Þokast afskaplega hægt og hugnast ekki tillögur SA um vinnustaðabreytingar Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. janúar 2019 14:47 Vilhjálmur, Ragnar Þór og Sólveig Anna á fundinum í morgun. Vísir/Vilhelm Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. Formaður VR hafði boðað möguleg viðræðuslit ef svör fengust ekki. Hann er sáttur að hafa fengið svörin en minni ánægja er með sjálf svörin. „Ég talaði um viðræðuslit ef við fengjum ekki afstöðu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Viðræðum verði ekki slitið að svo stöddu. Hann mun líkt og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, funda með samninganefndum sínum í dag eða á morgun og fara yfir stöðu mála. Boðað hefur verið til næsta fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara á mánudag. „Við fengum mun skýrari afstöðu okkar viðsemjanda til okkar kröfugerðar. Fengum það sem við höfum verið að kalla eftir frá því við hófum viðræður við SA. Við munum væntanlega fara með það í okkar bakland, okkar samninganefnd, og meta stöðuna. Við munum hittast á mánudaginn næsta og gera grein fyrir okkar mati á stöðunni,“ segir Ragnar.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Bryndís Hlöðversdóttir Vísir/Vilhelm„Við fengum afstöðu Samtaka atvinnulífsins til okkar kröfugerðar og hversu mikið og langt þeir eru tilbúnir að ganga til þess að mæta okkar kröfum. Það liggur nú fyrir. Það er sú afstaða sem við höfum verið að þrýsta á, fá svör hversu mikið þeir eru tilbúnir að koma til móts við okkur.“ Fram kom í máli formannanna að þeir gætu ekki tjáð sig efnislega um viðræðurnar. „Það er ljóst að stjórnvöld munu þurfa að koma að lausn deilunnar. Ábyrgð bæði okkar í verkalýðshreyfingunni, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda er gríðarlega mikil í að hér verði ekki átök. Við erum að nálgast málið af slíkri ábyrgð. Við tökum þessar samningaviðræður mjög alvarlega. Við sjáum og vitum að það þarf að koma til einhvers konar kerfisbreytinga til að lesya langvarandi lífskjaravanda hópa innan okkar raða og ASÍ.“ Of snemmt sé að segja til um hvort til verkfalla geti komið. „Þetta eru flóknir samningar, ábyrgðin er mikil og við munum leggja allt í sölurnar til að ná árangri næstu daga og vikur.“Sólveig Anna segir fundinn svo sem hafa gengið ágætlega. „Nú funda ég með minni samninganefnd annað kvöld þar sem ég fer yfir það sem við ræddum á þessum fundi,“ segir Sólveig Anna. Hún ætlar að virða þá niðurstöðu að úttala sig ekki um efni fundarins í fjölmiðlum. „Ég ætla að virða það eftir bestu getu,“ segir Sólveig. Staðan sé viðkvæm eins og allir viti. „Ef við erum að þokast þá þokumst við í það minnsta afskaplega hægt.“Vilhjálmur Birgisson var ekki hátt uppi eftir fundinn. Hann hefði ekkert gengið rosalega vel. „Myndin skýrist betur. Nú vitum við hvað Samtök atvinnulífsins er að tala um. Við þurfum að vega það og meta. Það er ljóst að afstaða þeirra er ekki að breytast mikið. Við gerum okkur grein fyrir því að ábyrgðin er mikil hjá okkur að ná saman samningum en ábyrgðin liggur ekki bara hjá okkur. Hún liggur líka hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum og það er til mikils að vinna að forða því að hér stefni í hörð verkfallsátök.“ Ýmislegt beri á milli, það sé alveg ljóst. „Þeir eru með ýmsar hugmyndir varðandi vinnustaðabreytingar sem okkur hugnast ekki, það nema að síður sé. Núna höfum við skýrari mynd hvað er raunverulega verið að tala um.“ Hann ítrekar að gríðarlega mikið sé undir.„Ef stefnir í hörð verkfallsátök þurfum við að vanda okkur til að koma í veg fyrir slíkt. Ég ætla að vona það besta en svo sannarlega búa mig undir það versta.“ Markmiðið sé skýrt. „Við ætlum okkur að auka ráðstöfunartekjur þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Það er hægt að gera það með margvíslegum hætti. Það er hægt í samspili með atvinnurekendum og stjórnvöldum.“ Skoða þurfi allar leiðir til þess að standa við bak fólksins sem nái ekki endum saman. „Því það er lýðheilsumál í mínum huga að fólk geti framfleitt sér frá mánuði til mánaðar og haldið mannlegri reisn, en slíku er ekki til að dreifa í dag. Því miður.“ Samningar félaganna þriggja losnuðu um áramótin. Samtök atvinnulífsins hafa sagt opnir fyrir því að breytingar á samningum verði afturvirkar til 1. janúar 2019. Næsti fundur í deilunni verður í húsakynnum ríkissáttasemjara á mánudaginn. Kjaramál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Formenn þriggja verkalýðsfélaga sem 67 þúsund landsmenn tilheyra segja myndina skýrari eftir fund með atvinnurekendum og ríkissáttasemjara í dag. Formaður VR hafði boðað möguleg viðræðuslit ef svör fengust ekki. Hann er sáttur að hafa fengið svörin en minni ánægja er með sjálf svörin. „Ég talaði um viðræðuslit ef við fengjum ekki afstöðu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Viðræðum verði ekki slitið að svo stöddu. Hann mun líkt og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, funda með samninganefndum sínum í dag eða á morgun og fara yfir stöðu mála. Boðað hefur verið til næsta fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara á mánudag. „Við fengum mun skýrari afstöðu okkar viðsemjanda til okkar kröfugerðar. Fengum það sem við höfum verið að kalla eftir frá því við hófum viðræður við SA. Við munum væntanlega fara með það í okkar bakland, okkar samninganefnd, og meta stöðuna. Við munum hittast á mánudaginn næsta og gera grein fyrir okkar mati á stöðunni,“ segir Ragnar.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Bryndís Hlöðversdóttir Vísir/Vilhelm„Við fengum afstöðu Samtaka atvinnulífsins til okkar kröfugerðar og hversu mikið og langt þeir eru tilbúnir að ganga til þess að mæta okkar kröfum. Það liggur nú fyrir. Það er sú afstaða sem við höfum verið að þrýsta á, fá svör hversu mikið þeir eru tilbúnir að koma til móts við okkur.“ Fram kom í máli formannanna að þeir gætu ekki tjáð sig efnislega um viðræðurnar. „Það er ljóst að stjórnvöld munu þurfa að koma að lausn deilunnar. Ábyrgð bæði okkar í verkalýðshreyfingunni, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda er gríðarlega mikil í að hér verði ekki átök. Við erum að nálgast málið af slíkri ábyrgð. Við tökum þessar samningaviðræður mjög alvarlega. Við sjáum og vitum að það þarf að koma til einhvers konar kerfisbreytinga til að lesya langvarandi lífskjaravanda hópa innan okkar raða og ASÍ.“ Of snemmt sé að segja til um hvort til verkfalla geti komið. „Þetta eru flóknir samningar, ábyrgðin er mikil og við munum leggja allt í sölurnar til að ná árangri næstu daga og vikur.“Sólveig Anna segir fundinn svo sem hafa gengið ágætlega. „Nú funda ég með minni samninganefnd annað kvöld þar sem ég fer yfir það sem við ræddum á þessum fundi,“ segir Sólveig Anna. Hún ætlar að virða þá niðurstöðu að úttala sig ekki um efni fundarins í fjölmiðlum. „Ég ætla að virða það eftir bestu getu,“ segir Sólveig. Staðan sé viðkvæm eins og allir viti. „Ef við erum að þokast þá þokumst við í það minnsta afskaplega hægt.“Vilhjálmur Birgisson var ekki hátt uppi eftir fundinn. Hann hefði ekkert gengið rosalega vel. „Myndin skýrist betur. Nú vitum við hvað Samtök atvinnulífsins er að tala um. Við þurfum að vega það og meta. Það er ljóst að afstaða þeirra er ekki að breytast mikið. Við gerum okkur grein fyrir því að ábyrgðin er mikil hjá okkur að ná saman samningum en ábyrgðin liggur ekki bara hjá okkur. Hún liggur líka hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnvöldum og það er til mikils að vinna að forða því að hér stefni í hörð verkfallsátök.“ Ýmislegt beri á milli, það sé alveg ljóst. „Þeir eru með ýmsar hugmyndir varðandi vinnustaðabreytingar sem okkur hugnast ekki, það nema að síður sé. Núna höfum við skýrari mynd hvað er raunverulega verið að tala um.“ Hann ítrekar að gríðarlega mikið sé undir.„Ef stefnir í hörð verkfallsátök þurfum við að vanda okkur til að koma í veg fyrir slíkt. Ég ætla að vona það besta en svo sannarlega búa mig undir það versta.“ Markmiðið sé skýrt. „Við ætlum okkur að auka ráðstöfunartekjur þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi. Það er hægt að gera það með margvíslegum hætti. Það er hægt í samspili með atvinnurekendum og stjórnvöldum.“ Skoða þurfi allar leiðir til þess að standa við bak fólksins sem nái ekki endum saman. „Því það er lýðheilsumál í mínum huga að fólk geti framfleitt sér frá mánuði til mánaðar og haldið mannlegri reisn, en slíku er ekki til að dreifa í dag. Því miður.“ Samningar félaganna þriggja losnuðu um áramótin. Samtök atvinnulífsins hafa sagt opnir fyrir því að breytingar á samningum verði afturvirkar til 1. janúar 2019. Næsti fundur í deilunni verður í húsakynnum ríkissáttasemjara á mánudaginn.
Kjaramál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira