Jón Baldvin segir frásagnir kvennanna ýmist uppspuna eða skrumskælingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. janúar 2019 02:30 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, ætlar hvorki að lögsækja dóttur sína né frænkur eiginkonu sinnar. vísir/gva Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra segir að frásagnir þeirra kvenna sem hafa að undanförnu stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni og ofbeldi eigi það allar sameiginlegt að vera annað hvort uppspuni eða skrumskæling á veruleikanum. Hann segist hvorki ætla að lögsækja Aldísi Schram, dóttur sína, né frænkur Bryndísar Schram, eiginkonu hans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Baldvins sem birtist í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni Án dóms og laga. Stundin birti í í þar síðustu viku ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini um kynferðisbrot sem spanna yfir fimmtíu ár en nýjasta frásögnin hverfist um meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni í sumar. Ætlar ekki að „leiðrétta“ frásagnirnar strax Jón Baldvin segir að „sannleikurinn sé nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti“ en þrátt fyrir það ætli hann sér ekki að „leiðrétta“ frásagnirnar að svo stöddu heldur muni það bíða betri tíma. Ástæðan fyrir því að hann segist ekki vilja tjá sig um ásakanirnar er sú að „söguberar“, eins Jón Baldvin kemst að orði, séu annað hvort í nánum fjölskyldutengslum við hann og eiginkonu hans Bryndísi Schram eða nánir vinir elstu dóttur þeirra. Jón Baldvin segist ekki ætla að stefna Aldísi Schram, dóttur sinni, og segir málið allt vera „fjölskylduböl“. „Við Bryndís erum sammála um, að fjölskylduböl af þessu tagi – því að það er það – verði ekki útkljáð í réttarsal, né heldur til lykta leitt í fjölmiðlum.“ Jón Baldvin segist ætla að skrifa greinargerð um ásakanirnar síðar. Hann var skólameistari við Menntaskólann á Ísafirði á árunum 1975-1979 Í yfirlýsingu Jóns Baldvins kemur ekkert fram um þær ásakanir sem hafa verið settar fram frá því hann var skólameistari við Menntaskólann á Ísafirði á árunum 1975-1979. Jón hefur ekki brugðist við frásögn Carmenar Jóhannsdóttur sem sakar hann um að hafa þuklað á sér þegar hún var gestur ásamt móður sinni í sumarhúsi hjónanna í Andalúsíu í júnímánuði síðasta sumar. Þá kemur heldur ekkert fram í máli Jóns Baldvins um ásakanir fyrrverandi nemenda hans við Hagaskóla. Vill ekki skemmta skrattanum Jón Baldvin segir að í fyrstu hafi hann ekki getað setið undir þessum ásökunum en að við nánari íhugun hafi niðurstaðan verið sú að tal hans um ásakanirnar yrði „til lítils annars en að skemmta skrattanum“. „Að öllu þessu virtu, er það niðurstaða okkar Bryndísar, að sálarheill okkar umsetnu fjölskyldu eigi að hafa forgang, umfram réttarhöld í kastljósi fjölmiðla að svo stöddu. Heildstæð greinargerð, þar sem öllum framkomnum sakargiftum verði gerð verðug skil, verður því að bíða betri tíma,“ skrifar Jón Baldvin. Axlar ábyrgð á bréfunumJón Baldvin viðurkennir að bera þunga sök á því að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu eiginkonu sinnar með því að senda móðurdóttur hennar Guðrúnu Harðardóttur óviðeigandi bréf. Guðrún steig fram árið 2012 í ítarlegu viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún sagði að bréf sem Jón Baldvin hafi sent henni hafi gert hana hrædda. Hún segir að fyrstu bréfin frá Jóni hafi borist sér þegar hún var tíu ára nemandi í Hagaskóla. Síðustu bréfin bárust henni þegar Guðrún var 16 og 17 ára en þá var hún skiptinemi í Venesúela. Í pistli sem Jón Baldvin skrifaði í Fréttablaðið árið 2012 segir hann að bréfin og bók sem hann sendi henni eftir Mario Vargas Llosa hafi á köflum verið erótísk. Í pistlinum biðst hann afsökunar og segist hafa gerst sekur um dómgreindarbrest.Umfjöllun Nýs Lífs vakti mikla athygli árið 2012 og seldist fyrsta prentun upp.„Á því hef ég beðist margfaldlega afsökunar, bæði Guðrúnu sjálfa og fjölskyldu hennar, sem og opinberlega. Ég hef leitað eftir fyrirgefningu, en án árangurs. Á þessu máli ber ég einn ábyrgð – og enginn annar,“ skrifar Jón Baldvin í yfirlýsingunni. Hann neitar þó með öllu að hafa „áreitt Guðrúnu á barnsaldri“. Í færslu sem Jón Baldvin skrifaði í mars 2012 gerir hann upp málið frá sínum bæjardyrum.Sjá nánar: Að gera hreint fyrir sínum dyrum Guðrún stofnaði á dögunum Facebook-hópinn #Me too Jón Baldvin Hannibalsson en í lýsingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar.“ Í hópnum eru rúmlega 570 konur. Segir málið vera fjölskylduharmleikJón Baldvin gerir frásögn Aldísar Schram, elstu dóttur sinnar, að umfjöllunarefni í grein sinni. Aldís sakaði föður sinn um að hafa notað bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington þegar hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild og þar með misnotað aðstöðu sína. Þetta sagði hún í ítarlegu viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn. Aldís sagði að rétt áður en hún hafi verið vistuð gegn sínum vilja hafi hún hótað Jóni Baldvini lögsókn en fréttamenn Morgunútvarpsins hafa gögn undir höndum þar sem fram kemur að Jón Baldvin hafi notað bréfsefni frá sendiráðinu þar sem hann titlar sig sem sendiherra. Aldís segir að Jón Baldvin hafi reynt að gera frásögn sína ómarktæka með því að vista hana á geðdeild. Þann 11. janúar síðastliðinn fann Aldís sig knúna til að birta vottorð dr. Gunnars Hrafns Birgissonar því til sönnunar að hún sé ekki haldin neinum geðsjúkdómi. Í vottorðinu er ritað að í viðtölum við Aldísi og á prófum hafi ekki komið fram vísbendingar um geðhvarfaröskun en aftur á móti hafi hún sýnt einkenni um áfallastreitu.Aldís Schram er menntuð leikkona og lögfræðingur. Hún býður öllum þolendum kynferðislegs áreitis og/eða ofbeldis upp á ókeypis lögfræðiaðstoð á laugardögum út árið 2019.Segir að valdamaður geti ekki sigað lögreglu á varnarlausaÍ yfirlýsingu Jóns Baldvins hefur hann um málið hugtakið „fjölskylduharmleikur“. „Eftir að hafa oftar en einu sinni orðið við ákalli geðlækna um nauðungarvistun elstu dóttur okkar á geðdeild, snerist vinarþel og ástúð dóttur til föður að lokum í hatur, sem engu eirir, eins og frásagnir hennar bera vott um. Nauðungarvistun er síðasta neyðarúrræði geðlæknis. Á þessum tíma þurfti að lögum heimild náins aðstandanda til að beita þessu neyðarúrræði. Dóttir okkar treysti mér einum til þess og lét bóka það,“ skrifar Jón Baldvin. Hann fullyrðir þá að þeir sem haldi því fram að valdamaður geti sigað lögreglu á varnarlausa einstaklinga að geðþótta viti ekki hvað þeir tali um.Segir fjölmiðla vilja velta sér upp úr ógæfu annarraÍ yfirlýsingunni beinir Jón Baldvin spjótun sínum að fjölmiðlum. Honum finnst það vera hreinn níðingsskapur „að færa sér í nyt fjölskylduharmleik eins og þann sem við höfum mátt búa við í áratugi, til þess að ræna mannorðinu, í skjóli þess að vörnum verði vart við komið.“ Jón Baldvin segir að fjölmiðlar vilji velta sér upp úr ógæfu annarra með því að „lepja upp einhliða og óstaðfestan óhróður, að óathuguðu máli“. Hann kallar fréttaflutninginn af málinu „sorp-blaðamennsku“. Brothætt réttarríkiJón Baldvin segir að málið veki upp áleitnar spurningar er varði almannaheill. „Getum við ekki lengur treyst því, að hver maður teljist saklaus, uns hann hefur verið sekur fundinn fyrir dómi? Skal hann samt teljast sekur samkvæmt dómstóli fjölmiðla, þótt sýknaður hafi verið af réttum yfirvöldum að rannsókn lokinni?“ spyr Jón Baldvin. Hann segir að í þessu sé fólginn „sjálfur tilvistarvandi okkar brothætta réttarríkis“. Ísafjarðarbær MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Jón Baldvin borinn þungum sökum um kynferðisbrot MeToo-hópur á Facebook hefur verið stofnaður vegna fyrrverandi utanríkisráðherra auk þess sem fimm konur hafa greint frá meintri áreitni hans í Stundinni í dag og í gær. 12. janúar 2019 22:00 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra segir að frásagnir þeirra kvenna sem hafa að undanförnu stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni og ofbeldi eigi það allar sameiginlegt að vera annað hvort uppspuni eða skrumskæling á veruleikanum. Hann segist hvorki ætla að lögsækja Aldísi Schram, dóttur sína, né frænkur Bryndísar Schram, eiginkonu hans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Jóns Baldvins sem birtist í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni Án dóms og laga. Stundin birti í í þar síðustu viku ásakanir fjögurra kvenna á hendur Jóni Baldvini um kynferðisbrot sem spanna yfir fimmtíu ár en nýjasta frásögnin hverfist um meinta kynferðislega áreitni sem á að hafa átt sér stað á Spáni í sumar. Ætlar ekki að „leiðrétta“ frásagnirnar strax Jón Baldvin segir að „sannleikurinn sé nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti“ en þrátt fyrir það ætli hann sér ekki að „leiðrétta“ frásagnirnar að svo stöddu heldur muni það bíða betri tíma. Ástæðan fyrir því að hann segist ekki vilja tjá sig um ásakanirnar er sú að „söguberar“, eins Jón Baldvin kemst að orði, séu annað hvort í nánum fjölskyldutengslum við hann og eiginkonu hans Bryndísi Schram eða nánir vinir elstu dóttur þeirra. Jón Baldvin segist ekki ætla að stefna Aldísi Schram, dóttur sinni, og segir málið allt vera „fjölskylduböl“. „Við Bryndís erum sammála um, að fjölskylduböl af þessu tagi – því að það er það – verði ekki útkljáð í réttarsal, né heldur til lykta leitt í fjölmiðlum.“ Jón Baldvin segist ætla að skrifa greinargerð um ásakanirnar síðar. Hann var skólameistari við Menntaskólann á Ísafirði á árunum 1975-1979 Í yfirlýsingu Jóns Baldvins kemur ekkert fram um þær ásakanir sem hafa verið settar fram frá því hann var skólameistari við Menntaskólann á Ísafirði á árunum 1975-1979. Jón hefur ekki brugðist við frásögn Carmenar Jóhannsdóttur sem sakar hann um að hafa þuklað á sér þegar hún var gestur ásamt móður sinni í sumarhúsi hjónanna í Andalúsíu í júnímánuði síðasta sumar. Þá kemur heldur ekkert fram í máli Jóns Baldvins um ásakanir fyrrverandi nemenda hans við Hagaskóla. Vill ekki skemmta skrattanum Jón Baldvin segir að í fyrstu hafi hann ekki getað setið undir þessum ásökunum en að við nánari íhugun hafi niðurstaðan verið sú að tal hans um ásakanirnar yrði „til lítils annars en að skemmta skrattanum“. „Að öllu þessu virtu, er það niðurstaða okkar Bryndísar, að sálarheill okkar umsetnu fjölskyldu eigi að hafa forgang, umfram réttarhöld í kastljósi fjölmiðla að svo stöddu. Heildstæð greinargerð, þar sem öllum framkomnum sakargiftum verði gerð verðug skil, verður því að bíða betri tíma,“ skrifar Jón Baldvin. Axlar ábyrgð á bréfunumJón Baldvin viðurkennir að bera þunga sök á því að hafa valdið langvarandi ósætti innan fjölskyldu eiginkonu sinnar með því að senda móðurdóttur hennar Guðrúnu Harðardóttur óviðeigandi bréf. Guðrún steig fram árið 2012 í ítarlegu viðtali hjá Nýju lífi þar sem hún sagði að bréf sem Jón Baldvin hafi sent henni hafi gert hana hrædda. Hún segir að fyrstu bréfin frá Jóni hafi borist sér þegar hún var tíu ára nemandi í Hagaskóla. Síðustu bréfin bárust henni þegar Guðrún var 16 og 17 ára en þá var hún skiptinemi í Venesúela. Í pistli sem Jón Baldvin skrifaði í Fréttablaðið árið 2012 segir hann að bréfin og bók sem hann sendi henni eftir Mario Vargas Llosa hafi á köflum verið erótísk. Í pistlinum biðst hann afsökunar og segist hafa gerst sekur um dómgreindarbrest.Umfjöllun Nýs Lífs vakti mikla athygli árið 2012 og seldist fyrsta prentun upp.„Á því hef ég beðist margfaldlega afsökunar, bæði Guðrúnu sjálfa og fjölskyldu hennar, sem og opinberlega. Ég hef leitað eftir fyrirgefningu, en án árangurs. Á þessu máli ber ég einn ábyrgð – og enginn annar,“ skrifar Jón Baldvin í yfirlýsingunni. Hann neitar þó með öllu að hafa „áreitt Guðrúnu á barnsaldri“. Í færslu sem Jón Baldvin skrifaði í mars 2012 gerir hann upp málið frá sínum bæjardyrum.Sjá nánar: Að gera hreint fyrir sínum dyrum Guðrún stofnaði á dögunum Facebook-hópinn #Me too Jón Baldvin Hannibalsson en í lýsingu á hópnum kemur fram að þar sé rætt um „upplifun kvenna af áreitni og/eða ofbeldi Jóns Baldvins Hannibalssonar.“ Í hópnum eru rúmlega 570 konur. Segir málið vera fjölskylduharmleikJón Baldvin gerir frásögn Aldísar Schram, elstu dóttur sinnar, að umfjöllunarefni í grein sinni. Aldís sakaði föður sinn um að hafa notað bréfsefni sendiráðs Íslands í Washington þegar hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild og þar með misnotað aðstöðu sína. Þetta sagði hún í ítarlegu viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 á fimmtudaginn. Aldís sagði að rétt áður en hún hafi verið vistuð gegn sínum vilja hafi hún hótað Jóni Baldvini lögsókn en fréttamenn Morgunútvarpsins hafa gögn undir höndum þar sem fram kemur að Jón Baldvin hafi notað bréfsefni frá sendiráðinu þar sem hann titlar sig sem sendiherra. Aldís segir að Jón Baldvin hafi reynt að gera frásögn sína ómarktæka með því að vista hana á geðdeild. Þann 11. janúar síðastliðinn fann Aldís sig knúna til að birta vottorð dr. Gunnars Hrafns Birgissonar því til sönnunar að hún sé ekki haldin neinum geðsjúkdómi. Í vottorðinu er ritað að í viðtölum við Aldísi og á prófum hafi ekki komið fram vísbendingar um geðhvarfaröskun en aftur á móti hafi hún sýnt einkenni um áfallastreitu.Aldís Schram er menntuð leikkona og lögfræðingur. Hún býður öllum þolendum kynferðislegs áreitis og/eða ofbeldis upp á ókeypis lögfræðiaðstoð á laugardögum út árið 2019.Segir að valdamaður geti ekki sigað lögreglu á varnarlausaÍ yfirlýsingu Jóns Baldvins hefur hann um málið hugtakið „fjölskylduharmleikur“. „Eftir að hafa oftar en einu sinni orðið við ákalli geðlækna um nauðungarvistun elstu dóttur okkar á geðdeild, snerist vinarþel og ástúð dóttur til föður að lokum í hatur, sem engu eirir, eins og frásagnir hennar bera vott um. Nauðungarvistun er síðasta neyðarúrræði geðlæknis. Á þessum tíma þurfti að lögum heimild náins aðstandanda til að beita þessu neyðarúrræði. Dóttir okkar treysti mér einum til þess og lét bóka það,“ skrifar Jón Baldvin. Hann fullyrðir þá að þeir sem haldi því fram að valdamaður geti sigað lögreglu á varnarlausa einstaklinga að geðþótta viti ekki hvað þeir tali um.Segir fjölmiðla vilja velta sér upp úr ógæfu annarraÍ yfirlýsingunni beinir Jón Baldvin spjótun sínum að fjölmiðlum. Honum finnst það vera hreinn níðingsskapur „að færa sér í nyt fjölskylduharmleik eins og þann sem við höfum mátt búa við í áratugi, til þess að ræna mannorðinu, í skjóli þess að vörnum verði vart við komið.“ Jón Baldvin segir að fjölmiðlar vilji velta sér upp úr ógæfu annarra með því að „lepja upp einhliða og óstaðfestan óhróður, að óathuguðu máli“. Hann kallar fréttaflutninginn af málinu „sorp-blaðamennsku“. Brothætt réttarríkiJón Baldvin segir að málið veki upp áleitnar spurningar er varði almannaheill. „Getum við ekki lengur treyst því, að hver maður teljist saklaus, uns hann hefur verið sekur fundinn fyrir dómi? Skal hann samt teljast sekur samkvæmt dómstóli fjölmiðla, þótt sýknaður hafi verið af réttum yfirvöldum að rannsókn lokinni?“ spyr Jón Baldvin. Hann segir að í þessu sé fólginn „sjálfur tilvistarvandi okkar brothætta réttarríkis“.
Ísafjarðarbær MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36 Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46 „Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51 Jón Baldvin borinn þungum sökum um kynferðisbrot MeToo-hópur á Facebook hefur verið stofnaður vegna fyrrverandi utanríkisráðherra auk þess sem fimm konur hafa greint frá meintri áreitni hans í Stundinni í dag og í gær. 12. janúar 2019 22:00 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Segir Jón Baldvin hafa misnotað stöðu sína sem sendiherra við nauðungarvistun Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra, segir föður sinn hafa misnotað aðstöðu sína sem sendiherra er hann óskaði eftir því að hún yrði nauðungarvistuð á geðdeild. 17. janúar 2019 09:36
Guðrún segir tíðarandann annan í dag en þegar hún greindi frá bréfum Jóns Baldvins Segir viðbrögðin árið 2012 hafa verið skell fyrir sig. 14. janúar 2019 11:46
„Verður að stöðva þessa perverta sem telja sig guðsgjöf til kvenna“ Jón Baldvin var alræmdur á Ísafirði meðan hann var skólameistari þar. 14. janúar 2019 13:51
Jón Baldvin borinn þungum sökum um kynferðisbrot MeToo-hópur á Facebook hefur verið stofnaður vegna fyrrverandi utanríkisráðherra auk þess sem fimm konur hafa greint frá meintri áreitni hans í Stundinni í dag og í gær. 12. janúar 2019 22:00