Chang'e 4 lenti fyrst geimfara á fjarhlið tunglsins Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 3. janúar 2019 06:55 Ein af fyrstu myndunum frá fjarhlið tunglsins sem Chang'e 4 sendi til jarðar. Geimferðastofnun Kína/AP Kínverjar segja að þeim hafi tekist að lenda Chang'e 4, ómönnuðu geimfari, á fjarhlið tunglsins, en það væri fyrsta sinn sem slíkt tekst í geimsögunni. Chang'e 4 lenti á Suðurpóls-Aitken-dældinni rétt fyrir klukkan hálfþrjú í nótt og vélmenni um borð er þegar tekið til við rannsóknir á jarðlögum og yfirborði tunglsins á þessum hluta sem snýr ávallt frá jörðu. Myndir af yfirborði tunglsins hafa þegar borist til jarðar frá Chang'e 4 og hafa kínverskir ríkisfjölmiðlar birt þær. Vegna þess að fjarhlið tunglsins snýr alltaf frá jörðinni fara samskipti við geimfarið fram í gegnum sérstakt fjarskiptagervitungl á braut um tunglið. Markmið Chang'e 4-leiðangursins er að rannsaka Von Kármán-gíginn svonefnda í Suðurspólsdældinni. Talið er að hún hafi myndast snemma í jarðfræðilegri sögu tunglsins. Hún er einn dýpsti gígur sólkerfisins, meira en 2.500 kílómetrar að þvermáli og þrettán kílómetra djúpur. Loftsteinninn sem myndaði dældina var svo stór að hann er talinn hafa farið í gegnum jarðskorpu tunglsins og niður í möttulinn. Kínversku vísindamennirnir ásælast sérstaklega bergmola sem gætu hafa komið upp úr möttlinum og hraun sem vall upp úr iðrum tunglsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er í annað sinn sem Kínverjar senda geimfar til tunglsins en þeir voru heldur seinir upp úr startholunum í geimkapphlaupinu og komu til að mynda geimfara ekki á sporbaug um jörðu fyrr en árið 2003, langt á eftir Rússum og Bandaríkjamönnum sem hafa leitt kapphlaupið hingað til. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fjærhlið tunglsins heimsótt í fyrsta skipti Chang'e 4 á að rannsaka yfirborð tunglsins og innra byrði þess. Gangi allt að óskum verður farið það fyrsta til að lenda á fjærhlið tunglsins. 6. desember 2018 15:36 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Kínverjar segja að þeim hafi tekist að lenda Chang'e 4, ómönnuðu geimfari, á fjarhlið tunglsins, en það væri fyrsta sinn sem slíkt tekst í geimsögunni. Chang'e 4 lenti á Suðurpóls-Aitken-dældinni rétt fyrir klukkan hálfþrjú í nótt og vélmenni um borð er þegar tekið til við rannsóknir á jarðlögum og yfirborði tunglsins á þessum hluta sem snýr ávallt frá jörðu. Myndir af yfirborði tunglsins hafa þegar borist til jarðar frá Chang'e 4 og hafa kínverskir ríkisfjölmiðlar birt þær. Vegna þess að fjarhlið tunglsins snýr alltaf frá jörðinni fara samskipti við geimfarið fram í gegnum sérstakt fjarskiptagervitungl á braut um tunglið. Markmið Chang'e 4-leiðangursins er að rannsaka Von Kármán-gíginn svonefnda í Suðurspólsdældinni. Talið er að hún hafi myndast snemma í jarðfræðilegri sögu tunglsins. Hún er einn dýpsti gígur sólkerfisins, meira en 2.500 kílómetrar að þvermáli og þrettán kílómetra djúpur. Loftsteinninn sem myndaði dældina var svo stór að hann er talinn hafa farið í gegnum jarðskorpu tunglsins og niður í möttulinn. Kínversku vísindamennirnir ásælast sérstaklega bergmola sem gætu hafa komið upp úr möttlinum og hraun sem vall upp úr iðrum tunglsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er í annað sinn sem Kínverjar senda geimfar til tunglsins en þeir voru heldur seinir upp úr startholunum í geimkapphlaupinu og komu til að mynda geimfara ekki á sporbaug um jörðu fyrr en árið 2003, langt á eftir Rússum og Bandaríkjamönnum sem hafa leitt kapphlaupið hingað til.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fjærhlið tunglsins heimsótt í fyrsta skipti Chang'e 4 á að rannsaka yfirborð tunglsins og innra byrði þess. Gangi allt að óskum verður farið það fyrsta til að lenda á fjærhlið tunglsins. 6. desember 2018 15:36 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Fjærhlið tunglsins heimsótt í fyrsta skipti Chang'e 4 á að rannsaka yfirborð tunglsins og innra byrði þess. Gangi allt að óskum verður farið það fyrsta til að lenda á fjærhlið tunglsins. 6. desember 2018 15:36