Vilja sækja hershöfðingja Mjanmar til saka fyrir þjóðarmorð Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 18:48 Hundruð þúsunda Rohingja halda til í flóttamannabúðum í Bangladess. Vísir/AP Nauðsynlegt er að sækja æðstu leiðtoga hers Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, til saka fyrir þjóðarmorð gegn Rohingjamúslimum og glæpi gegn mannkyninu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar.Minnst 700 þúsund Rohingjar hafa flúið Mjanmar á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt BBC.Í skýrslunni eru sex háttsettir hershöfðingjar nafngreindir og rök færð fyrir því að sækja eigi þá til saka. Þá er Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlaunaNóbels, harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi sitt, þó stjórnvöld landsins hafi í raun enga stjórn yfir her Mjanmar. Rannsakendur Mannréttindaráðsins tóku hundruð viðtala við gerð skýrslunnar og segja þeir að ódæði hersins vera fjölmörg. Fjölmörgum konum hafi verið nauðgað. Margir hafi verið pyntir, myrtir og settir í þrælkun. Ráðist hafi verið á börn og heilu þorpin hafi verið brennd til grunna. Þar að auki byggði skýrslan á opnum gögnum eins og myndum og myndböndum auk gervihnattarmynda. Rannsakendurnir fengu ekki aðgang að Mjanmar og þá sérstaklega Rakhine-héraði, þar sem Rohingjar bjuggu. Ríkisstjórn Mjanmar hefur ávalt haldið því fram að aðgerðir hersins hefðu beinst gegn vígamönnum en ekki Rohingjum í heild. Herinn komst til dæmis að þeirri niðurstöðu í „innri rannsókn“ að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið.Sú innri rannsókn hefur verið harðlega gagnrýnd og sagt ekkert nema hvítþvottur. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Mjanmar um þjóðernishreinsanir.Yfirvöld Mjanmar hafna niðurstöðum skýrslunnar alfarið. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því fram við BBC að skýrslan væri byggð á einhliða frásögnum Rohingja. Til stendur að gefa út ítarlegri skýrslu í næsta mánuði. Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. 27. júní 2018 10:15 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Sjá meira
Nauðsynlegt er að sækja æðstu leiðtoga hers Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, til saka fyrir þjóðarmorð gegn Rohingjamúslimum og glæpi gegn mannkyninu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er hvattur til að taka málið til skoðunar.Minnst 700 þúsund Rohingjar hafa flúið Mjanmar á undanförnum tólf mánuðum, samkvæmt BBC.Í skýrslunni eru sex háttsettir hershöfðingjar nafngreindir og rök færð fyrir því að sækja eigi þá til saka. Þá er Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlaunaNóbels, harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi sitt, þó stjórnvöld landsins hafi í raun enga stjórn yfir her Mjanmar. Rannsakendur Mannréttindaráðsins tóku hundruð viðtala við gerð skýrslunnar og segja þeir að ódæði hersins vera fjölmörg. Fjölmörgum konum hafi verið nauðgað. Margir hafi verið pyntir, myrtir og settir í þrælkun. Ráðist hafi verið á börn og heilu þorpin hafi verið brennd til grunna. Þar að auki byggði skýrslan á opnum gögnum eins og myndum og myndböndum auk gervihnattarmynda. Rannsakendurnir fengu ekki aðgang að Mjanmar og þá sérstaklega Rakhine-héraði, þar sem Rohingjar bjuggu. Ríkisstjórn Mjanmar hefur ávalt haldið því fram að aðgerðir hersins hefðu beinst gegn vígamönnum en ekki Rohingjum í heild. Herinn komst til dæmis að þeirri niðurstöðu í „innri rannsókn“ að engir rohingjamúslimar hafi verið myrtir af hernum, engin þorp hafi verið brennd, engum hafi verið nauðgað og engu hafi verið stolið.Sú innri rannsókn hefur verið harðlega gagnrýnd og sagt ekkert nema hvítþvottur. Bandaríkin hafa sakað yfirvöld Mjanmar um þjóðernishreinsanir.Yfirvöld Mjanmar hafna niðurstöðum skýrslunnar alfarið. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því fram við BBC að skýrslan væri byggð á einhliða frásögnum Rohingja. Til stendur að gefa út ítarlegri skýrslu í næsta mánuði.
Bangladess Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25 Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. 27. júní 2018 10:15 Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28 Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00 Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Sjá meira
Róhingjar geti ekki snúið aftur til heimkynna sinna Ursula Mueller, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði mannúðarmála, segir stjórnvöld í Mjanmar ekki reiðubúin til að taka á móti flóttafólki úr þjóðflokki Róhingja. 8. apríl 2018 16:25
Segja foringja í her Myanmar seka um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að sækja eigi foringja í her Myanmar til saka fyrir glæpi gegn mannkyninu. 27. júní 2018 10:15
Búrmískir hermenn dæmdir í fangelsi fyrir morð á róhingjum Stutt er síðan stjórnarher Búrma viðurkenndi fyrst að hermenn hans hefðu tekið þátt í morðum á þjóðernisminnihlutanum. 11. apríl 2018 11:28
Þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Mjanmar sagðar halda áfram Undanfarið hálft ár hafa Róhingjar verið beittir ofbeldi í Rakhine-héraði Mjanmar og hefur mannréttindastjóri SÞ meðal annars notað hugtökin þjóðernishreinsanir og þjóðarmorð um aðgerðir hersins. 7. mars 2018 06:00
Ár síðan átök brutust út í Rakhine-héraði í Mjanmar: „Aðstæður eru skelfilegar“ Yfir 700 þúsund Róhingjar hafa lagt á flótta til Bangladess og lifa við erfiðar aðstæður. Íslensk kona sem starfaði í flóttamannabúðum skammt frá landamærunum segir aðstæður skelfilegar og óttast að þær muni versna nú þegar rigningatímabilið er gengið í garð. 25. ágúst 2018 19:45