Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2019 19:30 Fjölmörg stéttarfélög gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist nálgast samningsaðila sína með ákveðnar tillögur í huga, en málþing var haldið um styttingu vinnuvikunnar í dag. Á málþinginu, sem fram fór í Hörpu, var farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið og áhrif þess á lífsgæði, framleiðni og jafnrétti svo eitthvað sé nefnt, en rannsóknir benda til þess að vinnuvikan á Íslandi sé lengri en í helstu nágrannalöndum okkar. Sérfræðingur frá London segir ekkert samasemmerki vera á milli vinnustunda og efnahagsástands. „Í Evrópuríkjum þar sem vinnuvikan er hvað styst virðist efnahagsástandið vera mun betra en annars staðar. Í Þýskalandi, Hollandi og flestum Norðurlandanna er vinnutíminn einna stystur á heimsvísu en samt er efnahagsástand þar mun betra en í öðrum ríkjum. Í Evrópu vinna Grikkir t.d. lengstan vinnutíma,“ sagði Aidan Harper, sérfræðingur. Því segir hann að lengri vinnuvika leiði ekki til sterkara efnahagsástands. Þvert á móti skili styttri vinnuvika sér betur til samfélagsins.Aidan Harper hélt erindi í Hörpu í dagSkjáskot úr fréttFormaður BSRB segir rannsóknir sýna fram á að styttri vinnuvika leiði til vaxandi ánægju í starfi og aukinna afkasta. „Við sjáum að stytting vinnuvikunnar stuðlar að því að það dragi úr líkamlegum og andlegum streitueinkennum. Svo erum við að mæla þessa þætti sem leiða til kulnunar með margvíslegum hætti og það dregur úr þeim. Þannig stytting vinnuvikunnar getur stuðlað að því að vera fyrirbyggjandi gagnvart kulnun í starfi,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfsgreinasamband Íslands fundaði í dag með Samtökum atvinnulífsins og var þar meðal annars rætt um vinnutíma en stytting vinnuvikunnar er ein af kröfum sambandsins. „Já þetta er ein af þeim kröfum sem við lögðum fram þann 10. október. Í dag ræddum við um allan þann pakka sem við lögðum fram þá,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRBSkjáskot úr fréttNú gera mörg félög kröfu um styttingu vinnuvikunnar. Er þetta krafa sem Samtök atvinnulífsins geta komið til móts við í komandi kjaraviðræðum? „Við metum þetta heildstætt eins og allar kröfur. Þetta er eitt af því sem er sannarlega undir og við erum að nálgast samningaðila okkar með ákveðnar tillögur,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þá halda fleiri félög sömu kröfu uppi en Efling fer fram á að vinnuvikan verði stytt í úr 40 stundum í 32 en VR og BSRB ganga skemur og fara fram á að vinnuvikan verði 35 stundir. „Við lítum til þess að árið 2019 sé árið sem við munum stytta vinnuvikuna. Það er eitt af stóru málunum hjá BSRB,“ sagði Sonja Ýr.Málþingið var vel sóttSigurjón Ólason Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Fjölmörg stéttarfélög gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í komandi kjaraviðræðum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist nálgast samningsaðila sína með ákveðnar tillögur í huga, en málþing var haldið um styttingu vinnuvikunnar í dag. Á málþinginu, sem fram fór í Hörpu, var farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið og áhrif þess á lífsgæði, framleiðni og jafnrétti svo eitthvað sé nefnt, en rannsóknir benda til þess að vinnuvikan á Íslandi sé lengri en í helstu nágrannalöndum okkar. Sérfræðingur frá London segir ekkert samasemmerki vera á milli vinnustunda og efnahagsástands. „Í Evrópuríkjum þar sem vinnuvikan er hvað styst virðist efnahagsástandið vera mun betra en annars staðar. Í Þýskalandi, Hollandi og flestum Norðurlandanna er vinnutíminn einna stystur á heimsvísu en samt er efnahagsástand þar mun betra en í öðrum ríkjum. Í Evrópu vinna Grikkir t.d. lengstan vinnutíma,“ sagði Aidan Harper, sérfræðingur. Því segir hann að lengri vinnuvika leiði ekki til sterkara efnahagsástands. Þvert á móti skili styttri vinnuvika sér betur til samfélagsins.Aidan Harper hélt erindi í Hörpu í dagSkjáskot úr fréttFormaður BSRB segir rannsóknir sýna fram á að styttri vinnuvika leiði til vaxandi ánægju í starfi og aukinna afkasta. „Við sjáum að stytting vinnuvikunnar stuðlar að því að það dragi úr líkamlegum og andlegum streitueinkennum. Svo erum við að mæla þessa þætti sem leiða til kulnunar með margvíslegum hætti og það dregur úr þeim. Þannig stytting vinnuvikunnar getur stuðlað að því að vera fyrirbyggjandi gagnvart kulnun í starfi,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Starfsgreinasamband Íslands fundaði í dag með Samtökum atvinnulífsins og var þar meðal annars rætt um vinnutíma en stytting vinnuvikunnar er ein af kröfum sambandsins. „Já þetta er ein af þeim kröfum sem við lögðum fram þann 10. október. Í dag ræddum við um allan þann pakka sem við lögðum fram þá,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRBSkjáskot úr fréttNú gera mörg félög kröfu um styttingu vinnuvikunnar. Er þetta krafa sem Samtök atvinnulífsins geta komið til móts við í komandi kjaraviðræðum? „Við metum þetta heildstætt eins og allar kröfur. Þetta er eitt af því sem er sannarlega undir og við erum að nálgast samningaðila okkar með ákveðnar tillögur,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Þá halda fleiri félög sömu kröfu uppi en Efling fer fram á að vinnuvikan verði stytt í úr 40 stundum í 32 en VR og BSRB ganga skemur og fara fram á að vinnuvikan verði 35 stundir. „Við lítum til þess að árið 2019 sé árið sem við munum stytta vinnuvikuna. Það er eitt af stóru málunum hjá BSRB,“ sagði Sonja Ýr.Málþingið var vel sóttSigurjón Ólason
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53