Tvö gömul tré fá að standa eftir í nýjum miðbæ á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. janúar 2019 20:15 Tvö reyniviðatré vekja athygli bæjarbúa á Selfossi þessa dagana því þau standa ein og sér þar sem nýr miðbær mun byggjast upp. Framkvæmdir við nýja miðbæinn ganga vel en búið er að grafa stóra og djúpa holu þar sem mjólkursafn og aðrar byggingar munu rísa. Jarðvegsframkvæmdir í nýja miðbænum ganga vel en það er ansi langt á fast og því hefur risa hola myndast á svæðinu sem á eftir að fylla upp í. Tvö tré standa þó eftir í holunni sem eiga að vera hluti af nýja miðbænum til minningar um það sem áður var. Sigtún Þróunarfélag er að byggja nýja miðbæinn. „Þetta voru tré, annars vegar alpareynir og reyniviður sem voru í bakgarðinum á Ingólfi, frægu húsi sem stóð hér við brúarsporðinn. Líklega hefur trjánum verið plantað í kringum 1930. Þau standa á skemmtilegum stað gagnvart verkefninu, standa á miðju torginu við mjólkurbúið. Það var upplagt að vernda þessi tré og hafa þau sem hluta af nýrri heild í miðbænum,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags Vísir/Magnús HlynurEn stóð alltaf til að trén fengju að vera eða áttu þau að fara ?„Verktakarnir voru ánægðir og tilbúnir að gera þetta með okkur, auðvitað verða trén fyrir á meðan á framkvæmdum stendur en þeir voru tilbúnir að hliðra til. Það er mjög gaman að hafa þetta tækifæri því það er algengt þegar maður er í svona verkefnum að maður neyðist til þess að taka muni, hluti eða tré í þessu tilfelli, sem væri skemmtilegra ef þeir fengju að halda sér á sínum stað og það er því frábært að geta gert það hér,“ bætir Leó við. Leó segist heyra það víða að bæjarbúar á Selfossi séu mjög ánægðir með að trén skulu fá að halda sér. Árborg Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tvö reyniviðatré vekja athygli bæjarbúa á Selfossi þessa dagana því þau standa ein og sér þar sem nýr miðbær mun byggjast upp. Framkvæmdir við nýja miðbæinn ganga vel en búið er að grafa stóra og djúpa holu þar sem mjólkursafn og aðrar byggingar munu rísa. Jarðvegsframkvæmdir í nýja miðbænum ganga vel en það er ansi langt á fast og því hefur risa hola myndast á svæðinu sem á eftir að fylla upp í. Tvö tré standa þó eftir í holunni sem eiga að vera hluti af nýja miðbænum til minningar um það sem áður var. Sigtún Þróunarfélag er að byggja nýja miðbæinn. „Þetta voru tré, annars vegar alpareynir og reyniviður sem voru í bakgarðinum á Ingólfi, frægu húsi sem stóð hér við brúarsporðinn. Líklega hefur trjánum verið plantað í kringum 1930. Þau standa á skemmtilegum stað gagnvart verkefninu, standa á miðju torginu við mjólkurbúið. Það var upplagt að vernda þessi tré og hafa þau sem hluta af nýrri heild í miðbænum,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags Vísir/Magnús HlynurEn stóð alltaf til að trén fengju að vera eða áttu þau að fara ?„Verktakarnir voru ánægðir og tilbúnir að gera þetta með okkur, auðvitað verða trén fyrir á meðan á framkvæmdum stendur en þeir voru tilbúnir að hliðra til. Það er mjög gaman að hafa þetta tækifæri því það er algengt þegar maður er í svona verkefnum að maður neyðist til þess að taka muni, hluti eða tré í þessu tilfelli, sem væri skemmtilegra ef þeir fengju að halda sér á sínum stað og það er því frábært að geta gert það hér,“ bætir Leó við. Leó segist heyra það víða að bæjarbúar á Selfossi séu mjög ánægðir með að trén skulu fá að halda sér.
Árborg Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira