Fyrsta barn ársins var búið að láta bíða eftir sér í tíu daga Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 1. janúar 2019 19:09 Fyrsta barn ársins var búið að láta bíða eftir sér í tíu daga þegar það ákvað að kíkja í heiminn og stela athygli fjölmiðla. Foreldarnir eru að sjálfsögðu í skýjunum og segja stórstjörnu fædda. „Þetta gekk bara vel loksins þegar allt fór í gang. Ég var sett 23. desember og var eiginlega búin að vera með hríðar í fjóra daga þegar hún ákvað að láta sjá sig með látum, fyrst barn ársins,“ segir Sigríður Hjördís Indriðadóttir, móðir stúlkunnar. Stúlkan kom í heiminn klukkan þrjá mínútur yfir sex í morgun og vó hún fimmtán merkur og var fimmtíu og einn sentimetrar á lengd. Foreldrarnir eru að sjálfsögðu í skýjunum og segja hana væra og góða. Tilfinningin að fara inn í nýtt ár í miðri fæðingu sé auðvitað eitthvað sem þau ímynduðu sér ekki að upplifa. „Það er náttúrulega svolítið sérstakt en frábær tilfinning, klárlega það besta sem ég hef upplifað,“ segir Hannes Björn Guðlaugsson, faðir stúlkunnar. Sigríður segir lætin í flugeldunum bara hafa hjálpað til „Ég man eftir því í fæðingunni að ég hugsaði til þess að ég heyrði í þeim úti, það bara hjálpaði til – mikil læti,“ segir Sigríður. Þrátt fyrir að átökin við að koma stúlkunni í heiminn voru hafinn á miðnætti reyndu þau að halda í hefðir og kveiktu á áramótaskaupinu. „Það var nú í gangi í miðri fæðingunni, við náðum ekki að horfa á allt en það var þarna eitthvað sem við sáum,“ segir Hannes léttur í bragði. Tengdar fréttir Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Akranesi Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi klukkan 6:03 í morgun. 1. janúar 2019 09:52 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á aflögn jafnlaunavottunar Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Sjá meira
Fyrsta barn ársins var búið að láta bíða eftir sér í tíu daga þegar það ákvað að kíkja í heiminn og stela athygli fjölmiðla. Foreldarnir eru að sjálfsögðu í skýjunum og segja stórstjörnu fædda. „Þetta gekk bara vel loksins þegar allt fór í gang. Ég var sett 23. desember og var eiginlega búin að vera með hríðar í fjóra daga þegar hún ákvað að láta sjá sig með látum, fyrst barn ársins,“ segir Sigríður Hjördís Indriðadóttir, móðir stúlkunnar. Stúlkan kom í heiminn klukkan þrjá mínútur yfir sex í morgun og vó hún fimmtán merkur og var fimmtíu og einn sentimetrar á lengd. Foreldrarnir eru að sjálfsögðu í skýjunum og segja hana væra og góða. Tilfinningin að fara inn í nýtt ár í miðri fæðingu sé auðvitað eitthvað sem þau ímynduðu sér ekki að upplifa. „Það er náttúrulega svolítið sérstakt en frábær tilfinning, klárlega það besta sem ég hef upplifað,“ segir Hannes Björn Guðlaugsson, faðir stúlkunnar. Sigríður segir lætin í flugeldunum bara hafa hjálpað til „Ég man eftir því í fæðingunni að ég hugsaði til þess að ég heyrði í þeim úti, það bara hjálpaði til – mikil læti,“ segir Sigríður. Þrátt fyrir að átökin við að koma stúlkunni í heiminn voru hafinn á miðnætti reyndu þau að halda í hefðir og kveiktu á áramótaskaupinu. „Það var nú í gangi í miðri fæðingunni, við náðum ekki að horfa á allt en það var þarna eitthvað sem við sáum,“ segir Hannes léttur í bragði.
Tengdar fréttir Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Akranesi Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi klukkan 6:03 í morgun. 1. janúar 2019 09:52 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á aflögn jafnlaunavottunar Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Sjá meira
Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Akranesi Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi klukkan 6:03 í morgun. 1. janúar 2019 09:52