Einstæð þriggja barna móðir reynir að lifa af mánuð á lágmarkslaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2019 17:15 Anna Lára Friðfinnsdóttir er búin að reikna út hvernig janúar 2019 á að ganga upp. Hún hefur 89.400 krónur í mat og ófyrirséðan kostnað en hún sér fyrir þremur börnum. Anna Lára Friðfinnsdóttir, starfsmaður á fjármálasviði WOW air, ætlar annað árið í röð að fylgjast vel með peningunum í janúar. Í fyrra tók fjölskyldan út 100 þúsund krónur til að lifa af dagana 31 í janúar. Í ár ætlar Anna Lára að setja sig í spor þeirra sem eru með lágmarkslaun, með 300 þúsund krónur á mánuði.Fjölskyldan náði markmiði sínu í fyrra, að eyða innan við 100 þúsund krónum í helstu nauðsynjar. Þau áttu eftir 7200 krónur þegar mánuðurinn var úti. „Þegar kom að því að finna þá upphæð sem ætti að duga fjölskyldunni til framfærslu þennan mánuðinn ákvað ég horfa til þeirra sem þurfa að lifa á lágmárkslaunum. Lágmarkslaun á Íslandi fyrir fulla vinnu eru í dag 300þ fyrir skatta og gjöld. Kjarasamningar eru lausir en illa gengur að fá þá sem hér stjórna til sjá og viðurkenna að erfitt getur verið að lifa af á þessum launum,“ segir Anna Lára. Lágmarkslaun hækkuðu í 300 þúsund krónur hér á landi á liðnu ári. „Amma mín sagði alltaf að maður ætti að setja sig í spor annara til að skilja betur þeirra sjónarmið, ég skora því á fulltrúa SA og ríkistjórn Íslands að koma með mér í þetta ferðalag, bara í einn mánuð ! ykkur finnst nefninlega sjálfsagt að þetta sé raunveruleiki margra,“ segir Anna sem heldur úti Snapchat-reikningnum abalabba. Anna Lára segir útreikningana miða við einstæða móður með þrjú börn á framfæri í leiguhúsnæði þar sem hiti, rafmagn, sjónvarpsáskrift og internet er innifalið í leigu. „Ég tek barnabætur inn í útreikninginn (hlutfallaðan niður á mánuði) en þær eru ekki greiddar út nema fjórum sinnum á ári. Útgangspunkturinn er sá sami og í fyrra, að spara og nýta allt það sem til er, en þar sem kjarasamningar eru nú lausir lá vel við að nýta tækifærið að skora á aðra að vera með.“ 82 kjarasamningar losnuðu um áramótin og 152 til viðbótar losna í mars. Viðræður Eflingar, VR og VLFA við Samtök atvinnulífsins hófust á milli jóla og nýárs. Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30 Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Anna Lára Friðfinnsdóttir, starfsmaður á fjármálasviði WOW air, ætlar annað árið í röð að fylgjast vel með peningunum í janúar. Í fyrra tók fjölskyldan út 100 þúsund krónur til að lifa af dagana 31 í janúar. Í ár ætlar Anna Lára að setja sig í spor þeirra sem eru með lágmarkslaun, með 300 þúsund krónur á mánuði.Fjölskyldan náði markmiði sínu í fyrra, að eyða innan við 100 þúsund krónum í helstu nauðsynjar. Þau áttu eftir 7200 krónur þegar mánuðurinn var úti. „Þegar kom að því að finna þá upphæð sem ætti að duga fjölskyldunni til framfærslu þennan mánuðinn ákvað ég horfa til þeirra sem þurfa að lifa á lágmárkslaunum. Lágmarkslaun á Íslandi fyrir fulla vinnu eru í dag 300þ fyrir skatta og gjöld. Kjarasamningar eru lausir en illa gengur að fá þá sem hér stjórna til sjá og viðurkenna að erfitt getur verið að lifa af á þessum launum,“ segir Anna Lára. Lágmarkslaun hækkuðu í 300 þúsund krónur hér á landi á liðnu ári. „Amma mín sagði alltaf að maður ætti að setja sig í spor annara til að skilja betur þeirra sjónarmið, ég skora því á fulltrúa SA og ríkistjórn Íslands að koma með mér í þetta ferðalag, bara í einn mánuð ! ykkur finnst nefninlega sjálfsagt að þetta sé raunveruleiki margra,“ segir Anna sem heldur úti Snapchat-reikningnum abalabba. Anna Lára segir útreikningana miða við einstæða móður með þrjú börn á framfæri í leiguhúsnæði þar sem hiti, rafmagn, sjónvarpsáskrift og internet er innifalið í leigu. „Ég tek barnabætur inn í útreikninginn (hlutfallaðan niður á mánuði) en þær eru ekki greiddar út nema fjórum sinnum á ári. Útgangspunkturinn er sá sami og í fyrra, að spara og nýta allt það sem til er, en þar sem kjarasamningar eru nú lausir lá vel við að nýta tækifærið að skora á aðra að vera með.“ 82 kjarasamningar losnuðu um áramótin og 152 til viðbótar losna í mars. Viðræður Eflingar, VR og VLFA við Samtök atvinnulífsins hófust á milli jóla og nýárs.
Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30 Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30
Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00