Hljómsveit æskunnar endurvakin Starri Freyr Jónsson skrifar 3. janúar 2019 08:00 Kristján (t.v.) og Halldór Eldjárn (t.h). fbl/ernir Frændurnir og tónlistarmennirnir Kristján og Halldór Eldjárn, sem eru þekktastir sem meðlimir hljómsveitarinnar Sykurs, byrjuðu ungir að vinna tónlist saman. Þriðja breiðskífa Sykurs kemur út í ár en í millitíðinni hafa þeir frændur endurvakið fyrstu hljómsveit sína Tinslit og kemur fyrsta smáskífulag sveitarinnar út á morgun. „Upphaf Tinslit má rekja til æskuára okkar þegar við hittumst tólf og fjórtán ára gamlir heima hjá Halldóri á Ásvallagötunni, tókum upp nokkur lög á segulband og gerðum rjómakarmellur í potti. Hljómsveitin gaf aldrei neitt út en núna fimmtán árum síðar kemur smáskífan Hvítur köttur út. Við byrjuðum að vinna slatta af lögum saman bara tveir og áttuðum okkur svo á því að við höfðum ósjálfrátt endurvakið hljómsveit æsku okkar upp frá dvala,“ segir Kristján sem hefur verið búsettur í Los Angeles undanfarin ár þar sem hann hefur stundað doktorsnám í stærðfræði og tölvunarfræði.Nýtt efni með Sykri Halldór er auk þess með fleiri járn í eldinum en hann mun flytja verkið Poco Apollo á tónlistarhátíðinni Sónar sem fer fram í apríl. „Poco Apollo er í grunninn tónsmíð sem ég gerði með aðstoð forrits sem ég skrifaði. Í raun er um að ræða tónverk sem skapar sjálft sig, (e. generative music) en ég ákveð reglurnar sem tónverkið lýtur. Á Sónar ætla ég að flytja fjóra sérvalda þætti úr því verki, útsett fyrir djúpan strengjakvartett, rafhljóð og slagverk. Tónlistin er öðruvísi en það sem ég hef áður gefið út og það hefur verið mjög gaman að prófa sig áfram á ótroðnum slóðum. Poco Apollo mun koma út á plötu í byrjun apríl, en síðan er ég með aðra plötu í maganum sem verður allt öðruvísi og kemur út í beinu framhaldi.“Nokkur ár eru liðin síðan síðasta plata Sykurs kom út en aðdáendur sveitarinnar geta glaðst yfir nýjustu fréttum. „Við höfum verið að vinna á fullu í nýju plötunni okkar en nánari frétta er að vænta frá okkur snemma á þessu ári.“Einfalt og praktískt Þegar kemur að tísku eru þeir sammála um að Stefán Finnbogason, hljómsveitarfélagi þeirra í Sykri, sé tískufyrirmynd þeirra. „Mjög smekklegur maður þar á ferð,“ segir Kristján. „Stefán hefur ætíð verið mikill „trendsetter“ og smekkmaður mikill bæði á föt og hönnun almennt. En svo fylgist maður líka með hvað er í gangi og pikkar innan úr það sem höfðar til manns. Síðan er Hildur konan mín dugleg að segja mér hvað gæti hentað mér,“ bætir Halldór við.Kristján klæðist hér La Paz-skyrtu úr Geysi, afabuxum frá Asos, sokkarnir eru Sputnik 1985 frá Kvartsýru 49 og svörtu skórnir eru frá Dr. Martens.fbl/ernirEftir að Kristján flutti til Los Angeles hefur verið svolítið erfitt að spá mikið í klæðaburðinum vegna hitans því dags daglega gengur hann yfirleitt í stuttbuxum og bol. „Ég áttaði mig aldrei á því hvað maður hefur það gott að búa á Íslandi fyrr en ég hætti að geta gengið í jakka á hverjum degi. Annars vil ég helst vera í einhverju einföldu og stílhreinu. Ef ég lendi í því að þurfa að fremja hjónavígslu upp úr þurru, þá vil ég að fötin mín séu ekki fullkomlega óviðeigandi í það verkefni.“ Halldór segist vera meira fyrir einföld og praktísk föt. „Þau mega alveg vera fín en það verður að vera hægt að djöflast í þeim, til dæmis ef maður þarf allt í einu að pússa upp borðplötu eða lóða saman víra. Oftast vel ég frekar dökka liti eða hreinlega bara allt svart.“Hvernig hefur tískuáhugi ykkar þróast undanfarin ár? Halldór: Ég hef kannski farið aðeins úr DIY pælingum þegar kemur að tísku og orðið meira samdauna einhverjum straumum. Samt á ég alltaf mjög erfitt með að lúta boðum og bönnum sem fylgja oft slíkum straumum.Forfallinn neonlitamaðurHvernig fylgist þið helst með tískunni? Kristján: Ég held að ég fylgist með tískunni bara með osmósu. Ég meðtek bara það sem er í gangi í kring um mig og bregst við því. Halldór: Ég les bækur.Hvar kaupið þið helst fötin ykkar? Kristján: Meðan ég er úti í L.A. kaupi ég helst í „second hand“ búðum, mörkuðum og á netinu. Eitt af því sem verður erfitt að venjast við þegar ég flyt heim er hvað það er erfitt að panta hluti á netinu hér. Þetta er svolítið eins og að fara aftur til miðalda.Hér klæðist Halldór blárri prjónapeysu úr New Look og Not Bad trefli eftir Sigurð Oddsson sem hann keypti nýlega og var framleiddur í 20 eintökum.fbl/ErnirHalldór: Ég er farinn að kaupa færri föt en ég gerði, en vanda betur valið og reyni að finna eitthvað úr góðu efni sem endist. Húrra Reykjavík og Asos eru helstu póstarnir heima en erlendis á ég það til að kíkja í New Look eða Pull & Bear, svona á leiðinni á McDonalds. Það verður að vera smá heiðni líka í þessu.Hvaða litir eru í uppáhaldi? Halldór: Svart, dökkblátt og grátt. Bara eitthvað mjög beisik sem er gaman að poppa með pínku skærum lit einhvers staðar. Kristján: Ég vildi að ég hefði áhugaverðara svar, en yfirleitt eitthvað hvítt þegar ég er úti og svart þegar ég er heima.Eigið þið minningar um gömul tískuslys? Kristján: Ég ákvað þegar ég var 14 eða 15 ára að ég væri hippi og að það væri geggjað að vera í rosalega útvíðum buxum. Ég fer enn þá alveg í köku þegar einhver minnist á það við mig. Halldór: Ég var forfallinn neonlitamaður, oftar en ekki með hvít sólgleraugu úr Kolaportinu og arabaklút um hálsinn. En mér leið alveg vel þannig og stend enn með því „lúkki“ þó ég viðurkenni að tími þess sé nú löngu liðinn. Kristján bætir við: Þökkum æðri máttarvöldum fyrir það.Túrkisbláu buxurnar elst illaHvaða flíkur hafið þið átt lengst og notið enn þá? Halldór: Blá Fjällräven úlpa sem ég keypti 2012 með það að markmiði að láta hana endast í að minnsta kosti 30 ár. En annars hef ég endurnýjað mikið síðustu ár svo meðalaldur fataskápsins er frekar lágur.Eigið þið uppáhaldsverslanir? Kristján: Ein uppáhaldsbúðin mín í L.A. er Jet Rag, „second hand“ búð í West Hollywood, sem er með geggjað ódýra, gamla hljómsveitaboli á sunnudögum. Annars er oft hægt að gera mjög góð kaup á Rose Bowl flóamarkaðinum.Eigið þið eina uppáhaldsflík? Kristján: Ég á peysu sem mamma prjónaði á pabba minn fyrir örugglega 35 árum, sem lítur út eins og forsíða á New York Times, með svart-hvítum portrettmyndum og málsgreinum og öllu tilheyrandi. Mér þykir mjög vænt um hana.Bestu og verstu fatakaupin? Halldór: Bestu fatakaupin eru líklega buxur sem Hildur keypti handa mér frá Publish Brand. Verstu fatakaupin eru túrkisbláar gallabuxur sem ég notaði mjög mikið á tímabili. Kristján: Ég og fyrrnefndur Stefán Finnbogason keyptum okkur báðir Cheap Monday buxur einhvern tímann í kring um 2009 sem voru örugglega bestu kaupin; þær voru ótrúlega flottar og þægilegar. Hann týndi sínum einhvern tímann eftir tónleika (hvernig týnir maður buxum?) en það kom gat í klofið á mínum, þannig að þær hlutu báðar raunalegan endi. Verstu kaupin voru þegar ég pantaði slatta af fötum frá geggjað skrýtinni suðurkóreskri síðu. Ég pantaði allt í XL vegna þess að ég gerði ráð fyrir að stærðirnar væru mjög litlar, en svo voru þær enn minni en ég gerði ráð fyrir þannig ég passaði ekki í neitt.Notið þið fylgihluti? Kristján: Ég hef verið að vinna með það úti að vera með útúrkrotaða vísindagrein undir handleggnum og góðan slatta af bugun á herðunum. Halldór er hins vegar nýlega búinn að eignast dóttur, sem er hinn fullkomni fylgihlutur fyrir spring/summer 2019. Halldór: Ég keypti mér um daginn geggjaðan trefil sem Siggi Odds hannaði og lét útbúa í 20 eintökum.Halldór Eldjárn (t.v.) klæðist hér Publish Brand buxum frá Asos, Edwin – Sunset On Mt. Fuji peysu úr Húrra Reykjavík og brúnum AirWair Hardlife leðurskóm frá Marteini lækni. Kristján Eldjárn er í Volchok peysu frá Kvartýru 49, Won Hundred buxum frá Húrra Reykjavík og Dr. Martens skóm.fbl/ERNIR Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Frændurnir og tónlistarmennirnir Kristján og Halldór Eldjárn, sem eru þekktastir sem meðlimir hljómsveitarinnar Sykurs, byrjuðu ungir að vinna tónlist saman. Þriðja breiðskífa Sykurs kemur út í ár en í millitíðinni hafa þeir frændur endurvakið fyrstu hljómsveit sína Tinslit og kemur fyrsta smáskífulag sveitarinnar út á morgun. „Upphaf Tinslit má rekja til æskuára okkar þegar við hittumst tólf og fjórtán ára gamlir heima hjá Halldóri á Ásvallagötunni, tókum upp nokkur lög á segulband og gerðum rjómakarmellur í potti. Hljómsveitin gaf aldrei neitt út en núna fimmtán árum síðar kemur smáskífan Hvítur köttur út. Við byrjuðum að vinna slatta af lögum saman bara tveir og áttuðum okkur svo á því að við höfðum ósjálfrátt endurvakið hljómsveit æsku okkar upp frá dvala,“ segir Kristján sem hefur verið búsettur í Los Angeles undanfarin ár þar sem hann hefur stundað doktorsnám í stærðfræði og tölvunarfræði.Nýtt efni með Sykri Halldór er auk þess með fleiri járn í eldinum en hann mun flytja verkið Poco Apollo á tónlistarhátíðinni Sónar sem fer fram í apríl. „Poco Apollo er í grunninn tónsmíð sem ég gerði með aðstoð forrits sem ég skrifaði. Í raun er um að ræða tónverk sem skapar sjálft sig, (e. generative music) en ég ákveð reglurnar sem tónverkið lýtur. Á Sónar ætla ég að flytja fjóra sérvalda þætti úr því verki, útsett fyrir djúpan strengjakvartett, rafhljóð og slagverk. Tónlistin er öðruvísi en það sem ég hef áður gefið út og það hefur verið mjög gaman að prófa sig áfram á ótroðnum slóðum. Poco Apollo mun koma út á plötu í byrjun apríl, en síðan er ég með aðra plötu í maganum sem verður allt öðruvísi og kemur út í beinu framhaldi.“Nokkur ár eru liðin síðan síðasta plata Sykurs kom út en aðdáendur sveitarinnar geta glaðst yfir nýjustu fréttum. „Við höfum verið að vinna á fullu í nýju plötunni okkar en nánari frétta er að vænta frá okkur snemma á þessu ári.“Einfalt og praktískt Þegar kemur að tísku eru þeir sammála um að Stefán Finnbogason, hljómsveitarfélagi þeirra í Sykri, sé tískufyrirmynd þeirra. „Mjög smekklegur maður þar á ferð,“ segir Kristján. „Stefán hefur ætíð verið mikill „trendsetter“ og smekkmaður mikill bæði á föt og hönnun almennt. En svo fylgist maður líka með hvað er í gangi og pikkar innan úr það sem höfðar til manns. Síðan er Hildur konan mín dugleg að segja mér hvað gæti hentað mér,“ bætir Halldór við.Kristján klæðist hér La Paz-skyrtu úr Geysi, afabuxum frá Asos, sokkarnir eru Sputnik 1985 frá Kvartsýru 49 og svörtu skórnir eru frá Dr. Martens.fbl/ernirEftir að Kristján flutti til Los Angeles hefur verið svolítið erfitt að spá mikið í klæðaburðinum vegna hitans því dags daglega gengur hann yfirleitt í stuttbuxum og bol. „Ég áttaði mig aldrei á því hvað maður hefur það gott að búa á Íslandi fyrr en ég hætti að geta gengið í jakka á hverjum degi. Annars vil ég helst vera í einhverju einföldu og stílhreinu. Ef ég lendi í því að þurfa að fremja hjónavígslu upp úr þurru, þá vil ég að fötin mín séu ekki fullkomlega óviðeigandi í það verkefni.“ Halldór segist vera meira fyrir einföld og praktísk föt. „Þau mega alveg vera fín en það verður að vera hægt að djöflast í þeim, til dæmis ef maður þarf allt í einu að pússa upp borðplötu eða lóða saman víra. Oftast vel ég frekar dökka liti eða hreinlega bara allt svart.“Hvernig hefur tískuáhugi ykkar þróast undanfarin ár? Halldór: Ég hef kannski farið aðeins úr DIY pælingum þegar kemur að tísku og orðið meira samdauna einhverjum straumum. Samt á ég alltaf mjög erfitt með að lúta boðum og bönnum sem fylgja oft slíkum straumum.Forfallinn neonlitamaðurHvernig fylgist þið helst með tískunni? Kristján: Ég held að ég fylgist með tískunni bara með osmósu. Ég meðtek bara það sem er í gangi í kring um mig og bregst við því. Halldór: Ég les bækur.Hvar kaupið þið helst fötin ykkar? Kristján: Meðan ég er úti í L.A. kaupi ég helst í „second hand“ búðum, mörkuðum og á netinu. Eitt af því sem verður erfitt að venjast við þegar ég flyt heim er hvað það er erfitt að panta hluti á netinu hér. Þetta er svolítið eins og að fara aftur til miðalda.Hér klæðist Halldór blárri prjónapeysu úr New Look og Not Bad trefli eftir Sigurð Oddsson sem hann keypti nýlega og var framleiddur í 20 eintökum.fbl/ErnirHalldór: Ég er farinn að kaupa færri föt en ég gerði, en vanda betur valið og reyni að finna eitthvað úr góðu efni sem endist. Húrra Reykjavík og Asos eru helstu póstarnir heima en erlendis á ég það til að kíkja í New Look eða Pull & Bear, svona á leiðinni á McDonalds. Það verður að vera smá heiðni líka í þessu.Hvaða litir eru í uppáhaldi? Halldór: Svart, dökkblátt og grátt. Bara eitthvað mjög beisik sem er gaman að poppa með pínku skærum lit einhvers staðar. Kristján: Ég vildi að ég hefði áhugaverðara svar, en yfirleitt eitthvað hvítt þegar ég er úti og svart þegar ég er heima.Eigið þið minningar um gömul tískuslys? Kristján: Ég ákvað þegar ég var 14 eða 15 ára að ég væri hippi og að það væri geggjað að vera í rosalega útvíðum buxum. Ég fer enn þá alveg í köku þegar einhver minnist á það við mig. Halldór: Ég var forfallinn neonlitamaður, oftar en ekki með hvít sólgleraugu úr Kolaportinu og arabaklút um hálsinn. En mér leið alveg vel þannig og stend enn með því „lúkki“ þó ég viðurkenni að tími þess sé nú löngu liðinn. Kristján bætir við: Þökkum æðri máttarvöldum fyrir það.Túrkisbláu buxurnar elst illaHvaða flíkur hafið þið átt lengst og notið enn þá? Halldór: Blá Fjällräven úlpa sem ég keypti 2012 með það að markmiði að láta hana endast í að minnsta kosti 30 ár. En annars hef ég endurnýjað mikið síðustu ár svo meðalaldur fataskápsins er frekar lágur.Eigið þið uppáhaldsverslanir? Kristján: Ein uppáhaldsbúðin mín í L.A. er Jet Rag, „second hand“ búð í West Hollywood, sem er með geggjað ódýra, gamla hljómsveitaboli á sunnudögum. Annars er oft hægt að gera mjög góð kaup á Rose Bowl flóamarkaðinum.Eigið þið eina uppáhaldsflík? Kristján: Ég á peysu sem mamma prjónaði á pabba minn fyrir örugglega 35 árum, sem lítur út eins og forsíða á New York Times, með svart-hvítum portrettmyndum og málsgreinum og öllu tilheyrandi. Mér þykir mjög vænt um hana.Bestu og verstu fatakaupin? Halldór: Bestu fatakaupin eru líklega buxur sem Hildur keypti handa mér frá Publish Brand. Verstu fatakaupin eru túrkisbláar gallabuxur sem ég notaði mjög mikið á tímabili. Kristján: Ég og fyrrnefndur Stefán Finnbogason keyptum okkur báðir Cheap Monday buxur einhvern tímann í kring um 2009 sem voru örugglega bestu kaupin; þær voru ótrúlega flottar og þægilegar. Hann týndi sínum einhvern tímann eftir tónleika (hvernig týnir maður buxum?) en það kom gat í klofið á mínum, þannig að þær hlutu báðar raunalegan endi. Verstu kaupin voru þegar ég pantaði slatta af fötum frá geggjað skrýtinni suðurkóreskri síðu. Ég pantaði allt í XL vegna þess að ég gerði ráð fyrir að stærðirnar væru mjög litlar, en svo voru þær enn minni en ég gerði ráð fyrir þannig ég passaði ekki í neitt.Notið þið fylgihluti? Kristján: Ég hef verið að vinna með það úti að vera með útúrkrotaða vísindagrein undir handleggnum og góðan slatta af bugun á herðunum. Halldór er hins vegar nýlega búinn að eignast dóttur, sem er hinn fullkomni fylgihlutur fyrir spring/summer 2019. Halldór: Ég keypti mér um daginn geggjaðan trefil sem Siggi Odds hannaði og lét útbúa í 20 eintökum.Halldór Eldjárn (t.v.) klæðist hér Publish Brand buxum frá Asos, Edwin – Sunset On Mt. Fuji peysu úr Húrra Reykjavík og brúnum AirWair Hardlife leðurskóm frá Marteini lækni. Kristján Eldjárn er í Volchok peysu frá Kvartýru 49, Won Hundred buxum frá Húrra Reykjavík og Dr. Martens skóm.fbl/ERNIR
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira