Óvenju mikil drulla og ryk í Hvalfjarðargöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. janúar 2019 19:30 Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Að undanförnu hefur Vegagerðin fengið nokkrar tilkynningar um að óvenju mikið ryk og drulla sé í Hvalfjarðargöngum. Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga af Speli í lok september en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ólíklegt að skítinn megi rekja til breytinganna. „Við höfum þrifið oftar núna í haust heldur en var gert og við höfum svona einhvern grun um að það sé aðeins meria af þessu en verið hefur," segir Pétur. Ekki er heldur hægt að fullyrða um það hvort aukin umferð um göngin sé sökudólgurinn. Umferðin hefur aðeins aukist lítillega síðan gjaldtöku var hætt í haust en erfitt að segja til um það að svo stöddu hvort aukningin sé til komin vegna þess að frítt sé að keyra um göngin, eða hvort um venjulegar sveiflur sé að ræða. Ein kenning þykir líklegri en aðrar. „Það eru meiri flutningar á efni. Í einhverjum tilvikum hefur ekki verið breytt yfir bílana. Síðan er tíðarfarið þannig að við teljum líka að á þessum bílum, sem hafa verið fleiri heldur en venjulega, að þá sé meiri drulla á hjólunum og berist þannig inn í göngin, þorni og verði að þessum mikla skít,“ segir Pétur og vísar þar til efnistöku úr tiltekinni námu skammt frá. „Til þess að bregðast við þessu þá höfum við haft samband við hlutaðeigandi og þeir lofa því að það verði breitt yfir farminn alltaf, enda er það lagaskilda. Síðan erum við einfaldlega að skoða það með þeim að það verði farið í það að þvo dekkin á bílumum þegar þeir fara út úr námunni sem þetta snýst um þannig að þessi drulla berist ekki inn í göngin.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Að undanförnu hefur Vegagerðin fengið nokkrar tilkynningar um að óvenju mikið ryk og drulla sé í Hvalfjarðargöngum. Vegagerðin tók við rekstri Hvalfjarðarganga af Speli í lok september en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir ólíklegt að skítinn megi rekja til breytinganna. „Við höfum þrifið oftar núna í haust heldur en var gert og við höfum svona einhvern grun um að það sé aðeins meria af þessu en verið hefur," segir Pétur. Ekki er heldur hægt að fullyrða um það hvort aukin umferð um göngin sé sökudólgurinn. Umferðin hefur aðeins aukist lítillega síðan gjaldtöku var hætt í haust en erfitt að segja til um það að svo stöddu hvort aukningin sé til komin vegna þess að frítt sé að keyra um göngin, eða hvort um venjulegar sveiflur sé að ræða. Ein kenning þykir líklegri en aðrar. „Það eru meiri flutningar á efni. Í einhverjum tilvikum hefur ekki verið breytt yfir bílana. Síðan er tíðarfarið þannig að við teljum líka að á þessum bílum, sem hafa verið fleiri heldur en venjulega, að þá sé meiri drulla á hjólunum og berist þannig inn í göngin, þorni og verði að þessum mikla skít,“ segir Pétur og vísar þar til efnistöku úr tiltekinni námu skammt frá. „Til þess að bregðast við þessu þá höfum við haft samband við hlutaðeigandi og þeir lofa því að það verði breitt yfir farminn alltaf, enda er það lagaskilda. Síðan erum við einfaldlega að skoða það með þeim að það verði farið í það að þvo dekkin á bílumum þegar þeir fara út úr námunni sem þetta snýst um þannig að þessi drulla berist ekki inn í göngin.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira