Ólíklegt að kjarasamningar náist í þessum mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2019 20:13 Formaður Starfsgreinasambandsins telur ólíklegt að kjarasamningar náist í þessum mánuði. Það þokist hægt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá þurfi stjórnvöld að sýna á spilin í húsnæðismálum og tryggja að þær launahækkanir sem samið verði um verði ekki teknar af launafólki með sköttum og skerðingum barna- og húsnæðisbóta. Formenn sautján félaga Starfsmannasambandsins sem mynda hina svo kölluðu stóru samninganefnd sambandsins funduðu í allan dag um stöðu kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir samninganefndina fara yfir stöðuna og kynna vinnu ýmissa undirhópa í viðræðunum við vinnuveitendur og það sem gerst hafi á vettvangi viðræðunefndarinnar.Eru menn farnir að henda á milli sín einhverjum tillögum um samning? „Menn eru að ræða málin og henda einhverju á milli sín. Og alltaf þegar menn funda og ræða málin erum við eitthvað að nálgast,“ segir Björn. Ólíkt Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og VR hafa aðildarfélögin sautján ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara og treyst á að árangur náist án aðkomu hans.Heldur þú að við séum að horfa á kjarasamninga í þessum mánuði jafnvel? „Ég er nú ekki svo bjartsýnn að við klárum þetta í þessum mánuði. En eins og ég segi; það mjakast og svo gerist það ævinlega í kjarasamningum að maður kemur að einhverju augnabliki þar sem hlutirnir fara að ganga hratt. En maður á erfitt með að spá fyrir um hvað það muni taka langan tíma,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt er það aðila vinnumarkaðarins að semja um kaup og kjör á hinum almenna vinnumarkaði. Það er heldur engin launung á því að verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins bíða eftir því að sjá betur á spil stjórnvalda ekki hvað síst í húsnæðismálum en von er á skýrslu starfshóps forsætisráðherra í þeim efnum eftir helgi. „Það er líka mikið atriði að stjórnvöld taki ekki alla launahækkunina með aukinni skattbyrði eða með gjöldum sem það þarf að borga þegar það fer til læknis og ýmislegt annað. Aðalatriðið er að við fáum þá frið með þá kauphækkun fyrir stjórnvöldum. Síðast jókst skattbyrðin á þá sem voru lægstir en lækkaði hjá þeim sem voru hæstir. Það er eitthvað sem við þolum ekki og viljum ekki að sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins telur ólíklegt að kjarasamningar náist í þessum mánuði. Það þokist hægt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá þurfi stjórnvöld að sýna á spilin í húsnæðismálum og tryggja að þær launahækkanir sem samið verði um verði ekki teknar af launafólki með sköttum og skerðingum barna- og húsnæðisbóta. Formenn sautján félaga Starfsmannasambandsins sem mynda hina svo kölluðu stóru samninganefnd sambandsins funduðu í allan dag um stöðu kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir samninganefndina fara yfir stöðuna og kynna vinnu ýmissa undirhópa í viðræðunum við vinnuveitendur og það sem gerst hafi á vettvangi viðræðunefndarinnar.Eru menn farnir að henda á milli sín einhverjum tillögum um samning? „Menn eru að ræða málin og henda einhverju á milli sín. Og alltaf þegar menn funda og ræða málin erum við eitthvað að nálgast,“ segir Björn. Ólíkt Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og VR hafa aðildarfélögin sautján ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara og treyst á að árangur náist án aðkomu hans.Heldur þú að við séum að horfa á kjarasamninga í þessum mánuði jafnvel? „Ég er nú ekki svo bjartsýnn að við klárum þetta í þessum mánuði. En eins og ég segi; það mjakast og svo gerist það ævinlega í kjarasamningum að maður kemur að einhverju augnabliki þar sem hlutirnir fara að ganga hratt. En maður á erfitt með að spá fyrir um hvað það muni taka langan tíma,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt er það aðila vinnumarkaðarins að semja um kaup og kjör á hinum almenna vinnumarkaði. Það er heldur engin launung á því að verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins bíða eftir því að sjá betur á spil stjórnvalda ekki hvað síst í húsnæðismálum en von er á skýrslu starfshóps forsætisráðherra í þeim efnum eftir helgi. „Það er líka mikið atriði að stjórnvöld taki ekki alla launahækkunina með aukinni skattbyrði eða með gjöldum sem það þarf að borga þegar það fer til læknis og ýmislegt annað. Aðalatriðið er að við fáum þá frið með þá kauphækkun fyrir stjórnvöldum. Síðast jókst skattbyrðin á þá sem voru lægstir en lækkaði hjá þeim sem voru hæstir. Það er eitthvað sem við þolum ekki og viljum ekki að sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira