Hundrað ára minkabani Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2019 20:00 Þeim Íslendingum sem ná hundrað ára aldri fjölgar og fjölgar en um áramótin voru um fimmtíu landsmenn hundrað ára og eldri á lífi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í þessum mánuði verða þrír Íslendingar hundrað ára, meðal annars Kristrún Sigurfinnsdóttir frá Efsta Dal í Bláskógabyggð sem hélt upp á afmælið sitt í vikunni. Hún er mikill minkabani og náttúrubarn. Það var tilefni til að flagga við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði fimmtudaginn 3. janúar því 100 ára afmæli Kristrúnar var fagnað þann dag. Fjölmenni mætti í veisluna og kór sveitarinnar hennar, Kór Miðdalskirkju söng nokkur lög. Af þeim fimmtíu Íslendingum sem eru 100 ára eða eldri eru 12 karlar og 38 konur. Jensína Andrésdóttir í Reykjavík er elsti Íslendingurinn, 109 ára og Lárus Sigfússon í Reykjavík er nú elstur karla, 103 ára. En aftur að Kristrúnu sem er sveitakona í húð og hár enda dáir hún að klappa kisunum á Ási, hér er það kötturinn Jenni. „Hennar líf og yndi var að vera úti í náttúrunni enda er hún sveitakona í húð og hár. Hún fór alltaf upp í fjall og týndi ber á haustin og það eru ekki mörg ár síðan að hún hætti að veiða fisk í net og svo var hún óskaplega mikill minkabani, ég held að hún sé búin að veiða yfir sextíu minka, það er mikið búið að hlægja og skemmta sér yfir þessu,“ segir Jóna Gestsdóttir, ein af tengdadætrum Kristrúnar.Kristrún hefur drepið marga minka í gegnum árin, hér er hún með einn þeirra.En heldur Jóna að Kristrún hafi átt von á því að verða svona gömul? „Nei, ég hugsa nú ekki en hún hefur lúmskt gaman af því.“ Kristrún fór síðasta á hestbak þegar hún var níræð en hún hafði alltaf gaman af því að fara á bak í Efsta Dal. Þá fannst henni frábært að fara á snjósleða. Kristrún var hálf feiminn og vildi ekki tjá sig neitt í 100 ára afmælinu, enda skildi hún ekkert í þessu tilstandi og hvað þá að sjá alla sveitunga sína mætta í 100 ára afmæli hennar.Kristrún í 100 ára afmælisdeginum sínum 3. janúar með heillaóskaskeyti frá Forseta Íslands. Bláskógabyggð Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Þeim Íslendingum sem ná hundrað ára aldri fjölgar og fjölgar en um áramótin voru um fimmtíu landsmenn hundrað ára og eldri á lífi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Í þessum mánuði verða þrír Íslendingar hundrað ára, meðal annars Kristrún Sigurfinnsdóttir frá Efsta Dal í Bláskógabyggð sem hélt upp á afmælið sitt í vikunni. Hún er mikill minkabani og náttúrubarn. Það var tilefni til að flagga við hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði fimmtudaginn 3. janúar því 100 ára afmæli Kristrúnar var fagnað þann dag. Fjölmenni mætti í veisluna og kór sveitarinnar hennar, Kór Miðdalskirkju söng nokkur lög. Af þeim fimmtíu Íslendingum sem eru 100 ára eða eldri eru 12 karlar og 38 konur. Jensína Andrésdóttir í Reykjavík er elsti Íslendingurinn, 109 ára og Lárus Sigfússon í Reykjavík er nú elstur karla, 103 ára. En aftur að Kristrúnu sem er sveitakona í húð og hár enda dáir hún að klappa kisunum á Ási, hér er það kötturinn Jenni. „Hennar líf og yndi var að vera úti í náttúrunni enda er hún sveitakona í húð og hár. Hún fór alltaf upp í fjall og týndi ber á haustin og það eru ekki mörg ár síðan að hún hætti að veiða fisk í net og svo var hún óskaplega mikill minkabani, ég held að hún sé búin að veiða yfir sextíu minka, það er mikið búið að hlægja og skemmta sér yfir þessu,“ segir Jóna Gestsdóttir, ein af tengdadætrum Kristrúnar.Kristrún hefur drepið marga minka í gegnum árin, hér er hún með einn þeirra.En heldur Jóna að Kristrún hafi átt von á því að verða svona gömul? „Nei, ég hugsa nú ekki en hún hefur lúmskt gaman af því.“ Kristrún fór síðasta á hestbak þegar hún var níræð en hún hafði alltaf gaman af því að fara á bak í Efsta Dal. Þá fannst henni frábært að fara á snjósleða. Kristrún var hálf feiminn og vildi ekki tjá sig neitt í 100 ára afmælinu, enda skildi hún ekkert í þessu tilstandi og hvað þá að sjá alla sveitunga sína mætta í 100 ára afmæli hennar.Kristrún í 100 ára afmælisdeginum sínum 3. janúar með heillaóskaskeyti frá Forseta Íslands.
Bláskógabyggð Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira