Vill grein Gísla um gyðinga út af Vísindavefnum Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2019 10:00 Gísli Gunnarsson emeritus segir bannað tala óvirðulega um rabbína. getty/einkasafn Eindregin tilmæli hafa verið send til ritstjórnar Vísindavefsins þess efnis að grein sem heitir „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?“ verði tekin niður. Höfundur greinarinnar, Gísli Gunnarsson prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ, furðar sig mjög á þessu og telur kröfuna óboðlega með öllu. Gísli segir engan rökstuðning fylgja og að um ítrekaða kröfugerð sé að ræða. Það komi fram í bréfinu sem ritstjóri Vísindavefsins áframsendi á Gísla. Þar segir að greinin sé „ófullnægjandi“ og sýni; „því miður, bæði fáfræði og fordóma. Vísindavefnum ber að eyða henni og setja betri í stað.“Hinn áttræði emerítus lætur sér hvergi bregða Undir krauma flókin álitaefni en Gísli útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að það sé ekki til siðs meðal gyðinga í dag, jafnvel þó þeir séu guðlausir, að tala óvirðulega um rabbína. Þar virðist hnífurinn meðal annars standa í kúnni.Gísli lætur sér hvergi bregða og hefur engan hug á því að taka greinina niður.einkasafnÞað er jafnvel verra en fyrir kaþólska að heyra talað illa um klerka kaþólsku kirkjunnar. Það að tala illa um rabbína fer afar illa í gyðinga, því þeir eru táknmynd gyðingdómsins.“ Gísli, sem er að verða áttræður, lætur sér hvergi bregða. Hann segir að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum gera lítið úr nútíma hebreskri guðfræði. Gísli heldur því auk þess fram að rabbínarnir hafi gjarnan viljað einangrað gyðingana frá öðrum. Meira að segja hafi þeir upphaflega tekið gettóunum vel sem þeir einangrunarsinnar sem þeir voru; töldu gott að óverðugir kæmust ekki of nærri hreintrúuðum. En, þeir féllu vitaskuld frá þeirri skoðun þegar þeir sáu í hvað stefndi.Aðeins innvígðir mega tala um sögu gyðinga „Gyðingar eru ákaflega viðkvæmir. Af eðlilegum ástæðum kannski. En, hin minnsta og meinlausasta vörn fyrir Palestínumenn er umsvifalaust túlkuð sem gyðingahatur,“ segir Gísli. Hann segir það sama gilda um allt óvirðulegt tal um rabbína. Og, að svo virðist sem enginn megi tala um sögu gyðinga nema tilheyra sjálfur gyðingdómnum. Vera innvígður og innmúraður.Gísli segir að svo virðst sem enginn megi tala um sögu gyðinga nema vera úr gyðingdómi sjálfur.gettySú sem krefst þess að greinin sé tekin niður heitir Merill Kaplan og er aðstoðarprófessor við deild Ohio Univeristy í germönskum og norrænun fræðum. Gísli segist hafa kynnt sér Kaplan lítilega, hann telji, þó hann vilji ekki fullyrða þar um að konan sé gyðingur. Nafnið bendi til þess. „En hún kann íslensku og vann á Árnastofnun í nokkur ár. Nær öll akademísk ritstörf hennar fjalla um fornan sið. En, ég furða mig á því að hún skuli halda, eftir kynni sín á Íslandi, að rökstuðningslaus beiðni hafi áhrif,“ segir Gísli. En, meðal vina Kaplan á Facebook eru meðal annarra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Örnólfur Thorsson forsetaritari.Ritstjóri segir þetta skrítna kröfu Vísir ræddi við Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóra Vísindavefsins, um þessa beiðni sem barst í vikunni. Hann segir að oft berist réttmætar ábendingar um staðreyndavillur á Vísindavefnum og þær séu þá lagfærðar eftir atvikum en ávallt að höfðu samráði við höfunda greinanna. En, ritstjórnin hlutist ekki til um atriði sem eru túlkun undirorpin. Því hafi þessi tilmæli verið send áfram á Gísla. Og þar stendur málið.Jón Gunnar, ritstjóri Vísindavefsins, telur um afar sérkennilega kröfu að ræða.fbl/brink„Gísli hefur ekki séð sérstaka ástæðu til að bregðast við, beiðnin var að fjarlæga svarið, það finnst mér skrítin beiðni verð ég að segja. Og slíkt myndi ég ekki samþykkja,“ segir Jón Gunnar. Hann segir þá stöðu hæglega geta komið upp að menn hafi ólíkar skoðanir á einhverju. En ef ekki er hægt með góðu móti að benda á að farið sé rangt með þá snúi það að ábyrgð höfunda greinanna. „Að taka niður efni finnst mér ritskoðun og harkalegt,“ segir Jón Gunnar.Gyðingar sætta sig ekki við hatursfullt rugl Gísli fitjaði uppá þessu máli á Facebook-síðu sinni í vikunni og þar hafa geisað heitar umræður. Meðal þeirra sem ræðir málið á Facebook-síðu Gísla er dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur, sem búsettur er í Danmörku. Hann segist telja að ástæða kvörtunar Kaplans hljóti að vera sú sama og hans, eftir að hann lauk lestri greinarinnar:Vilhjálmur Örn er líkt og Kaplan afar ósáttur við grein Gísla.„Gyðingar sætta sig ekki lengur við hatursfullt rugl um "útvalda þjóð". 6 milljónir gyðinga voru myrtar, hæddar fyrir að vera Guðs útvalda þjóð sem þó lét leiða sig til slátrunar.“Meintir gyðingahatarar á kreiki Vilhjálmur er harður í horn að taka: „Þvílíkir fordómar. Hugtakið Am haNivchar hafa kristnir antísemítar sem og nasistar og vinstri menn allir leikið sér að að misskilja, hver á sinn ógeðfellda hátt. Óþverrahættinum verður að ljúka, og þú Gísli ert enginn spámaður í gyðinglegum fræðum eða sögu. Sýndu að þú hafi þann mann til að bera að biðjast afsökunar á mistökum þínum,“ segir Vilhjálmur Örn og hvetur Gísla til að leita nánari skýringa hjá Kaplan og bæta þeim við greinina, svo hún teljist ekki lengur móðgandi. „Það væri besta lendingin. Skömm sé þeim sem hér hafa sungið í kór og sem eru gyðingahatarar. Það efast ég um að Gísli sé. Ég er nærri því viss um það. Ef þú trúir því ekki að Ashkenazim séu nógu góðir gyðingar, kynntu þér niðurstöður rannsókna á DNA þeirra eftir 2010. Þú verður að „up-data“ grein þína.“ Trúmál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Eindregin tilmæli hafa verið send til ritstjórnar Vísindavefsins þess efnis að grein sem heitir „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?“ verði tekin niður. Höfundur greinarinnar, Gísli Gunnarsson prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ, furðar sig mjög á þessu og telur kröfuna óboðlega með öllu. Gísli segir engan rökstuðning fylgja og að um ítrekaða kröfugerð sé að ræða. Það komi fram í bréfinu sem ritstjóri Vísindavefsins áframsendi á Gísla. Þar segir að greinin sé „ófullnægjandi“ og sýni; „því miður, bæði fáfræði og fordóma. Vísindavefnum ber að eyða henni og setja betri í stað.“Hinn áttræði emerítus lætur sér hvergi bregða Undir krauma flókin álitaefni en Gísli útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að það sé ekki til siðs meðal gyðinga í dag, jafnvel þó þeir séu guðlausir, að tala óvirðulega um rabbína. Þar virðist hnífurinn meðal annars standa í kúnni.Gísli lætur sér hvergi bregða og hefur engan hug á því að taka greinina niður.einkasafnÞað er jafnvel verra en fyrir kaþólska að heyra talað illa um klerka kaþólsku kirkjunnar. Það að tala illa um rabbína fer afar illa í gyðinga, því þeir eru táknmynd gyðingdómsins.“ Gísli, sem er að verða áttræður, lætur sér hvergi bregða. Hann segir að ekki megi undir nokkrum kringumstæðum gera lítið úr nútíma hebreskri guðfræði. Gísli heldur því auk þess fram að rabbínarnir hafi gjarnan viljað einangrað gyðingana frá öðrum. Meira að segja hafi þeir upphaflega tekið gettóunum vel sem þeir einangrunarsinnar sem þeir voru; töldu gott að óverðugir kæmust ekki of nærri hreintrúuðum. En, þeir féllu vitaskuld frá þeirri skoðun þegar þeir sáu í hvað stefndi.Aðeins innvígðir mega tala um sögu gyðinga „Gyðingar eru ákaflega viðkvæmir. Af eðlilegum ástæðum kannski. En, hin minnsta og meinlausasta vörn fyrir Palestínumenn er umsvifalaust túlkuð sem gyðingahatur,“ segir Gísli. Hann segir það sama gilda um allt óvirðulegt tal um rabbína. Og, að svo virðist sem enginn megi tala um sögu gyðinga nema tilheyra sjálfur gyðingdómnum. Vera innvígður og innmúraður.Gísli segir að svo virðst sem enginn megi tala um sögu gyðinga nema vera úr gyðingdómi sjálfur.gettySú sem krefst þess að greinin sé tekin niður heitir Merill Kaplan og er aðstoðarprófessor við deild Ohio Univeristy í germönskum og norrænun fræðum. Gísli segist hafa kynnt sér Kaplan lítilega, hann telji, þó hann vilji ekki fullyrða þar um að konan sé gyðingur. Nafnið bendi til þess. „En hún kann íslensku og vann á Árnastofnun í nokkur ár. Nær öll akademísk ritstörf hennar fjalla um fornan sið. En, ég furða mig á því að hún skuli halda, eftir kynni sín á Íslandi, að rökstuðningslaus beiðni hafi áhrif,“ segir Gísli. En, meðal vina Kaplan á Facebook eru meðal annarra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Örnólfur Thorsson forsetaritari.Ritstjóri segir þetta skrítna kröfu Vísir ræddi við Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóra Vísindavefsins, um þessa beiðni sem barst í vikunni. Hann segir að oft berist réttmætar ábendingar um staðreyndavillur á Vísindavefnum og þær séu þá lagfærðar eftir atvikum en ávallt að höfðu samráði við höfunda greinanna. En, ritstjórnin hlutist ekki til um atriði sem eru túlkun undirorpin. Því hafi þessi tilmæli verið send áfram á Gísla. Og þar stendur málið.Jón Gunnar, ritstjóri Vísindavefsins, telur um afar sérkennilega kröfu að ræða.fbl/brink„Gísli hefur ekki séð sérstaka ástæðu til að bregðast við, beiðnin var að fjarlæga svarið, það finnst mér skrítin beiðni verð ég að segja. Og slíkt myndi ég ekki samþykkja,“ segir Jón Gunnar. Hann segir þá stöðu hæglega geta komið upp að menn hafi ólíkar skoðanir á einhverju. En ef ekki er hægt með góðu móti að benda á að farið sé rangt með þá snúi það að ábyrgð höfunda greinanna. „Að taka niður efni finnst mér ritskoðun og harkalegt,“ segir Jón Gunnar.Gyðingar sætta sig ekki við hatursfullt rugl Gísli fitjaði uppá þessu máli á Facebook-síðu sinni í vikunni og þar hafa geisað heitar umræður. Meðal þeirra sem ræðir málið á Facebook-síðu Gísla er dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur, sem búsettur er í Danmörku. Hann segist telja að ástæða kvörtunar Kaplans hljóti að vera sú sama og hans, eftir að hann lauk lestri greinarinnar:Vilhjálmur Örn er líkt og Kaplan afar ósáttur við grein Gísla.„Gyðingar sætta sig ekki lengur við hatursfullt rugl um "útvalda þjóð". 6 milljónir gyðinga voru myrtar, hæddar fyrir að vera Guðs útvalda þjóð sem þó lét leiða sig til slátrunar.“Meintir gyðingahatarar á kreiki Vilhjálmur er harður í horn að taka: „Þvílíkir fordómar. Hugtakið Am haNivchar hafa kristnir antísemítar sem og nasistar og vinstri menn allir leikið sér að að misskilja, hver á sinn ógeðfellda hátt. Óþverrahættinum verður að ljúka, og þú Gísli ert enginn spámaður í gyðinglegum fræðum eða sögu. Sýndu að þú hafi þann mann til að bera að biðjast afsökunar á mistökum þínum,“ segir Vilhjálmur Örn og hvetur Gísla til að leita nánari skýringa hjá Kaplan og bæta þeim við greinina, svo hún teljist ekki lengur móðgandi. „Það væri besta lendingin. Skömm sé þeim sem hér hafa sungið í kór og sem eru gyðingahatarar. Það efast ég um að Gísli sé. Ég er nærri því viss um það. Ef þú trúir því ekki að Ashkenazim séu nógu góðir gyðingar, kynntu þér niðurstöður rannsókna á DNA þeirra eftir 2010. Þú verður að „up-data“ grein þína.“
Trúmál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira