Chang'e 4 lenti fyrst geimfara á fjarhlið tunglsins Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 3. janúar 2019 06:55 Ein af fyrstu myndunum frá fjarhlið tunglsins sem Chang'e 4 sendi til jarðar. Geimferðastofnun Kína/AP Kínverjar segja að þeim hafi tekist að lenda Chang'e 4, ómönnuðu geimfari, á fjarhlið tunglsins, en það væri fyrsta sinn sem slíkt tekst í geimsögunni. Chang'e 4 lenti á Suðurpóls-Aitken-dældinni rétt fyrir klukkan hálfþrjú í nótt og vélmenni um borð er þegar tekið til við rannsóknir á jarðlögum og yfirborði tunglsins á þessum hluta sem snýr ávallt frá jörðu. Myndir af yfirborði tunglsins hafa þegar borist til jarðar frá Chang'e 4 og hafa kínverskir ríkisfjölmiðlar birt þær. Vegna þess að fjarhlið tunglsins snýr alltaf frá jörðinni fara samskipti við geimfarið fram í gegnum sérstakt fjarskiptagervitungl á braut um tunglið. Markmið Chang'e 4-leiðangursins er að rannsaka Von Kármán-gíginn svonefnda í Suðurspólsdældinni. Talið er að hún hafi myndast snemma í jarðfræðilegri sögu tunglsins. Hún er einn dýpsti gígur sólkerfisins, meira en 2.500 kílómetrar að þvermáli og þrettán kílómetra djúpur. Loftsteinninn sem myndaði dældina var svo stór að hann er talinn hafa farið í gegnum jarðskorpu tunglsins og niður í möttulinn. Kínversku vísindamennirnir ásælast sérstaklega bergmola sem gætu hafa komið upp úr möttlinum og hraun sem vall upp úr iðrum tunglsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er í annað sinn sem Kínverjar senda geimfar til tunglsins en þeir voru heldur seinir upp úr startholunum í geimkapphlaupinu og komu til að mynda geimfara ekki á sporbaug um jörðu fyrr en árið 2003, langt á eftir Rússum og Bandaríkjamönnum sem hafa leitt kapphlaupið hingað til. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fjærhlið tunglsins heimsótt í fyrsta skipti Chang'e 4 á að rannsaka yfirborð tunglsins og innra byrði þess. Gangi allt að óskum verður farið það fyrsta til að lenda á fjærhlið tunglsins. 6. desember 2018 15:36 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Kínverjar segja að þeim hafi tekist að lenda Chang'e 4, ómönnuðu geimfari, á fjarhlið tunglsins, en það væri fyrsta sinn sem slíkt tekst í geimsögunni. Chang'e 4 lenti á Suðurpóls-Aitken-dældinni rétt fyrir klukkan hálfþrjú í nótt og vélmenni um borð er þegar tekið til við rannsóknir á jarðlögum og yfirborði tunglsins á þessum hluta sem snýr ávallt frá jörðu. Myndir af yfirborði tunglsins hafa þegar borist til jarðar frá Chang'e 4 og hafa kínverskir ríkisfjölmiðlar birt þær. Vegna þess að fjarhlið tunglsins snýr alltaf frá jörðinni fara samskipti við geimfarið fram í gegnum sérstakt fjarskiptagervitungl á braut um tunglið. Markmið Chang'e 4-leiðangursins er að rannsaka Von Kármán-gíginn svonefnda í Suðurspólsdældinni. Talið er að hún hafi myndast snemma í jarðfræðilegri sögu tunglsins. Hún er einn dýpsti gígur sólkerfisins, meira en 2.500 kílómetrar að þvermáli og þrettán kílómetra djúpur. Loftsteinninn sem myndaði dældina var svo stór að hann er talinn hafa farið í gegnum jarðskorpu tunglsins og niður í möttulinn. Kínversku vísindamennirnir ásælast sérstaklega bergmola sem gætu hafa komið upp úr möttlinum og hraun sem vall upp úr iðrum tunglsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta er í annað sinn sem Kínverjar senda geimfar til tunglsins en þeir voru heldur seinir upp úr startholunum í geimkapphlaupinu og komu til að mynda geimfara ekki á sporbaug um jörðu fyrr en árið 2003, langt á eftir Rússum og Bandaríkjamönnum sem hafa leitt kapphlaupið hingað til.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Fjærhlið tunglsins heimsótt í fyrsta skipti Chang'e 4 á að rannsaka yfirborð tunglsins og innra byrði þess. Gangi allt að óskum verður farið það fyrsta til að lenda á fjærhlið tunglsins. 6. desember 2018 15:36 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fjærhlið tunglsins heimsótt í fyrsta skipti Chang'e 4 á að rannsaka yfirborð tunglsins og innra byrði þess. Gangi allt að óskum verður farið það fyrsta til að lenda á fjærhlið tunglsins. 6. desember 2018 15:36