Vona að Samtök atvinnulífsins sýni á spilin á næsta fundi hjá sáttasemjara Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 20:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Baldur Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við „blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefndir SA, Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness komu saman til fundar hjá ríkissáttsemjara í morgun og næsti fundur hefur verið boðaður á sama tíma að viku liðinni. Samningaðilar kynntu kröfugerðir sínar í dag en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi lítið gefa upp um það hvaða svigrúm atvinnurekendur telji sig hafa til launahækkana. „Við sjáum ákveðna möguleika til kerfisbreytinga á íslenskum vinnumarkaði, að við færum íslenskan vinnumarkað nær þessum norræna vinnumarkaði. Það er að segja að við hækkum dagvinnulaunin reynum að draga úr þessum yfirvinnukúltúr sem er landlægur á Íslandi,“ segir Halldór. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/BaldurSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkalýðsfélögin muni ekki slá af kröfum sínum. „Það var engin eiginleg niðurstaða nema sú að á næsta fundi sem að verður eftir viku, muni Samtök atvinnulífsins, ef ég skil rétt, loksins sýna okkur fram á hvað þau telja til skiptanna,“ segir Sólveig Anna. „Við lítum svo á að það sé bara mikill bráðavandi sem að steðji að verka- og láglaunafólki.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að aðkoma stjórnvalda þurfi einnig að vera umtalsverð, jafnvel þótt samningar náist við SA. „Við erum þar að horfa til til dæmis fólks sem er á hinum blóðuga vígvelli leigumarkaðar þar sem að leiguverð hefur hækkað um tæp 100% frá árinu 2011, langt umfram launahækkanir. Við þurfum að finna einhvern flöt á því. Við þurfum að finna einhvern flöt á þeim okurvöxtum sem eru í gildi á íslenskum vinnumarkaði, við þurfum líka að finna flöt á því að afnema hér verðtryggingu sem að þekkist hvergi á byggðu bóli." Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vill ekki spá í spilin um það hvort samningar séu í sjónmáli. „Á meðan að fólk er að tala saman þá er ég ánægð,“ segir Bryndís. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Baldur Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Bráðavandi blasir við láglaunafólki að sögn formanns Eflingar og formaður Verkalýðsfélags Akraness segir stjórnvöld þurfa að stemma stigu við „blóðugum vígvelli“ leigumarkaðarins. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins vill stuðla að kerfisbreytingu á íslenskum vinnumarkaði. Samninganefndir SA, Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness komu saman til fundar hjá ríkissáttsemjara í morgun og næsti fundur hefur verið boðaður á sama tíma að viku liðinni. Samningaðilar kynntu kröfugerðir sínar í dag en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi lítið gefa upp um það hvaða svigrúm atvinnurekendur telji sig hafa til launahækkana. „Við sjáum ákveðna möguleika til kerfisbreytinga á íslenskum vinnumarkaði, að við færum íslenskan vinnumarkað nær þessum norræna vinnumarkaði. Það er að segja að við hækkum dagvinnulaunin reynum að draga úr þessum yfirvinnukúltúr sem er landlægur á Íslandi,“ segir Halldór. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.Vísir/BaldurSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkalýðsfélögin muni ekki slá af kröfum sínum. „Það var engin eiginleg niðurstaða nema sú að á næsta fundi sem að verður eftir viku, muni Samtök atvinnulífsins, ef ég skil rétt, loksins sýna okkur fram á hvað þau telja til skiptanna,“ segir Sólveig Anna. „Við lítum svo á að það sé bara mikill bráðavandi sem að steðji að verka- og láglaunafólki.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að aðkoma stjórnvalda þurfi einnig að vera umtalsverð, jafnvel þótt samningar náist við SA. „Við erum þar að horfa til til dæmis fólks sem er á hinum blóðuga vígvelli leigumarkaðar þar sem að leiguverð hefur hækkað um tæp 100% frá árinu 2011, langt umfram launahækkanir. Við þurfum að finna einhvern flöt á því. Við þurfum að finna einhvern flöt á þeim okurvöxtum sem eru í gildi á íslenskum vinnumarkaði, við þurfum líka að finna flöt á því að afnema hér verðtryggingu sem að þekkist hvergi á byggðu bóli." Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari vill ekki spá í spilin um það hvort samningar séu í sjónmáli. „Á meðan að fólk er að tala saman þá er ég ánægð,“ segir Bryndís. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.Vísir/Baldur
Kjaramál Tengdar fréttir Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25 Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Býst við því versta en vonar það besta Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. 9. janúar 2019 14:25
Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9. janúar 2019 14:03