Golf

Woodland í kjörstöðu fyrir lokahringinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Leikið er á Hawaii
Leikið er á Hawaii vísir/getty
Bandaríski kylfingurinn Gary Woodland er í góðri stöðu fyrir lokahringinn á Sentry Tournament of Champions, fyrsta móti ársins á PGA mótaröðinni en það fer fram á Hawaii umhelgina.

Woodland hefur þriggja högga forystu en hann er á samtals 17 höggum undir pari eftir að hafa farið hringinn á 68 höggum í gær.

Næstur á eftir Woodland er Norður-Írinn litríki, Rory Mcllroy, á samtals 14 höggum undir pari en hann fór hringinn í gær á 68 höggum, líkt og Woodland.

Útsending frá lokahringnum hefst klukkan 23:00 í kvöld á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×