Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2019 22:29 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. Hann segir að stöðuna megi t.d. rekja til hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu.Sjá einnig: Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Páll, sem er uppalinn í Vestmannaeyjum og þingmaður Suðurkjördæmis, segir í pistli sínum að það hafi verið sérstök forréttindi að alast upp í svo litlu og nánu samfélagi. Hann segir þó eina skuggahlið á þessari nálægð, nefnilega hversu persónuleg ágreiningsmál milli bæjarbúa eiga það til að verða. „Við eigum oft afar erfitt með að leysa úr ágreiningsmálum án þess að gera þau persónuleg. Og með því að ágreiningurinn verður fremur persónulegur en málefnalegur þá verður hann líka illvígari og langvinnari en ella. Mér finnst því miður að þetta hafi gengið úr nokkru hófi hjá okkur síðustu misserin.“Þarf ekki marga til að spilla andrúmsloftinu Í þessu samhengi nefnir Páll sem dæmi yfirtöku bæjarins á rekstri Herjólfs og framboðsmál í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Skiptar skoðanir um þessi mál hafi leitt af sér „furðu mikla heift hjá annars dagfarsprúðu fólki.“ „Ég hitti æ fleiri hér í Eyjum sem ofbýður sú illmælgi og hrakyrði um náungann sem þetta hefur leitt af sér. Sjálfur man ég ekki til að svona rammt hafi kveðið að þessu áður. Það þarf ekki marga einstaklinga til að tala með þessum hætti til að það spilli talsvert andrúmsloftinu í bænum.“ Mælist Páll því til þess að Eyjamenn bæti ráð sitt á nýju ári. „Ágætt viðmið í þessum efnum er að segja helst ekkert um náungann sem við treystum okkur ekki til að segja við hann. Það er engin ástæða til að tala illa um fólk þótt við séum ekki sammála skoðunum þess. Sýnum hvert öðru virðingu þótt okkur greini á um einhver málefni.“ Áður hefur verið fjallað um úlfúð innan raða ráðamanna í Vestmannaeyjum í fjölmiðlum. Þannig sendu Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar og Elliði Vignisson fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins hvort öðru tóninn í aðsendum greinum í október síðastliðnum. Ágreiningur þeirra snerist um kaup Herjólfs ofh, opinbers félags í eigu Vestmannaeyjabæjar sem heldur utan um rekstur nýrrar ferju, á lögfræðiþjónustu af fyrirtæki stjórnarmanns félagsins, Lúðvíks Bergvinssonar. Herjólfur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur hefur siglingar 30. mars Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja. 26. september 2018 17:20 Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. Hann segir að stöðuna megi t.d. rekja til hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu.Sjá einnig: Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Páll, sem er uppalinn í Vestmannaeyjum og þingmaður Suðurkjördæmis, segir í pistli sínum að það hafi verið sérstök forréttindi að alast upp í svo litlu og nánu samfélagi. Hann segir þó eina skuggahlið á þessari nálægð, nefnilega hversu persónuleg ágreiningsmál milli bæjarbúa eiga það til að verða. „Við eigum oft afar erfitt með að leysa úr ágreiningsmálum án þess að gera þau persónuleg. Og með því að ágreiningurinn verður fremur persónulegur en málefnalegur þá verður hann líka illvígari og langvinnari en ella. Mér finnst því miður að þetta hafi gengið úr nokkru hófi hjá okkur síðustu misserin.“Þarf ekki marga til að spilla andrúmsloftinu Í þessu samhengi nefnir Páll sem dæmi yfirtöku bæjarins á rekstri Herjólfs og framboðsmál í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Skiptar skoðanir um þessi mál hafi leitt af sér „furðu mikla heift hjá annars dagfarsprúðu fólki.“ „Ég hitti æ fleiri hér í Eyjum sem ofbýður sú illmælgi og hrakyrði um náungann sem þetta hefur leitt af sér. Sjálfur man ég ekki til að svona rammt hafi kveðið að þessu áður. Það þarf ekki marga einstaklinga til að tala með þessum hætti til að það spilli talsvert andrúmsloftinu í bænum.“ Mælist Páll því til þess að Eyjamenn bæti ráð sitt á nýju ári. „Ágætt viðmið í þessum efnum er að segja helst ekkert um náungann sem við treystum okkur ekki til að segja við hann. Það er engin ástæða til að tala illa um fólk þótt við séum ekki sammála skoðunum þess. Sýnum hvert öðru virðingu þótt okkur greini á um einhver málefni.“ Áður hefur verið fjallað um úlfúð innan raða ráðamanna í Vestmannaeyjum í fjölmiðlum. Þannig sendu Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar og Elliði Vignisson fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins hvort öðru tóninn í aðsendum greinum í október síðastliðnum. Ágreiningur þeirra snerist um kaup Herjólfs ofh, opinbers félags í eigu Vestmannaeyjabæjar sem heldur utan um rekstur nýrrar ferju, á lögfræðiþjónustu af fyrirtæki stjórnarmanns félagsins, Lúðvíks Bergvinssonar.
Herjólfur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur hefur siglingar 30. mars Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja. 26. september 2018 17:20 Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Nýr Herjólfur hefur siglingar 30. mars Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja. 26. september 2018 17:20
Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00