Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. janúar 2019 12:00 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka.Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kom út hinn 10. desember síðastliðinn. Þar er lagt til að kannaður verði möguleikinn á því að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Þá leggja höfundar til að hafinn verði undirbúningur á sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum einnig. Fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að hún vilji losa um eignarhald ríkisins á bönkunum. „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun,“ segir þar. Í stefnuyfirlýsingunni segir einnig að ríkisstjórnin ætli ekki að taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Hvítbókin hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stefnt að sérstakri umræðu um hvítbókina snemma á vorþingi. Velta þurfi upp öllum kostum um eignarhald ríkisins á bönkunum að mati Kolbeins, til að mynda hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka.VísirRíkissjóður á rúmlega 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir í grein í Fréttablaðinu í dag að gætt hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbókina um það sem snýr að sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Kolbeinn segir engan veginn sjálfgefið hvað eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. „Því miður hefur umræðan eingöngu snúist um að það þurfi að drífa í því að selja banka. Menn eru búnir að reikna út hvað fáist fyrir þá og jafnvel byrjaðir að eyða peningunum sem fást fyrir sölu bankanna án þess að ræða hvernig eigi að gera þetta. Í stjórnarsáttmálanum er mjög skýrt að ríkissjóður verði leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun og þetta er bara umræða sem þarf að fara af stað. Á að gera eitthvað í bankakerfinu?“ spyr Kolbeinn í samtali við fréttastofu. „Eigum við að sameina Íslandsbanka og Landsbankann og búa til eina stóra bankastofnun sem yrði að meirihluta í eigu ríkisins? Eigum við að fara út í hugmyndir um samfélagsbanka? Það er þarna sem umræðan á að vera núna. En ekki á hinum endanum um að menn séu farnir að eyða peningum fyrir sölu banka sem er ekki einu sinni búið að ákveða,“ segir Kolbeinn. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Þröngsýni um fjármálakerfið Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri. 11. janúar 2019 08:00 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka.Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kom út hinn 10. desember síðastliðinn. Þar er lagt til að kannaður verði möguleikinn á því að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. Þá leggja höfundar til að hafinn verði undirbúningur á sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í Landsbankanum einnig. Fram kemur í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að hún vilji losa um eignarhald ríkisins á bönkunum. „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun,“ segir þar. Í stefnuyfirlýsingunni segir einnig að ríkisstjórnin ætli ekki að taka neinar stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið fyrr en hvítbókin hefur verið lögð fram á Alþingi. Hvítbókin hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi og því hefur engin umræða farið fram á þeim vettvangi um efni hennar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stefnt að sérstakri umræðu um hvítbókina snemma á vorþingi. Velta þurfi upp öllum kostum um eignarhald ríkisins á bönkunum að mati Kolbeins, til að mynda hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka.VísirRíkissjóður á rúmlega 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir í grein í Fréttablaðinu í dag að gætt hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbókina um það sem snýr að sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Kolbeinn segir engan veginn sjálfgefið hvað eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. „Því miður hefur umræðan eingöngu snúist um að það þurfi að drífa í því að selja banka. Menn eru búnir að reikna út hvað fáist fyrir þá og jafnvel byrjaðir að eyða peningunum sem fást fyrir sölu bankanna án þess að ræða hvernig eigi að gera þetta. Í stjórnarsáttmálanum er mjög skýrt að ríkissjóður verði leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun og þetta er bara umræða sem þarf að fara af stað. Á að gera eitthvað í bankakerfinu?“ spyr Kolbeinn í samtali við fréttastofu. „Eigum við að sameina Íslandsbanka og Landsbankann og búa til eina stóra bankastofnun sem yrði að meirihluta í eigu ríkisins? Eigum við að fara út í hugmyndir um samfélagsbanka? Það er þarna sem umræðan á að vera núna. En ekki á hinum endanum um að menn séu farnir að eyða peningum fyrir sölu banka sem er ekki einu sinni búið að ákveða,“ segir Kolbeinn.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Þröngsýni um fjármálakerfið Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri. 11. janúar 2019 08:00 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30
Þröngsýni um fjármálakerfið Hvítbók um fjármálakerfið er góður grundvöllur fyrir umræðu um hvernig við viljum haga málum á því sviði. Því miður hefur of mikið borið á þröngsýni um þá kosti sem fyrir hendi eru, bæði í umræðunni sem útgáfa hennar hefur skapað sem og í hvítbókinni sjálfri. 11. janúar 2019 08:00
Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30