Malek og Queen höfðu betur gegn Lady Gaga Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2019 07:18 Rami Malek sést hér í miðjunni ásamt Brian May og Roger Taylor úr Queen. Getty/George Pimentel Kvikmyndin um rokksveitina Queen kom sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. Myndin, Bohemian Rhapsody var valin besta dramamyndin og Rami Malek, sem leikur aðalsprautuna Freddie Mercury, var valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki. Búist hafði verið við því að myndin A Star is Born yrði helsti sigurvegari hátíðarinnar enda fékk hún fimm tilnefningar. Svo fór þó að lokum að hún fékk aðeins ein verðlaun, fyrir besta frumsamda lagið, Shallow. Þá hlaut Glenn Close verðlaunin sem besta leikkonan í dramahlutverki fyrir kvikmyndina The Wife og hafði þar með betur gegn Lady Gaga, aðalleikkonu A Star is Born. Búist hafði verið við því að sú síðarnefnda myndi hreppa verðlaunin.Glenn Close hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Wife.Getty/Rachel LunaKvikmyndin Green Book fékk svo þrenn verðlaun, besta Söngva- eða gamanmynd, besta handrit og besti leikari í aukahlutverki. Myndin fjallar um svartan tónlistarmann sem ræður hvítan mann til að keyra sig um Suðurríki Bandaríkjanna á sjöunda áratugi síðustu aldar. Olivia Colman og Christian Bale hlutu svo verðlaun fyrir bestan leik í grín- eða söngvamynd, Bale fyrir kvikmyndina Vice og Colman fyrir The Favourite. Þá var Richard Madden valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki í sjónvarpi fyrir leik sinn í Bodyguard. Annar kynna kvöldsins, Sandra Oh, fékk svo verðlaunin sem besta leikkonan í sjónvarpsdrama fyrir þættina Killing Eve.Hér má nálgast lista yfir allar tilnefningar og sigurvegara kvöldsins. Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndin um rokksveitina Queen kom sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. Myndin, Bohemian Rhapsody var valin besta dramamyndin og Rami Malek, sem leikur aðalsprautuna Freddie Mercury, var valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki. Búist hafði verið við því að myndin A Star is Born yrði helsti sigurvegari hátíðarinnar enda fékk hún fimm tilnefningar. Svo fór þó að lokum að hún fékk aðeins ein verðlaun, fyrir besta frumsamda lagið, Shallow. Þá hlaut Glenn Close verðlaunin sem besta leikkonan í dramahlutverki fyrir kvikmyndina The Wife og hafði þar með betur gegn Lady Gaga, aðalleikkonu A Star is Born. Búist hafði verið við því að sú síðarnefnda myndi hreppa verðlaunin.Glenn Close hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Wife.Getty/Rachel LunaKvikmyndin Green Book fékk svo þrenn verðlaun, besta Söngva- eða gamanmynd, besta handrit og besti leikari í aukahlutverki. Myndin fjallar um svartan tónlistarmann sem ræður hvítan mann til að keyra sig um Suðurríki Bandaríkjanna á sjöunda áratugi síðustu aldar. Olivia Colman og Christian Bale hlutu svo verðlaun fyrir bestan leik í grín- eða söngvamynd, Bale fyrir kvikmyndina Vice og Colman fyrir The Favourite. Þá var Richard Madden valinn besti karlleikarinn í dramahlutverki í sjónvarpi fyrir leik sinn í Bodyguard. Annar kynna kvöldsins, Sandra Oh, fékk svo verðlaunin sem besta leikkonan í sjónvarpsdrama fyrir þættina Killing Eve.Hér má nálgast lista yfir allar tilnefningar og sigurvegara kvöldsins.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira