Fögnuðu Green en bauluðu á „svikarann“ Kawhi Leonard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 14:30 Þetta var erfitt kvöld fyrir Kawhi Leonard. Getty/Ronald Cortes Tveir fyrrum leikmenn San Antonio Spurs fengu afar ólíkar viðtökur í NBA-deildinni í nótt þegar þeir mættu aftur á gamla heimavöllinn sinn í San Antonio. Stuðningsmenn Spurs fögnuðu Danny Green en bauluðu aftur á móti stanslaust á Kawhi Leonard. Kawhi Leonard og Danny Green spiluðu báðir lengi með liði San Antonio Spurs en var skipt til Toronto Raptors í sumar. Þegar San Antonio Spurs vann síðasta NBA-titilinn sinn árið 2014 þá voru þeir Kawhi Leonard og Danny Green í stórum hlutverkum. Stuðningsmenn Spurs ætluðu að senda Kawhi Leonard skilaboð og það sást vel þegar byrjunarliðsmenn Toronto Raptors voru kynntir til leiks. Kawhi Leonard var algjör hetja hjá San Antonio Spurs áður en allt breyttist skyndilega. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður lokaúrslitanna þegar Spurs vann NBA titilinn 2014. Meiðsli og ósætti Kawhi Leonard urðu til þess að spilaði bara níu leiki á sínu lokatímabili með San Antonio Spurs en tímabilið á undan þá var hann með 25,5 stig að meðaltali í leik. Þetta átti að verða liðið hans Leonard nú þegar Tim Duncan væri hættur og þeir Manu Ginobili og Tony Parker orðnir gamlir en svo sprakk allt í loft upp. Kawhi Leonard sagðist vilja losna frá San Antonio Spurs og félagið ákvað að skipta honum til Toronto Raptors. Leonard hefur átt mjög gott tímabil með Raptors-liðinu en 21 stig Kawhi Leonard dugði Toronto skammt í 125-107 tapi á móti Spurs í nótt. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrum hetja liðs fær eins slæmar móttökur á gamla heimavellinum og Kawhi Leonard fékk þetta kvöld í San Antonio. Móðir Kawhi Leonard var líka ekki alltof sátt með meðferðina á syni sínum eins og sést hér fyrir neðan. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, var heldur ekki sáttur með meðferðina sem fékk í þessum leik og ræddi það við fjölmiðla eftir leikinn. Kawhi Leonard fékk svo sannarlega að heyra það eins og sjá má hér fyrir neðan. Þeir kölluðu hann svikara og púuðu við hvert tækifæri.Spurs fans were yelling "traitor" at Kawhi pic.twitter.com/rGZqiONeUB — ESPN (@espn) January 4, 2019 NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Tveir fyrrum leikmenn San Antonio Spurs fengu afar ólíkar viðtökur í NBA-deildinni í nótt þegar þeir mættu aftur á gamla heimavöllinn sinn í San Antonio. Stuðningsmenn Spurs fögnuðu Danny Green en bauluðu aftur á móti stanslaust á Kawhi Leonard. Kawhi Leonard og Danny Green spiluðu báðir lengi með liði San Antonio Spurs en var skipt til Toronto Raptors í sumar. Þegar San Antonio Spurs vann síðasta NBA-titilinn sinn árið 2014 þá voru þeir Kawhi Leonard og Danny Green í stórum hlutverkum. Stuðningsmenn Spurs ætluðu að senda Kawhi Leonard skilaboð og það sást vel þegar byrjunarliðsmenn Toronto Raptors voru kynntir til leiks. Kawhi Leonard var algjör hetja hjá San Antonio Spurs áður en allt breyttist skyndilega. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður lokaúrslitanna þegar Spurs vann NBA titilinn 2014. Meiðsli og ósætti Kawhi Leonard urðu til þess að spilaði bara níu leiki á sínu lokatímabili með San Antonio Spurs en tímabilið á undan þá var hann með 25,5 stig að meðaltali í leik. Þetta átti að verða liðið hans Leonard nú þegar Tim Duncan væri hættur og þeir Manu Ginobili og Tony Parker orðnir gamlir en svo sprakk allt í loft upp. Kawhi Leonard sagðist vilja losna frá San Antonio Spurs og félagið ákvað að skipta honum til Toronto Raptors. Leonard hefur átt mjög gott tímabil með Raptors-liðinu en 21 stig Kawhi Leonard dugði Toronto skammt í 125-107 tapi á móti Spurs í nótt. Það er ekki á hverjum degi sem fyrrum hetja liðs fær eins slæmar móttökur á gamla heimavellinum og Kawhi Leonard fékk þetta kvöld í San Antonio. Móðir Kawhi Leonard var líka ekki alltof sátt með meðferðina á syni sínum eins og sést hér fyrir neðan. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, var heldur ekki sáttur með meðferðina sem fékk í þessum leik og ræddi það við fjölmiðla eftir leikinn. Kawhi Leonard fékk svo sannarlega að heyra það eins og sjá má hér fyrir neðan. Þeir kölluðu hann svikara og púuðu við hvert tækifæri.Spurs fans were yelling "traitor" at Kawhi pic.twitter.com/rGZqiONeUB — ESPN (@espn) January 4, 2019
NBA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira