Chang'e 4 lenti fyrst geimfara á fjarhlið tunglsins Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 3. janúar 2019 06:55 Ein af fyrstu myndunum frá fjarhlið tunglsins sem Chang'e 4 sendi til jarðar. Geimferðastofnun Kína/AP Kínverjar segja að þeim hafi tekist að lenda Chang'e 4, ómönnuðu geimfari, á fjarhlið tunglsins, en það væri fyrsta sinn sem slíkt tekst í geimsögunni. Chang'e 4 lenti á Suðurpóls-Aitken-dældinni rétt fyrir klukkan hálfþrjú í nótt og vélmenni um borð er þegar tekið til við rannsóknir á jarðlögum og yfirborði tunglsins á þessum hluta sem snýr ávallt frá jörðu. Myndir af yfirborði tunglsins hafa þegar borist til jarðar frá Chang'e 4 og hafa kínverskir ríkisfjölmiðlar birt þær. Vegna þess að fjarhlið tunglsins snýr alltaf frá jörðinni fara samskipti við geimfarið fram í gegnum sérstakt fjarskiptagervitungl á braut um tunglið. Markmið Chang'e 4-leiðangursins er að rannsaka Von Kármán-gíginn svonefnda í Suðurspólsdældinni. Talið er að hún hafi myndast snemma í jarðfræðilegri sögu tunglsins. Hún er einn dýpsti gígur sólkerfisins, meira en 2.500 kílómetrar að þvermáli og þrettán kílómetra djúpur. Loftsteinninn sem myndaði dældina var svo stór að hann er talinn hafa farið í gegnum jarðskorpu tunglsins og niður í möttulinn. Kínversku vísindamennirnir ásælast sérstaklega bergmola sem gætu hafa komið upp úr möttlinum og hraun sem vall upp úr iðrum tunglsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er í annað sinn sem Kínverjar senda geimfar til tunglsins en þeir voru heldur seinir upp úr startholunum í geimkapphlaupinu og komu til að mynda geimfara ekki á sporbaug um jörðu fyrr en árið 2003, langt á eftir Rússum og Bandaríkjamönnum sem hafa leitt kapphlaupið hingað til. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fjærhlið tunglsins heimsótt í fyrsta skipti Chang'e 4 á að rannsaka yfirborð tunglsins og innra byrði þess. Gangi allt að óskum verður farið það fyrsta til að lenda á fjærhlið tunglsins. 6. desember 2018 15:36 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Kínverjar segja að þeim hafi tekist að lenda Chang'e 4, ómönnuðu geimfari, á fjarhlið tunglsins, en það væri fyrsta sinn sem slíkt tekst í geimsögunni. Chang'e 4 lenti á Suðurpóls-Aitken-dældinni rétt fyrir klukkan hálfþrjú í nótt og vélmenni um borð er þegar tekið til við rannsóknir á jarðlögum og yfirborði tunglsins á þessum hluta sem snýr ávallt frá jörðu. Myndir af yfirborði tunglsins hafa þegar borist til jarðar frá Chang'e 4 og hafa kínverskir ríkisfjölmiðlar birt þær. Vegna þess að fjarhlið tunglsins snýr alltaf frá jörðinni fara samskipti við geimfarið fram í gegnum sérstakt fjarskiptagervitungl á braut um tunglið. Markmið Chang'e 4-leiðangursins er að rannsaka Von Kármán-gíginn svonefnda í Suðurspólsdældinni. Talið er að hún hafi myndast snemma í jarðfræðilegri sögu tunglsins. Hún er einn dýpsti gígur sólkerfisins, meira en 2.500 kílómetrar að þvermáli og þrettán kílómetra djúpur. Loftsteinninn sem myndaði dældina var svo stór að hann er talinn hafa farið í gegnum jarðskorpu tunglsins og niður í möttulinn. Kínversku vísindamennirnir ásælast sérstaklega bergmola sem gætu hafa komið upp úr möttlinum og hraun sem vall upp úr iðrum tunglsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er í annað sinn sem Kínverjar senda geimfar til tunglsins en þeir voru heldur seinir upp úr startholunum í geimkapphlaupinu og komu til að mynda geimfara ekki á sporbaug um jörðu fyrr en árið 2003, langt á eftir Rússum og Bandaríkjamönnum sem hafa leitt kapphlaupið hingað til.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fjærhlið tunglsins heimsótt í fyrsta skipti Chang'e 4 á að rannsaka yfirborð tunglsins og innra byrði þess. Gangi allt að óskum verður farið það fyrsta til að lenda á fjærhlið tunglsins. 6. desember 2018 15:36 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Fjærhlið tunglsins heimsótt í fyrsta skipti Chang'e 4 á að rannsaka yfirborð tunglsins og innra byrði þess. Gangi allt að óskum verður farið það fyrsta til að lenda á fjærhlið tunglsins. 6. desember 2018 15:36