R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2019 18:45 Frá Reykhólasveitarvegi um Barmahlíð. Vaðalfjöll í baksýn og Berufjörður til hægri. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og telst því ólögleg, og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að R-leiðin teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. Fulltrúar Vegagerðarinnar kynntu þessa niðurstöðu á íbúafundi sem hófst á Reykhólum nú síðdegis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Frá Reykhólum. Íbúafundur Vegagerðarinnar hófst síðdegis í Reykhólaskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Deilur um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit hafa staðið yfir linnulítið í fimmtán ár. Nú síðdegis hófst íbúafundur á Reykhólum þar sem ráðamenn Vegagerðarinnar rökstyðja þá niðurstöðu sína að ÞH-leið um Teigsskóg sé best. Þar er húsfyllir, samkvæmt frétt Bæjarins besta.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Reykhólahrepps hafa frá því í vor undirbúið aðra leið, svokallaða R-leið, þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Sú leið stenst ekki ákvæði vegalaga, að mati Vegagerðarinnar. „Hún fellur á því sem við köllum umferðaröryggismat og er þar af leiðandi ekki leið sem við getum lagt til og er þar af leiðandi ekki fær gagnvart lögum í því formi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ástæðan er vegarkaflinn milli Reykhóla og Bjarkalundar en Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar, nema með töluverðum endurbótum, sem kosti mikla fjármuni. „Þá er náttúrlega bara niðurstaðan sú að það er verulegur kostnaðarauki að fara þessa leið og þar kannski stendur hnífurinn að einhverju leyti í kúnni.“ Vegagerðin segir að Reykhólasveitarvegur sé mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þurfi hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bergþóra segir að samkvæmt frumdrögum að kostnaðarmati muni fjórum milljörðum króna á leiðunum tveimur. Vegagerðin áætlar að Teigsskógarleið kosti 7,3 milljarða króna en Reykhólaleið sem standist öryggiskröfur kosti 11,2 milljarða króna, eða 53 prósent meira en Teigsskógarleiðin, sem er þegar fullfjármögnuð.Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust.Grafík/Vegagerðin.En gæti R-leiðin þá rúmast innan samgönguáætlunar á næstu árum? „Það er góð spurning. Ég get bara ekkert svarað því. Það eru ekki fjárheimildir sem Vegagerðin hefur, eins og staðan er í dag,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og telst því ólögleg, og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að R-leiðin teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. Fulltrúar Vegagerðarinnar kynntu þessa niðurstöðu á íbúafundi sem hófst á Reykhólum nú síðdegis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Frá Reykhólum. Íbúafundur Vegagerðarinnar hófst síðdegis í Reykhólaskóla.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Deilur um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit hafa staðið yfir linnulítið í fimmtán ár. Nú síðdegis hófst íbúafundur á Reykhólum þar sem ráðamenn Vegagerðarinnar rökstyðja þá niðurstöðu sína að ÞH-leið um Teigsskóg sé best. Þar er húsfyllir, samkvæmt frétt Bæjarins besta.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.Ráðamenn Reykhólahrepps hafa frá því í vor undirbúið aðra leið, svokallaða R-leið, þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Sú leið stenst ekki ákvæði vegalaga, að mati Vegagerðarinnar. „Hún fellur á því sem við köllum umferðaröryggismat og er þar af leiðandi ekki leið sem við getum lagt til og er þar af leiðandi ekki fær gagnvart lögum í því formi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ástæðan er vegarkaflinn milli Reykhóla og Bjarkalundar en Vegagerðin telur hann ekki hæfan til að taka við þeirri umferðaraukningu sem fylgdi því ef hann yrði hluti Vestfjarðavegar, nema með töluverðum endurbótum, sem kosti mikla fjármuni. „Þá er náttúrlega bara niðurstaðan sú að það er verulegur kostnaðarauki að fara þessa leið og þar kannski stendur hnífurinn að einhverju leyti í kúnni.“ Vegagerðin segir að Reykhólasveitarvegur sé mjór, með kröppum beygjum og hæðum, lagfæra þurfi hliðarsvæði og setja upp vegrið til að auka umferðaröryggi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bergþóra segir að samkvæmt frumdrögum að kostnaðarmati muni fjórum milljörðum króna á leiðunum tveimur. Vegagerðin áætlar að Teigsskógarleið kosti 7,3 milljarða króna en Reykhólaleið sem standist öryggiskröfur kosti 11,2 milljarða króna, eða 53 prósent meira en Teigsskógarleiðin, sem er þegar fullfjármögnuð.Brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar, eins og hún er sýnd í skýrslu Vegagerðarinnar frá því í haust.Grafík/Vegagerðin.En gæti R-leiðin þá rúmast innan samgönguáætlunar á næstu árum? „Það er góð spurning. Ég get bara ekkert svarað því. Það eru ekki fjárheimildir sem Vegagerðin hefur, eins og staðan er í dag,“ svarar vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31
Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00
Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15