Gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta #metoo ráðstefnu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 08:15 Ungar athafnakonur gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta ráðstefnu um #metoo byltinguna. Nauðsynlegt sé að halda umræðunni á lofti því enn sé langt í land. Nýrri herferð hefur verið hrint af stað. Herferð með myllumerkinu #vinnufriður hefur verið hrint af stað til að minna á að #metoo er hvergi lokið. Krafan er að stjórnvöld og leiðtogar í atvinnulífinu skilgreini hvaða afleiðingar áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur. Það er ekki nóg að viðurkenna vandann. Það þarf að bregðast við honum líka. „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ spyrja Ungar athafnakonur en þær gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa frestað #metoo ráðstefnu sem átti að fara fram áþingsetningardegi 21. janúar næstkomandi. „Það gengur svolítið brösulega hjá Alþingi núna en það þýðir ekki að það eigi að fresta þessu. Ef þetta er að koma upp þá þarf að taka á því. Það á ekki bara að tala um #metoo þegar gengur vel. Þetta þarf að tækla og þessi #metoo fundur þarf að eiga sér stað. Ef að Alþingi tekur ekki ábyrgð og æðstu leiðtogar samfélagsins þurfa ekki að axla ábyrgð, af hverju ættu einhverjir aðrir að gera það? Þeir eru fyrirmynd þjóðarinnar,“ segir Kolfinna Tómasdóttir, stjórnarmeðlimur Ungra athafnakvenna.Langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum Herferðin fór af stað í vikunni og segir Kolfinna viðbrögð hafa verið framar vonum. Hún segir sorglegt að sjá hversu grófar sumar sögurnar eru. Sjálf á hún nokkrar og sagði frá þessari á Twitter síðu sinni: „Ég fitnaði og samstarfsfélagi sagði í vinnunni að það væri allt í lagi því brjóstin mín væru þá stærri, svo kleip hann í það hægra.“ Fjöldi kvenna og karla hafa tekið þátt og benda á að enn sé langt í langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum. Kolfinna segir það í okkar valdi að taka höndum saman og breyta þessu. „Svo heyrir maður líka að fólk sé orðið þreytt á þessu og þetta sé alltaf sama umræðan. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, við erum líka þreyttar á þessu, það eru allir þreyttir á þessu. Það er ekkert gaman að ræða þetta og rifa upp fyrir fólk. Málið er líka annað hvort breytum við þessu hér og nú eða við bara höldum áfram að ræða þetta,“ segir hún ákveðin. MeToo Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Ungar athafnakonur gagnrýna stjórnvöld fyrir að fresta ráðstefnu um #metoo byltinguna. Nauðsynlegt sé að halda umræðunni á lofti því enn sé langt í land. Nýrri herferð hefur verið hrint af stað. Herferð með myllumerkinu #vinnufriður hefur verið hrint af stað til að minna á að #metoo er hvergi lokið. Krafan er að stjórnvöld og leiðtogar í atvinnulífinu skilgreini hvaða afleiðingar áreitni á vinnustað hafi fyrir gerendur og þolendur. Það er ekki nóg að viðurkenna vandann. Það þarf að bregðast við honum líka. „Hvað þarf að gerast svo hér ríki vinnufriður?“ spyrja Ungar athafnakonur en þær gagnrýna stjórnvöld fyrir að hafa frestað #metoo ráðstefnu sem átti að fara fram áþingsetningardegi 21. janúar næstkomandi. „Það gengur svolítið brösulega hjá Alþingi núna en það þýðir ekki að það eigi að fresta þessu. Ef þetta er að koma upp þá þarf að taka á því. Það á ekki bara að tala um #metoo þegar gengur vel. Þetta þarf að tækla og þessi #metoo fundur þarf að eiga sér stað. Ef að Alþingi tekur ekki ábyrgð og æðstu leiðtogar samfélagsins þurfa ekki að axla ábyrgð, af hverju ættu einhverjir aðrir að gera það? Þeir eru fyrirmynd þjóðarinnar,“ segir Kolfinna Tómasdóttir, stjórnarmeðlimur Ungra athafnakvenna.Langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum Herferðin fór af stað í vikunni og segir Kolfinna viðbrögð hafa verið framar vonum. Hún segir sorglegt að sjá hversu grófar sumar sögurnar eru. Sjálf á hún nokkrar og sagði frá þessari á Twitter síðu sinni: „Ég fitnaði og samstarfsfélagi sagði í vinnunni að það væri allt í lagi því brjóstin mín væru þá stærri, svo kleip hann í það hægra.“ Fjöldi kvenna og karla hafa tekið þátt og benda á að enn sé langt í langt í að uppræta áreiti á vinnustöðum. Kolfinna segir það í okkar valdi að taka höndum saman og breyta þessu. „Svo heyrir maður líka að fólk sé orðið þreytt á þessu og þetta sé alltaf sama umræðan. Auðvitað er fólk þreytt á þessu, við erum líka þreyttar á þessu, það eru allir þreyttir á þessu. Það er ekkert gaman að ræða þetta og rifa upp fyrir fólk. Málið er líka annað hvort breytum við þessu hér og nú eða við bara höldum áfram að ræða þetta,“ segir hún ákveðin.
MeToo Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira