Íslenski boltinn

Geir vill breyta skipulagi íslenskrar knattspyrnu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Geir Þorsteinsson mun bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi sambandsins í febrúar. Hann ræddi ákvörðun sína við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég vil breyta skipulagi íslenskrar knattspyrnu. Það er ástæðan. Ég vil styrkja aðildarfélögin og styrkja Íslandsmótið í knattspyrnu. Við þurfum öll að vinna saman, það hefur ekki verið síðastliðin ár og við þurfum að breyta því. Ég get sameinað íslenska knattspyrnuhreyfingu,“ segir Geir.

Geir var formaður KSÍ frá 2007 og gegndi því í tíu ár eða þar til hann ákvað að fara ekki fram gegn Guðna Bergssyni á síðasta ársþingi, árið 2017. Geir er jafnframt heiðursformaður sambandsins en hann telur sig ekki vera að taka áhættu með því að bjóða fram krafta sína að nýju.

„Ég er ekki að taka neina áhættu. Verk mín standa og ég er tilbúinn að láta gott af mér leiða aftur,“ segir Geir.

Innslagið með viðtalinu við Geir má sjá í heild sinni efst í fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×