEA vegna fólks sem stoppaði hana og færði henni jákvæð skilaboð. Það hefði verið alveg yndislegt.
Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45 Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2018 Vísir og Bylgjan standa fyrir vali á Manni ársins 2018 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. 19. desember 2018 14:45
Grímur Grímsson maður ársins: „Langar miklu meira að vera andlitslaus þegar ég fer í ræktina“ Vísir og Bylgjan stóðu fyrir vali á Manni ársins 2017 og gátu lesendur Vísis og hlustendur Bylgjunnar tekið þátt í að velja þann sem þeim þótti eiga nafnbótina skilið. 31. desember 2017 11:45