Reykjavíkurdætur vinna til alþjóðlegra verðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2019 15:45 Þura Stína og Reykjavíkurdætur gríðarlega sáttar við verðlaunin. Hér má sjá mynd af þeim þegar þær tóku við viðurkenningunni. „Þessi verðlaunahátíð er fyrir hljómsveitir sem eru að springa út og dómnefndin fannst skara fram úr í Evrópu árið 2018. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fá þessi verðlaun sem styður okkur og hvetur okkur áfram í því sem við erum að gera,“ segir Þura Stína í Reykjavíkurdætrum, en bandið vann til verðlauna í Music Moves Europe Talent Awards í flokki rapp/hiphop fyrst allra íslenskra rappsveita. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Eurosonic-hátíðina. „Við unnum svo einnig Public Choice Awards sem var opin kosning og við var tilkynnt i gærkvöldi,“ segir Þura en sveitin kemur fram á Eurosonic í kvöld. „Hátíðin Eurosonic er haldin í Groningen í Hollandi og erum við að spila þar í annað skiptið. Fyrst spiluðum við á Eurosonic árið 2017 og við erum korter yfir ellefu í kvöld.“Konurnar í Reykjavíkurdætrum eru að gera frábæra hluti.Nokkur íslensk bönd hafa unnið þessi verðlaun í gegnum tíðina. „Við lítum mikið upp til þeirra og það er mikill heiður að komast á þennan stað. Við áttum alls ekki von á að vinna public choice verðlaunin enda eru það algjörlega public vote og það var ótrúlega gaman að vinna í flokki rapp/hiphop með atkvæðum frá þeim. Það er mikil gróska í Hip-Hop í Evrópu í dag og það er svo geggjað og frábært að fá viðurkenningu innan um alla þessa flottu tónlistarmenn.“ Þura segir að þær séu níu saman úti í Hollandi. „Við erum átta rapparar og DJ Karítas ásamt teyminu okkar og erum mjög spenntar fyrir tónleikunum okkar í kvöld. Við gáfum í nóvember út mixteip sem heitir Shrimpcocktail og erum að vinna að nýrri breiðskífu núna.“ Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þessi verðlaunahátíð er fyrir hljómsveitir sem eru að springa út og dómnefndin fannst skara fram úr í Evrópu árið 2018. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fá þessi verðlaun sem styður okkur og hvetur okkur áfram í því sem við erum að gera,“ segir Þura Stína í Reykjavíkurdætrum, en bandið vann til verðlauna í Music Moves Europe Talent Awards í flokki rapp/hiphop fyrst allra íslenskra rappsveita. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Eurosonic-hátíðina. „Við unnum svo einnig Public Choice Awards sem var opin kosning og við var tilkynnt i gærkvöldi,“ segir Þura en sveitin kemur fram á Eurosonic í kvöld. „Hátíðin Eurosonic er haldin í Groningen í Hollandi og erum við að spila þar í annað skiptið. Fyrst spiluðum við á Eurosonic árið 2017 og við erum korter yfir ellefu í kvöld.“Konurnar í Reykjavíkurdætrum eru að gera frábæra hluti.Nokkur íslensk bönd hafa unnið þessi verðlaun í gegnum tíðina. „Við lítum mikið upp til þeirra og það er mikill heiður að komast á þennan stað. Við áttum alls ekki von á að vinna public choice verðlaunin enda eru það algjörlega public vote og það var ótrúlega gaman að vinna í flokki rapp/hiphop með atkvæðum frá þeim. Það er mikil gróska í Hip-Hop í Evrópu í dag og það er svo geggjað og frábært að fá viðurkenningu innan um alla þessa flottu tónlistarmenn.“ Þura segir að þær séu níu saman úti í Hollandi. „Við erum átta rapparar og DJ Karítas ásamt teyminu okkar og erum mjög spenntar fyrir tónleikunum okkar í kvöld. Við gáfum í nóvember út mixteip sem heitir Shrimpcocktail og erum að vinna að nýrri breiðskífu núna.“
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira