Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. janúar 2019 19:30 Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. „Við ræddum á þessum fundi ýmis atriði tengd kröfugerðum og mögulegu svigrúmi atvinnurekenda til að fara í launahækkanir á næstunni," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hvernig gekk? „Fundurinn stóð yfir í tæpar tvær klukkustundir og það er búið að boða til fundar í næstu viku, sem er góðs viti." Næsti fundur verður á mánudag og viðræðum hefur því alls ekki verið slitið, líkt og formaður VR sagðist ætla að gera, ef fundur dagsins gengi ekki að óskum.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.„Ég talaði um viðræðuslit ef við fengjum ekki fram afstöðu okkar viðsemjenda til okkar kröfugerðar, efnislega. Hún liggur nú fyrir þannig það liggur fyrir að við munum ekki slíta á þessu stigi," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ríkissáttasemjari hefur lagt mikla áherslu á að viðsemjendur gefi ekkert upp um þær launahækkanir sem eru í boði en ljóst er að enn ber mikið á milli. Að sögn Ragnars gætu stjórnvöld mögulega brúað bilið með kerfisbreytingum. „Það er alveg ljóst að stjórnvöld munu þurfa að koma að lausn deilunnar. Það liggur alveg fyrir. Og ábyrgð bæði okkar í verkalýðshreyfingunni, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda er gríðarlega mikil, til þess að hér verði ekki átök," segir Ragnar. „Það ber ýmislegt á milli, það er alveg ljóst. Þeir eru með vissar hugmyndir varðandi vinnustaðabreytingar sem okkur hugnast ekki, og það nema síður sé," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt heimildum fréttastofu felast þessar hugmyndir meðal annars í því að kaffitímar starfsfólks verði seldir. Vinnudagurinn yrði þannig styttur um 35 mínútur gegn því að fólk vinni kaffitímana. Þá felast einnig í þessu breytingar á vinnustundum þannig að heildarfjöldi stunda á launatímabilinu telur áður en yfirvinna kemur til. Ef starfsmaður vinnur þannig tíu tíma einn daginn, en sex tíma annan daginn fær hann ekki greidda yfirvinnu. Þá hefur einnig verið kynnt sú hugmynd að lengja dagvinnutímabilið til klukkan sex til sjö á kvöldin. Yfirvinna yrði því ekki greidd fyrr en eftir þann tíma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður EflingarHvernig meturðu stöðuna í dag, telurðu líklegt að það komi til verkfallsaðgerða? „Ég ætla að vona það besta, en ég ætla svo sannarlega að búa mig undir það versta," segir Vilhjálmur Birgisson. Eruð þið að þokast nær niðurstöðu? „Ef við erum að þokast erum við að minnsta kosti að þokast afskaplega hægt," sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara í dag. Kjaramál Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag. „Við ræddum á þessum fundi ýmis atriði tengd kröfugerðum og mögulegu svigrúmi atvinnurekenda til að fara í launahækkanir á næstunni," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Hvernig gekk? „Fundurinn stóð yfir í tæpar tvær klukkustundir og það er búið að boða til fundar í næstu viku, sem er góðs viti." Næsti fundur verður á mánudag og viðræðum hefur því alls ekki verið slitið, líkt og formaður VR sagðist ætla að gera, ef fundur dagsins gengi ekki að óskum.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.„Ég talaði um viðræðuslit ef við fengjum ekki fram afstöðu okkar viðsemjenda til okkar kröfugerðar, efnislega. Hún liggur nú fyrir þannig það liggur fyrir að við munum ekki slíta á þessu stigi," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ríkissáttasemjari hefur lagt mikla áherslu á að viðsemjendur gefi ekkert upp um þær launahækkanir sem eru í boði en ljóst er að enn ber mikið á milli. Að sögn Ragnars gætu stjórnvöld mögulega brúað bilið með kerfisbreytingum. „Það er alveg ljóst að stjórnvöld munu þurfa að koma að lausn deilunnar. Það liggur alveg fyrir. Og ábyrgð bæði okkar í verkalýðshreyfingunni, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda er gríðarlega mikil, til þess að hér verði ekki átök," segir Ragnar. „Það ber ýmislegt á milli, það er alveg ljóst. Þeir eru með vissar hugmyndir varðandi vinnustaðabreytingar sem okkur hugnast ekki, og það nema síður sé," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt heimildum fréttastofu felast þessar hugmyndir meðal annars í því að kaffitímar starfsfólks verði seldir. Vinnudagurinn yrði þannig styttur um 35 mínútur gegn því að fólk vinni kaffitímana. Þá felast einnig í þessu breytingar á vinnustundum þannig að heildarfjöldi stunda á launatímabilinu telur áður en yfirvinna kemur til. Ef starfsmaður vinnur þannig tíu tíma einn daginn, en sex tíma annan daginn fær hann ekki greidda yfirvinnu. Þá hefur einnig verið kynnt sú hugmynd að lengja dagvinnutímabilið til klukkan sex til sjö á kvöldin. Yfirvinna yrði því ekki greidd fyrr en eftir þann tíma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður EflingarHvernig meturðu stöðuna í dag, telurðu líklegt að það komi til verkfallsaðgerða? „Ég ætla að vona það besta, en ég ætla svo sannarlega að búa mig undir það versta," segir Vilhjálmur Birgisson. Eruð þið að þokast nær niðurstöðu? „Ef við erum að þokast erum við að minnsta kosti að þokast afskaplega hægt," sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir fundinn hjá ríkissáttasemjara í dag.
Kjaramál Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira