Segir samhljóm með áherslum BSRB og Alþýðusambandsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. janúar 2019 09:00 Sonja Ýr, sem hér sést ávarpa þing ASÍ, segir margt sameiginlegt í áherslum BSRB og ASÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það er ljóst að okkar áherslur verða í skattamálum og húsnæðismálum. Svo eru ýmis sérmál okkar eins og jöfnun launa milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og áframhaldandi launaþróunartrygging. Við leggjum líka mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um komandi kjaraviðræður. Alls losna 152 kjarasamningar í lok mars næstkomandi en þar eru undir flestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt lögum þurfa aðilar að skila viðræðuáætlunum til ríkissáttasemjara tíu vikum fyrir þann tíma og rann sá frestur út í gær. Um hádegi í gær höfðu embættinu borist 14 áætlanir en taka skal fram að heildarsamtök geta gert sameiginlega áætlun fyrir sín aðildarfélög. Í svari frá ríkissáttasemjara kemur fram að von sé á fleiri áætlunum eftir helgi en ekki liggi fyrir hversu margar þær verði. Sonja segir að stutt sé í að kröfur aðildarfélaga BSRB verði klárar. „Þetta er farið að skýrast. Það eru búnir að vera fundir hjá aðildarfélögunum og samningseiningum BSRB þar sem við erum að ræða hverjar verða sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum og viðsemjendum.“ Félagsmenn BSRB eru um 21 þúsund talsins og losna samningar meginþorra þeirra í lok mars. „Það er okkar stefna að tryggja lægstu launin þannig að það er samstaða með aðildarfélögum ASÍ hvað það varðar. Svo eru áherslur okkar svipaðar í skatta- og húsnæðismálum,“ segir Sonja. Varðandi samráð við stjórnvöld bendir Sonja á að von sé á tillögum átakshóps um húsnæðismál vonandi í næstu viku. „Það er auðvitað mikilvægt að taka það samtal og það er tilraunarinnar virði að fá fólk til að sameinast um tillögur. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn.“ Umræðan um skattamálin sé hins vegar svolítið á eftir. „Þau eru á dagskrá í samtali við stjórnvöld næsta þriðjudag og það verður áhugavert að heyra af því. Þau mál verða samt auðvitað ekki kláruð á einum degi.“ Kjaramál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
„Það er ljóst að okkar áherslur verða í skattamálum og húsnæðismálum. Svo eru ýmis sérmál okkar eins og jöfnun launa milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins og áframhaldandi launaþróunartrygging. Við leggjum líka mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um komandi kjaraviðræður. Alls losna 152 kjarasamningar í lok mars næstkomandi en þar eru undir flestir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt lögum þurfa aðilar að skila viðræðuáætlunum til ríkissáttasemjara tíu vikum fyrir þann tíma og rann sá frestur út í gær. Um hádegi í gær höfðu embættinu borist 14 áætlanir en taka skal fram að heildarsamtök geta gert sameiginlega áætlun fyrir sín aðildarfélög. Í svari frá ríkissáttasemjara kemur fram að von sé á fleiri áætlunum eftir helgi en ekki liggi fyrir hversu margar þær verði. Sonja segir að stutt sé í að kröfur aðildarfélaga BSRB verði klárar. „Þetta er farið að skýrast. Það eru búnir að vera fundir hjá aðildarfélögunum og samningseiningum BSRB þar sem við erum að ræða hverjar verða sameiginlegar kröfur gagnvart stjórnvöldum og viðsemjendum.“ Félagsmenn BSRB eru um 21 þúsund talsins og losna samningar meginþorra þeirra í lok mars. „Það er okkar stefna að tryggja lægstu launin þannig að það er samstaða með aðildarfélögum ASÍ hvað það varðar. Svo eru áherslur okkar svipaðar í skatta- og húsnæðismálum,“ segir Sonja. Varðandi samráð við stjórnvöld bendir Sonja á að von sé á tillögum átakshóps um húsnæðismál vonandi í næstu viku. „Það er auðvitað mikilvægt að taka það samtal og það er tilraunarinnar virði að fá fólk til að sameinast um tillögur. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn.“ Umræðan um skattamálin sé hins vegar svolítið á eftir. „Þau eru á dagskrá í samtali við stjórnvöld næsta þriðjudag og það verður áhugavert að heyra af því. Þau mál verða samt auðvitað ekki kláruð á einum degi.“
Kjaramál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira