Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. janúar 2019 20:30 Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. Pólitískur vilji til að selja bankanna kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, lagaheimildin er til staðar og mælt er með sölunni í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Áður en bankarnir verða seldir er álitaefni hvort hrinda þurfi í framkvæmd einhverjum tillögum sem koma fram í hvítbókinni en meðal þess sem er gagnrýnt þar er bankaskatturinn svokallaði sem leggst ofan á skuldir fjármálafyrirtækja. Auk almennra skatta eru lagðir sértækir skattar og gjöld á bankana sem tengjast fjármálastarfsemi sérstaklega. Hér er um að ræða bankaskattinn, almennan fjársýsluskatt af launum, sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði, eftirlitsgjald til Fjármálaeftirlitsins og gjald til Umboðsmanns skuldara. Í fjármálaáætlun 2019–2023 er gert ráð fyrir að bankaskattur lækki í fjórum jöfnum áföngum, úr 0,376% af skuldum í 0,145% á tímabilinu. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir æskilegt að stjórnvöld afnemi bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir. „Það sem við hjá Viðskiptaráði höfum bent á er að það mætti sem fyrsta skref huga að sköttunum. Sérstökum sköttum sem lagðir eru á fjármálafyrirtæki á Íslandi og þar má nefna bankaskattinn. Þarna erum við að auka virði bankanna og létta á neytendum á sama tíma,“ segir Ásta.Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Vísir/fréttir Stöðvar 2Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið segir meðal annars að „þung skattbyrði skerði amkeppnisstöðu íslenskra banka verulega og dragi úr hagnaðarmöguleikum“ og gerir íslenska banka að „síður áhugaverðum kosti í augum erlendra fjárfesta sem eru vanir hóflegra gjaldaumhverfi.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að bankaskatturinn rýri söluverðmæti bankanna og því sé skynsamlegt að afnema hann áður en bankarnir verða seldir. Ef það verður niðurstaðan þarf að víkja frá þeirri stefnu sem kemur fram í fjármálaáætlun sem felst í því að lækka hann í jöfnum áföngum eins og greint er frá hér framar. „Þetta eru skattar sem eru bara hér á Íslandi en ekki almennt á öðrum bönkum. Bankarnir standa mjög illa að vígi í samkeppni bæði við erlenda banka og aðra aðila hér innalands sem eru í útlánastarfsemi eins og til dæmis lífeyrissjóði,“ segir Ásgeir. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. Pólitískur vilji til að selja bankanna kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, lagaheimildin er til staðar og mælt er með sölunni í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Áður en bankarnir verða seldir er álitaefni hvort hrinda þurfi í framkvæmd einhverjum tillögum sem koma fram í hvítbókinni en meðal þess sem er gagnrýnt þar er bankaskatturinn svokallaði sem leggst ofan á skuldir fjármálafyrirtækja. Auk almennra skatta eru lagðir sértækir skattar og gjöld á bankana sem tengjast fjármálastarfsemi sérstaklega. Hér er um að ræða bankaskattinn, almennan fjársýsluskatt af launum, sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði, eftirlitsgjald til Fjármálaeftirlitsins og gjald til Umboðsmanns skuldara. Í fjármálaáætlun 2019–2023 er gert ráð fyrir að bankaskattur lækki í fjórum jöfnum áföngum, úr 0,376% af skuldum í 0,145% á tímabilinu. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, segir æskilegt að stjórnvöld afnemi bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir. „Það sem við hjá Viðskiptaráði höfum bent á er að það mætti sem fyrsta skref huga að sköttunum. Sérstökum sköttum sem lagðir eru á fjármálafyrirtæki á Íslandi og þar má nefna bankaskattinn. Þarna erum við að auka virði bankanna og létta á neytendum á sama tíma,“ segir Ásta.Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.Vísir/fréttir Stöðvar 2Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið segir meðal annars að „þung skattbyrði skerði amkeppnisstöðu íslenskra banka verulega og dragi úr hagnaðarmöguleikum“ og gerir íslenska banka að „síður áhugaverðum kosti í augum erlendra fjárfesta sem eru vanir hóflegra gjaldaumhverfi.“ Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að bankaskatturinn rýri söluverðmæti bankanna og því sé skynsamlegt að afnema hann áður en bankarnir verða seldir. Ef það verður niðurstaðan þarf að víkja frá þeirri stefnu sem kemur fram í fjármálaáætlun sem felst í því að lækka hann í jöfnum áföngum eins og greint er frá hér framar. „Þetta eru skattar sem eru bara hér á Íslandi en ekki almennt á öðrum bönkum. Bankarnir standa mjög illa að vígi í samkeppni bæði við erlenda banka og aðra aðila hér innalands sem eru í útlánastarfsemi eins og til dæmis lífeyrissjóði,“ segir Ásgeir.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30
Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00