Alltaf verið himinlifandi með uppsetninguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2019 08:15 Bergrún Íris er með myndir úr tveimur nýjustu bókum sínum á sýningunni. Fréttablaðið/Ernir Sýningin Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í sautjánda sinn í Borgarbókasafninu, menningarhúsi Gerðubergi á morgun, sunnudag, klukkan 14. Þar eru myndlýsingar í íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2018 og sýningin birtir glöggt þá fjölbreytni og fagmennsku sem er að finna í íslenskri barnabókaútgáfu. Að þessu sinni taka nítján myndhöfundar þátt. Einn þeirra er Bergrún Íris Sævarsdóttir sem oft hefur sýnt áður, enda er hún mikilvirk og myndskreytir bækur fyrir marga en í þetta sinn kveðst hún einungis vera með myndir úr eigin bókum á sýningunni. „Þær eru úr nýjustu bókunum mínum, Næturdýrin og Langelstur í leynifélaginu sem er framhald af bók sem kom út í fyrra og hét Langelstur í bekknum,“ útskýrir hún. Bergrún Íris er ekki búin að sjá hvernig myndirnar taka sig út á veggnum í Gerðubergi. „En ég hef oft tekið þátt áður og hef alltaf verið himinlifandi með uppsetninguna. Svo er líka svo skemmtilegt að sýningin fer hringinn í kringum landið.“ Það passar. Í Gerðubergi stendur hún til 31. mars en fer þá á flakk og fyrsti viðkomustaður verður Amtsbókasafnið á Akureyri. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýningin Þetta vilja börnin sjá! verður opnuð í sautjánda sinn í Borgarbókasafninu, menningarhúsi Gerðubergi á morgun, sunnudag, klukkan 14. Þar eru myndlýsingar í íslenskum barnabókum sem komu út á árinu 2018 og sýningin birtir glöggt þá fjölbreytni og fagmennsku sem er að finna í íslenskri barnabókaútgáfu. Að þessu sinni taka nítján myndhöfundar þátt. Einn þeirra er Bergrún Íris Sævarsdóttir sem oft hefur sýnt áður, enda er hún mikilvirk og myndskreytir bækur fyrir marga en í þetta sinn kveðst hún einungis vera með myndir úr eigin bókum á sýningunni. „Þær eru úr nýjustu bókunum mínum, Næturdýrin og Langelstur í leynifélaginu sem er framhald af bók sem kom út í fyrra og hét Langelstur í bekknum,“ útskýrir hún. Bergrún Íris er ekki búin að sjá hvernig myndirnar taka sig út á veggnum í Gerðubergi. „En ég hef oft tekið þátt áður og hef alltaf verið himinlifandi með uppsetninguna. Svo er líka svo skemmtilegt að sýningin fer hringinn í kringum landið.“ Það passar. Í Gerðubergi stendur hún til 31. mars en fer þá á flakk og fyrsti viðkomustaður verður Amtsbókasafnið á Akureyri.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira