Gríðarleg uppbygging íbúðarhúsnæðis áætluð á Suðurlandsbraut Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. janúar 2019 19:00 Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum. Fasteignafélagið Reitir hyggst byggja að lágmarki 45.000 fermetra á lóðinni við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31. Borgarstjóri og forstjóri Reita skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbygginguna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verkefnið tengjast borgarlínu beint. „Hérna beint fyrir utan verður Borgarlínustöð samkvæmt hugmyndum um verkefnið. Við sjáum fyrir okkur að það verði þróunarás frá Hlemmi að Suðurlandsbraut, Skeifu og Ártúnshöfða þar sem muni fjölga íbúðum á spennandi stöðum en Borgarlínan verður beintengd við svæðið,“ segir Dagur. Arkitektar verða fengnir til að endurskoða deiliskipulag fyrir svæðið að sögn Dags. „Það er stefnt að því að framkvæmdir hefjist innan við tveimur árum eftir að framkvæmdir liggja fyrir. Vonir mínar eru að þessi uppbygging fari af stað á næstu misserum,“ segir Dagur. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að áætlað sé að byggingarkostnaður á hvern fermetra sé um þrjúhundruð og fimmtíu þúsund krónur og því má ætla að kostnaðurinn við uppbygginguna verði tæpir sextán milljarða króna. „Þetta er gríðarmikil fjárfesting en hún er ætluð til langstíma,“ segir Guðjón. Fimmtán prósent íbúða á lóðinni verða leiguíbúðir, íbúðir Félagsbústaða og eða búseturéttaríbúðir en eftir á að ákveða til hvaða annarra markhópa verður höfðað með restina. Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Fyrirhugað er að byggja allt að fimm hundruð íbúðir og sex þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla. Rífa á iðnaðarhúsnæði sem fyrir er á lóðinni en Orkuhúsið fær að standa. Borgarstjóri vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næstu misserum. Fasteignafélagið Reitir hyggst byggja að lágmarki 45.000 fermetra á lóðinni við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31. Borgarstjóri og forstjóri Reita skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbygginguna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verkefnið tengjast borgarlínu beint. „Hérna beint fyrir utan verður Borgarlínustöð samkvæmt hugmyndum um verkefnið. Við sjáum fyrir okkur að það verði þróunarás frá Hlemmi að Suðurlandsbraut, Skeifu og Ártúnshöfða þar sem muni fjölga íbúðum á spennandi stöðum en Borgarlínan verður beintengd við svæðið,“ segir Dagur. Arkitektar verða fengnir til að endurskoða deiliskipulag fyrir svæðið að sögn Dags. „Það er stefnt að því að framkvæmdir hefjist innan við tveimur árum eftir að framkvæmdir liggja fyrir. Vonir mínar eru að þessi uppbygging fari af stað á næstu misserum,“ segir Dagur. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að áætlað sé að byggingarkostnaður á hvern fermetra sé um þrjúhundruð og fimmtíu þúsund krónur og því má ætla að kostnaðurinn við uppbygginguna verði tæpir sextán milljarða króna. „Þetta er gríðarmikil fjárfesting en hún er ætluð til langstíma,“ segir Guðjón. Fimmtán prósent íbúða á lóðinni verða leiguíbúðir, íbúðir Félagsbústaða og eða búseturéttaríbúðir en eftir á að ákveða til hvaða annarra markhópa verður höfðað með restina.
Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira