Les ljóð eftir Sigurð á hverjum degi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. janúar 2019 11:08 Kristín hefur verið önnum kafin við að setja upp sýningu í Borgarleikhúsinu sem heitir Núna og var frumsýnd í gærkvöldi. FBL/Anton Brink Þó að skáldið Sigurður Pálsson haf i látist í september 2017 er margt sem minnir enn á hann á heimili hans og Kristínar Jóhannesdóttur, konu hans. Nafnið hans er til dæmis enn á bjöllunni. „Ég ætla að hafa Sigurð með mér hér áfram, þangað til ég veit ekki hvenær,“ segir hún ofureðlilega. „Það var einhver að minnast á það við mig um daginn, varfærnislega, að röddin hans væri enn í símsvaranum hér heima, hélt þetta væri eitthvað sem ég hefði ekki athugað. En ég geri það stundum bara sjálf að hringja heim og þá heyri ég röddina hans … ljóð muna rödd, segir einhvers staðar!“ Við Kristín tyllum okkur í hvítu húsgögnin, sem hún segir vera það eina sem þau hjónin hafi flutt með sér frá Frakklandi. Nýja bókin, Ljóð muna ferð, með úrvali af ljóðum Sigurðar, liggur á stofuborðinu. Þið fylgdust lengi að … segi ég. „Já, já, við kynntumst í MR og urðum strax svolítið skotin hvort í öðru. Uppátæki hans voru ótrúleg og ég fylltist af fögnuði í hvert skipti. Hann var líka einn af örfáum sem töluðu við mig sem jafningja. Það hitti í mark. En okkar tími rann ekki upp fyrr en seinna, úti í París. Auðvitað er þetta mikil breyting á mínum högum, samt læt ég þetta bara ganga af því að það verður að gera það, hann er þarna og hann er hérna og bara úti um allt, ég spyr hann og hann svarar mér í ljóðum, það er ótrúlega góð staða að hafa þennan djúphugsaða og heilandi skáldskap frá honum. Hann var gefandi og örlátur maður.“ Nafns sonarins, Jóhannesar Páls Sigurðssonar, er líka á útidyrabjöllunni þó að hann sé fluttur að heiman, markaðsfræðingur. Ég spyr Kristínu hvort hún eigi barnabörn. „Nei, við vorum náttúrlega orðin 38 ára þegar við eignuðumst drenginn og hann hótar því að verða ekki fyrr á ferðinni með afkomanda, við sjáum bara til! Stundum er auðvitað ofboðslega tómlegt að vera ein en ég hef haft mikið að gera og það er kannski það sem bjargar mér, ég á erindi út úr húsi og er svo lánsöm að vera í starfi þar sem samvinna er grundvöllurinn, þá kemur upp hinn ágæti málsháttur: maður er manns gaman. Kristín hefur verið önnum kafin við að setja upp sýningu í Borgarleikhúsinu sem heitir Núna og var frumsýnd í gærkvöldi. Í henni eru þrjú stutt leikverk, frumraun jafnmargra höfunda í leikritaskrifum. „Þetta er ungviði, mjög skemmtilegt, með nýstárlegar og frjálsar hugmyndir, þess vegna þótti við hæfi að hafa einhverja aldraða og reynda manneskju með en stundum finnst mér ég vera yngst í hópnum, segir Kristín glaðlega. „Ég hef alltaf verið ungliði þó að árin líði, yngist hvað það varðar, frekar en hitt, og að vera alltaf í stanslausri sköpun er mjög gefandi, örvandi og heilandi líka, ég er alveg sannfærð um það. Sviðsetning er reyndar mikil ábyrgð. Það gildir að finna kjarna merkingar, form, leiðir og afstöðu til leikrita nýrra höfunda. Þar hefst nýtt höfundarverk sem er leikstjórans. Ég hef reyndar með mér leikhóp sem í eru snillingar, hver um annan þveran.“ Hverjir sömdu þessi verk? Spyr ég. „Þetta eru Matthías Tryggvi Haraldsson, Hildur Selma Sigbertsdóttir og Þórdís Helgadóttir. Þau eru af kynslóð sem er með mjög skýr tengsl við umheiminn og hafa verulegar áhyggjur – það eru alvöru áhyggjur – en líka góðan húmor. Verkin fjalla um þetta ástand sem ríkir í náttúrunni og stefnir í heimsvoða. Svo er það kynjasviðið, þar hefur orðið ótrúleg uppstokkun, karlarnir vita ekki lengur hvert þeirra hlutskipti er, konurnar eru smám saman að taka yfir svið sem karlar héldu að þeir ættu. Það sem er svo skemmtilegt við þetta unga fólk er að það er ekki í neinum predikunarstellingum, heldur hefur fjarvídd á hlutina og henni fylgir húmor. Ég held einmitt að það sem helst geti vakið fólk til vitundar sé svona nálgun.“ Kristín kveðst hafa óbilandi trú á mannsandanum, sérstaklega ef litið sé til lista, einkum og sér í lagi ljóðlistar. „Sigurður hélt því fram að fegurðin væri kjarni lífsins og ljóðlistin lífsnauðsyn. Ég er algerlega sammála honum. Standandi sjálf frammi fyrir þeirri ógn sem ég gerði fyrir nokkrum árum og síðan missi og sorg og því ferli sem allir lenda í, fyrr eða síðar, í einhverju formi, fór ég að íhuga hvernig ég gæti brugðist við, sá ekki að ég kæmist í gegnum þennan skafl og þetta svartnætti. Áttaði mig svo á því að það þyrfti að virkja skæruliða andans, hann er nefnilega mjög máttugur, hann beislar og leiðir hugann og leitar að hjáleið til þess að komast í gegn. Svona eins og Virgill sem leiddi Dante niður til vítis til þess að hann kæmist á endanum upp til himnaríkis að finna Beatrice sína. Það er alltaf til leið.Góður leiðsögumaður er málið Sumir hafa ekki uppgötvað skæruliða andans og lent á vegg. En hann er þarna, geymir ljósið og leiðir okkur í myrkrinu. Ég les ljóð eftir Sigurð á hverjum einasta degi, eitt ljóð – oft fylgja fleiri. Þar er stöðug uppljómun og vísbending um hjálp við að eyða myrkrinu og ógninni með einhvers konar ljósi. Sú hjálp er ekki ætluð mér einni, hún er fyrir alla, það er vissa mín.“ Kristín segir grundvallaratriði að hafa viðfangsefni. „Þó að það sé erfitt og mikil ábyrgð að setja upp leikverk og gera bíómyndir þá er það líka gefandi. Maður eyðir löngum tíma í að láta hugmyndir vinnast, en þá kemur eitthvað gott til baka og úr verður hringrás af orku.“ Fram undan hjá Kristínu er að stýra útvarpsleikriti eftir Sölku Guðmundsdóttur sem útskriftarhópurinn úr leiklistardeild Listaháskólans ætlar að flytja. „Ég hef óskaplega gaman af útvarpsleikhúsi og hlakka til að takast á við það verkefni,“ segir hún brosandi. Kristín hafði í nokkur ár gert rannsóknir fyrir doktorsgráðu í kvikmyndafræði frá París, þegar hún varð altekin af hugmynd fyrir kvikmynd, Á hjara veraldar, fór heim og gerði hana að veruleika í félagi við Sigurð. „Ég hafði rannsakað þátt og myndmál kvenna í kvikmyndasögunni og þar kom margt fróðlegt fram. Fór svo úr fræðunum í að gera kvikmyndir, það var reyndar ákvörðun sem ég tók áður en ég fór út í nám, að ég ætlaði að gera myndir, þeir fáu sem ég trúði fyrir því horfðu á mig eins og ég væri vitskert. Svo fór ég í tækninám sem ég, að gefnu tilefni, held fram að sé miklu minna mikilvægt en að greina tungumál kvikmyndanna og sjá hvert það getur farið með okkur. Sumir eru í sama fari og allir hinir, aðrir reyna að endurnýja tungumálið, þar á meðal eru margar konur. Þær hafa mjög oft annað sjónarhorn á myndmál en karlar og nota annað tungutak.“ Finnst þér þú hafa fengið næg tækifæri til að leikstýra kvikmyndum? „Ég vissi fyrir fram að ég yrði ekki í kvikmyndagerð sem fylgdi meginstraumum og gerði aldrei ráð fyrir að verða þaulsætin sem kvikmyndaleikstjóri við borðið, samt sem áður liggja eftir mig miklu færri myndir en ég hefði viljað. Það er sagt að til að verða meistari þurfi samfellda iðkun, það þýðir að maður nær ekki langt þegar áratugir líða á milli verkefna, sama í hvaða fagi það er. En þetta er óhuggulega dýr miðill, maður er ekkert í atvinnumennsku nema að gera mynd fyrir 150-200 milljónir, þá þarf maður styrki og meðframleiðendur og fer í gegnum óskaplega síu. Það er ekki hlaupið að þessu.“ Þegar önnur áhugamál ber á góma tekur Kristín fram að hún hvorki spili golf, né fari í sund eða líkamsræktarstöðvar en hún fer í gönguferðir, stuttar. „En ég hef mikinn áhuga á mennskunni og öllu sem viðkemur henni. Það er ansi víðáttumikið svið. Sumir koma of boðslega miklu í verk, ég hef aldrei getað skilið hvað sumu fólki tekst vel að skipuleggja tímann sinn. Ég á það til að setjast niður með bók og svo þegar ég lít upp er dagurinn búinn. Stundum læt ég dálítið renna saman veruleika og draum, ytra og innra líf. Þar fæðast líka dásamlegar hugmyndir.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þó að skáldið Sigurður Pálsson haf i látist í september 2017 er margt sem minnir enn á hann á heimili hans og Kristínar Jóhannesdóttur, konu hans. Nafnið hans er til dæmis enn á bjöllunni. „Ég ætla að hafa Sigurð með mér hér áfram, þangað til ég veit ekki hvenær,“ segir hún ofureðlilega. „Það var einhver að minnast á það við mig um daginn, varfærnislega, að röddin hans væri enn í símsvaranum hér heima, hélt þetta væri eitthvað sem ég hefði ekki athugað. En ég geri það stundum bara sjálf að hringja heim og þá heyri ég röddina hans … ljóð muna rödd, segir einhvers staðar!“ Við Kristín tyllum okkur í hvítu húsgögnin, sem hún segir vera það eina sem þau hjónin hafi flutt með sér frá Frakklandi. Nýja bókin, Ljóð muna ferð, með úrvali af ljóðum Sigurðar, liggur á stofuborðinu. Þið fylgdust lengi að … segi ég. „Já, já, við kynntumst í MR og urðum strax svolítið skotin hvort í öðru. Uppátæki hans voru ótrúleg og ég fylltist af fögnuði í hvert skipti. Hann var líka einn af örfáum sem töluðu við mig sem jafningja. Það hitti í mark. En okkar tími rann ekki upp fyrr en seinna, úti í París. Auðvitað er þetta mikil breyting á mínum högum, samt læt ég þetta bara ganga af því að það verður að gera það, hann er þarna og hann er hérna og bara úti um allt, ég spyr hann og hann svarar mér í ljóðum, það er ótrúlega góð staða að hafa þennan djúphugsaða og heilandi skáldskap frá honum. Hann var gefandi og örlátur maður.“ Nafns sonarins, Jóhannesar Páls Sigurðssonar, er líka á útidyrabjöllunni þó að hann sé fluttur að heiman, markaðsfræðingur. Ég spyr Kristínu hvort hún eigi barnabörn. „Nei, við vorum náttúrlega orðin 38 ára þegar við eignuðumst drenginn og hann hótar því að verða ekki fyrr á ferðinni með afkomanda, við sjáum bara til! Stundum er auðvitað ofboðslega tómlegt að vera ein en ég hef haft mikið að gera og það er kannski það sem bjargar mér, ég á erindi út úr húsi og er svo lánsöm að vera í starfi þar sem samvinna er grundvöllurinn, þá kemur upp hinn ágæti málsháttur: maður er manns gaman. Kristín hefur verið önnum kafin við að setja upp sýningu í Borgarleikhúsinu sem heitir Núna og var frumsýnd í gærkvöldi. Í henni eru þrjú stutt leikverk, frumraun jafnmargra höfunda í leikritaskrifum. „Þetta er ungviði, mjög skemmtilegt, með nýstárlegar og frjálsar hugmyndir, þess vegna þótti við hæfi að hafa einhverja aldraða og reynda manneskju með en stundum finnst mér ég vera yngst í hópnum, segir Kristín glaðlega. „Ég hef alltaf verið ungliði þó að árin líði, yngist hvað það varðar, frekar en hitt, og að vera alltaf í stanslausri sköpun er mjög gefandi, örvandi og heilandi líka, ég er alveg sannfærð um það. Sviðsetning er reyndar mikil ábyrgð. Það gildir að finna kjarna merkingar, form, leiðir og afstöðu til leikrita nýrra höfunda. Þar hefst nýtt höfundarverk sem er leikstjórans. Ég hef reyndar með mér leikhóp sem í eru snillingar, hver um annan þveran.“ Hverjir sömdu þessi verk? Spyr ég. „Þetta eru Matthías Tryggvi Haraldsson, Hildur Selma Sigbertsdóttir og Þórdís Helgadóttir. Þau eru af kynslóð sem er með mjög skýr tengsl við umheiminn og hafa verulegar áhyggjur – það eru alvöru áhyggjur – en líka góðan húmor. Verkin fjalla um þetta ástand sem ríkir í náttúrunni og stefnir í heimsvoða. Svo er það kynjasviðið, þar hefur orðið ótrúleg uppstokkun, karlarnir vita ekki lengur hvert þeirra hlutskipti er, konurnar eru smám saman að taka yfir svið sem karlar héldu að þeir ættu. Það sem er svo skemmtilegt við þetta unga fólk er að það er ekki í neinum predikunarstellingum, heldur hefur fjarvídd á hlutina og henni fylgir húmor. Ég held einmitt að það sem helst geti vakið fólk til vitundar sé svona nálgun.“ Kristín kveðst hafa óbilandi trú á mannsandanum, sérstaklega ef litið sé til lista, einkum og sér í lagi ljóðlistar. „Sigurður hélt því fram að fegurðin væri kjarni lífsins og ljóðlistin lífsnauðsyn. Ég er algerlega sammála honum. Standandi sjálf frammi fyrir þeirri ógn sem ég gerði fyrir nokkrum árum og síðan missi og sorg og því ferli sem allir lenda í, fyrr eða síðar, í einhverju formi, fór ég að íhuga hvernig ég gæti brugðist við, sá ekki að ég kæmist í gegnum þennan skafl og þetta svartnætti. Áttaði mig svo á því að það þyrfti að virkja skæruliða andans, hann er nefnilega mjög máttugur, hann beislar og leiðir hugann og leitar að hjáleið til þess að komast í gegn. Svona eins og Virgill sem leiddi Dante niður til vítis til þess að hann kæmist á endanum upp til himnaríkis að finna Beatrice sína. Það er alltaf til leið.Góður leiðsögumaður er málið Sumir hafa ekki uppgötvað skæruliða andans og lent á vegg. En hann er þarna, geymir ljósið og leiðir okkur í myrkrinu. Ég les ljóð eftir Sigurð á hverjum einasta degi, eitt ljóð – oft fylgja fleiri. Þar er stöðug uppljómun og vísbending um hjálp við að eyða myrkrinu og ógninni með einhvers konar ljósi. Sú hjálp er ekki ætluð mér einni, hún er fyrir alla, það er vissa mín.“ Kristín segir grundvallaratriði að hafa viðfangsefni. „Þó að það sé erfitt og mikil ábyrgð að setja upp leikverk og gera bíómyndir þá er það líka gefandi. Maður eyðir löngum tíma í að láta hugmyndir vinnast, en þá kemur eitthvað gott til baka og úr verður hringrás af orku.“ Fram undan hjá Kristínu er að stýra útvarpsleikriti eftir Sölku Guðmundsdóttur sem útskriftarhópurinn úr leiklistardeild Listaháskólans ætlar að flytja. „Ég hef óskaplega gaman af útvarpsleikhúsi og hlakka til að takast á við það verkefni,“ segir hún brosandi. Kristín hafði í nokkur ár gert rannsóknir fyrir doktorsgráðu í kvikmyndafræði frá París, þegar hún varð altekin af hugmynd fyrir kvikmynd, Á hjara veraldar, fór heim og gerði hana að veruleika í félagi við Sigurð. „Ég hafði rannsakað þátt og myndmál kvenna í kvikmyndasögunni og þar kom margt fróðlegt fram. Fór svo úr fræðunum í að gera kvikmyndir, það var reyndar ákvörðun sem ég tók áður en ég fór út í nám, að ég ætlaði að gera myndir, þeir fáu sem ég trúði fyrir því horfðu á mig eins og ég væri vitskert. Svo fór ég í tækninám sem ég, að gefnu tilefni, held fram að sé miklu minna mikilvægt en að greina tungumál kvikmyndanna og sjá hvert það getur farið með okkur. Sumir eru í sama fari og allir hinir, aðrir reyna að endurnýja tungumálið, þar á meðal eru margar konur. Þær hafa mjög oft annað sjónarhorn á myndmál en karlar og nota annað tungutak.“ Finnst þér þú hafa fengið næg tækifæri til að leikstýra kvikmyndum? „Ég vissi fyrir fram að ég yrði ekki í kvikmyndagerð sem fylgdi meginstraumum og gerði aldrei ráð fyrir að verða þaulsætin sem kvikmyndaleikstjóri við borðið, samt sem áður liggja eftir mig miklu færri myndir en ég hefði viljað. Það er sagt að til að verða meistari þurfi samfellda iðkun, það þýðir að maður nær ekki langt þegar áratugir líða á milli verkefna, sama í hvaða fagi það er. En þetta er óhuggulega dýr miðill, maður er ekkert í atvinnumennsku nema að gera mynd fyrir 150-200 milljónir, þá þarf maður styrki og meðframleiðendur og fer í gegnum óskaplega síu. Það er ekki hlaupið að þessu.“ Þegar önnur áhugamál ber á góma tekur Kristín fram að hún hvorki spili golf, né fari í sund eða líkamsræktarstöðvar en hún fer í gönguferðir, stuttar. „En ég hef mikinn áhuga á mennskunni og öllu sem viðkemur henni. Það er ansi víðáttumikið svið. Sumir koma of boðslega miklu í verk, ég hef aldrei getað skilið hvað sumu fólki tekst vel að skipuleggja tímann sinn. Ég á það til að setjast niður með bók og svo þegar ég lít upp er dagurinn búinn. Stundum læt ég dálítið renna saman veruleika og draum, ytra og innra líf. Þar fæðast líka dásamlegar hugmyndir.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira