Hundrað ára minkabani Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2019 20:00 Þeim Íslendingum sem ná hundrað ára aldri fjölgar og fjölgar en um áramótin voru um fimmtíu landsmenn hundrað ára og eldri á lífi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í þessum mánuði verða þrír Íslendingar hundrað ára, meðal annars Kristrún Sigurfinnsdóttir frá Efsta Dal í Bláskógabyggð sem hélt upp á afmælið sitt í vikunni. Hún er mikill minkabani og náttúrubarn. Það var tilefni til að flagga við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði fimmtudaginn 3. janúar því 100 ára afmæli Kristrúnar var fagnað þann dag. Fjölmenni mætti í veisluna og kór sveitarinnar hennar, Kór Miðdalskirkju söng nokkur lög. Af þeim fimmtíu Íslendingum sem eru 100 ára eða eldri eru 12 karlar og 38 konur. Jensína Andrésdóttir í Reykjavík er elsti Íslendingurinn, 109 ára og Lárus Sigfússon í Reykjavík er nú elstur karla, 103 ára. En aftur að Kristrúnu sem er sveitakona í húð og hár enda dáir hún að klappa kisunum á Ási, hér er það kötturinn Jenni. „Hennar líf og yndi var að vera úti í náttúrunni enda er hún sveitakona í húð og hár. Hún fór alltaf upp í fjall og týndi ber á haustin og það eru ekki mörg ár síðan að hún hætti að veiða fisk í net og svo var hún óskaplega mikill minkabani, ég held að hún sé búin að veiða yfir sextíu minka, það er mikið búið að hlægja og skemmta sér yfir þessu,“ segir Jóna Gestsdóttir, ein af tengdadætrum Kristrúnar.Kristrún hefur drepið marga minka í gegnum árin, hér er hún með einn þeirra.En heldur Jóna að Kristrún hafi átt von á því að verða svona gömul? „Nei, ég hugsa nú ekki en hún hefur lúmskt gaman af því.“ Kristrún fór síðasta á hestbak þegar hún var níræð en hún hafði alltaf gaman af því að fara á bak í Efsta Dal. Þá fannst henni frábært að fara á snjósleða. Kristrún var hálf feiminn og vildi ekki tjá sig neitt í 100 ára afmælinu, enda skildi hún ekkert í þessu tilstandi og hvað þá að sjá alla sveitunga sína mætta í 100 ára afmæli hennar.Kristrún í 100 ára afmælisdeginum sínum 3. janúar með heillaóskaskeyti frá Forseta Íslands. Bláskógabyggð Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Þeim Íslendingum sem ná hundrað ára aldri fjölgar og fjölgar en um áramótin voru um fimmtíu landsmenn hundrað ára og eldri á lífi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í þessum mánuði verða þrír Íslendingar hundrað ára, meðal annars Kristrún Sigurfinnsdóttir frá Efsta Dal í Bláskógabyggð sem hélt upp á afmælið sitt í vikunni. Hún er mikill minkabani og náttúrubarn. Það var tilefni til að flagga við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði fimmtudaginn 3. janúar því 100 ára afmæli Kristrúnar var fagnað þann dag. Fjölmenni mætti í veisluna og kór sveitarinnar hennar, Kór Miðdalskirkju söng nokkur lög. Af þeim fimmtíu Íslendingum sem eru 100 ára eða eldri eru 12 karlar og 38 konur. Jensína Andrésdóttir í Reykjavík er elsti Íslendingurinn, 109 ára og Lárus Sigfússon í Reykjavík er nú elstur karla, 103 ára. En aftur að Kristrúnu sem er sveitakona í húð og hár enda dáir hún að klappa kisunum á Ási, hér er það kötturinn Jenni. „Hennar líf og yndi var að vera úti í náttúrunni enda er hún sveitakona í húð og hár. Hún fór alltaf upp í fjall og týndi ber á haustin og það eru ekki mörg ár síðan að hún hætti að veiða fisk í net og svo var hún óskaplega mikill minkabani, ég held að hún sé búin að veiða yfir sextíu minka, það er mikið búið að hlægja og skemmta sér yfir þessu,“ segir Jóna Gestsdóttir, ein af tengdadætrum Kristrúnar.Kristrún hefur drepið marga minka í gegnum árin, hér er hún með einn þeirra.En heldur Jóna að Kristrún hafi átt von á því að verða svona gömul? „Nei, ég hugsa nú ekki en hún hefur lúmskt gaman af því.“ Kristrún fór síðasta á hestbak þegar hún var níræð en hún hafði alltaf gaman af því að fara á bak í Efsta Dal. Þá fannst henni frábært að fara á snjósleða. Kristrún var hálf feiminn og vildi ekki tjá sig neitt í 100 ára afmælinu, enda skildi hún ekkert í þessu tilstandi og hvað þá að sjá alla sveitunga sína mætta í 100 ára afmæli hennar.Kristrún í 100 ára afmælisdeginum sínum 3. janúar með heillaóskaskeyti frá Forseta Íslands.
Bláskógabyggð Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira