Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er réttmætur forseti landsins að mati ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro í Brasilíu. Í yfirlýsingu brasilísku ríkisstjórnarinnar í dag segist hún viðurkennda Guaido sem forseta.
Nicolas Maduro hóf annað kjörtímabil sitt sem forseti Vensúela í vikunni. Efnahagslegur og pólitískur glundroði hefur ríkt í landinu. Maduro hefur verið sakaður um einræðistilburði. Forsetakosningarnar fóru fram í maí og hafa ásakanir verið uppi um að svik hafi verið í tafli. Kjörsókn var lítil og stjórnarandstaðan sniðgekk kosningarnar að miklu leyti.
Guaido er leiðtogi venesúelska þingsins þar sem stjórnarandstaðan fer með völd. Hann sagðist tilbúinn að taka við völdum sem forseti tímabundið og efna til kosninga, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Flokkur Maduro kallaði saman stjórnlagaþing árið 2017 sem var skipað fulltrúum hans. Svipti stjórnlagaþingið þjóðþingið völdum.
Brasilíska ríkisstjórnin segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar forseta Venesúela

Tengdar fréttir

Kína hjálpar Maduro við þjóðarvöktun
Kínverski tæknirisinn ZTE þróaði svokölluð föðurlandskort sem ríkisstjórn Nicolas Maduro í Venesúela útbýtir um þessar mundir til ríkisborgara.

Ríkisstjórn Maduro herjar á stjórnarandstöðuna
Þingmaður stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur verið handtekinn og handtökuskipun hefur verið gefin út gagnvart öðrum sem er í útlegð.

Launahækkanir Maduro valda verslunum erfiðleikum
Stór hluti verslana í Suður-Ameríku ríkinu Venesúela hafa á undanförnum tveimur vikum lokað vegna hækkunar lægstu launa sem fyrirskipuð var af Nicolás Maduro, forseta, og ríkisstjórn hans.