Einar leitar að öðrum verkefnum Andri Eysteinsson skrifar 11. janúar 2019 21:53 Einn þekktasti rithöfundur Íslands, Einar Kárason, fékk ekki úthlutað listamannalaunum í ár. Vísir/GVA Listamannalaunum var úthlutað í dag og líkt og áður hlaut mikill fjöldi listamanna úthlutað. Úr launasjóði rithöfunda var úthlutað 555 mánaðarlaunum en alls bárust 253 umsóknir um 2745 mánuði í launasjóðinn. Því var ljóst að meirihluti umsækjenda mun ekki fá úthlutað úr sjóðnum. Einn þeirra sem ekki fengu úthlutað í dag er verðlaunarithöfundurinn Einar Kárason. Einar segir í samtali við Vísi að líklega þyki verk einhverra annarra rithöfunda merkilegri en sú sem hann skrifar. Hann hafi undanfarin ár fengið minna úr sjóðnum en hann hefur óskað eftir. Einar sem hefur í fjóra áratugi unnið það að aðalstarfi að skrifa fékk úthlutað sex mánaðarlaunum í fyrra og níu árið áður. Einar, sem hefur skrifað hátt í þrjátíu bækur, hefur undanfarin ár hlotið listamannalaun og eru verk hans Íslendingum góðkunnug. Bækur hans hafa hlotið góða dóma og hefur hann verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í fjögur skipti, auk þess að hafa unnið til ýmissa verðlauna, til dæmis Íslensku Bókmenntaverðlaunin árið 2008, fyrir bókina Ofsa.Feðginin gáfu út fjórar bækur á árinu Einar segir að nú þurfi hann að finna sér eitthvað annað að gera fyrst hann hafi ekki fengið úthlutun í ár. Frá því að Einar hætti að fá greiðslur úr sjóðnum í fyrra hafi hann ekkert skrifað en þess í stað unnið margvísleg önnur verkefni. Staðan í ár verði sú sama, það stoðar lítt að skrifa á meðan listamannalaunin eru engin. Einar sagðist þó ekki vera hættur að skrifa til frambúðar en á meðan staðan er svona er ekkert verk væntanlegt. Tvær dætur Einars, þær Kamilla og Júlía Margrét, gáfu báðar út bækur á liðnu ári en voru líkt og faðir þeirra ekki á lista yfir þá sem hlutu listamannalaun. Kamilla gaf út bókina Kópavogskrónika og Júlía Margrét gaf út bækurnar: Drottningin á Júpíter- Absúrdleikhús Lilla Löve og Jarðarberjatungl. Bækur systranna hlutu góða dóma en eins og áður sagði hlutu þær ekki náð í augum úthlutunarnefndar. Einar segir að líkt og hann kvarti þær systur ekki yfir því en óvíst er hvort þær gefi eitthvað út á árinu. Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Listamannalaunum var úthlutað í dag og líkt og áður hlaut mikill fjöldi listamanna úthlutað. Úr launasjóði rithöfunda var úthlutað 555 mánaðarlaunum en alls bárust 253 umsóknir um 2745 mánuði í launasjóðinn. Því var ljóst að meirihluti umsækjenda mun ekki fá úthlutað úr sjóðnum. Einn þeirra sem ekki fengu úthlutað í dag er verðlaunarithöfundurinn Einar Kárason. Einar segir í samtali við Vísi að líklega þyki verk einhverra annarra rithöfunda merkilegri en sú sem hann skrifar. Hann hafi undanfarin ár fengið minna úr sjóðnum en hann hefur óskað eftir. Einar sem hefur í fjóra áratugi unnið það að aðalstarfi að skrifa fékk úthlutað sex mánaðarlaunum í fyrra og níu árið áður. Einar, sem hefur skrifað hátt í þrjátíu bækur, hefur undanfarin ár hlotið listamannalaun og eru verk hans Íslendingum góðkunnug. Bækur hans hafa hlotið góða dóma og hefur hann verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í fjögur skipti, auk þess að hafa unnið til ýmissa verðlauna, til dæmis Íslensku Bókmenntaverðlaunin árið 2008, fyrir bókina Ofsa.Feðginin gáfu út fjórar bækur á árinu Einar segir að nú þurfi hann að finna sér eitthvað annað að gera fyrst hann hafi ekki fengið úthlutun í ár. Frá því að Einar hætti að fá greiðslur úr sjóðnum í fyrra hafi hann ekkert skrifað en þess í stað unnið margvísleg önnur verkefni. Staðan í ár verði sú sama, það stoðar lítt að skrifa á meðan listamannalaunin eru engin. Einar sagðist þó ekki vera hættur að skrifa til frambúðar en á meðan staðan er svona er ekkert verk væntanlegt. Tvær dætur Einars, þær Kamilla og Júlía Margrét, gáfu báðar út bækur á liðnu ári en voru líkt og faðir þeirra ekki á lista yfir þá sem hlutu listamannalaun. Kamilla gaf út bókina Kópavogskrónika og Júlía Margrét gaf út bækurnar: Drottningin á Júpíter- Absúrdleikhús Lilla Löve og Jarðarberjatungl. Bækur systranna hlutu góða dóma en eins og áður sagði hlutu þær ekki náð í augum úthlutunarnefndar. Einar segir að líkt og hann kvarti þær systur ekki yfir því en óvíst er hvort þær gefi eitthvað út á árinu.
Listamannalaun Menning Tengdar fréttir Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30 Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Fleiri fréttir Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Þessi fá listamannalaun árið 2019 Slegist um bitana í launasjóðum listamanna. 133 árslaunum úthlutað til listamanna í dag. 11. janúar 2019 15:30