Sport

Jon Jones stóðst lyfjaprófið fyrir bardagann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jones fagnar eftir bardagann gegn Gustafsson.
Jones fagnar eftir bardagann gegn Gustafsson. vísir/getty
Það lítur út fyrir að Jon Jones muni halda léttþungavigtarbeltinu hjá UFC eftir allt saman því hann stóðst lyfjaprófið sem hann fór í degi fyrir titilbardagann.

USADA-lyfjaeftirlitið hefur staðfest að lyfjapróf Jones hafi verið hreint daginn fyrir bardagann gegn Alexander Gustafsson.

Efnið sem fannst í honum í aðdraganda bardagans, og var ástæða þess að bardaginn var fluttur frá Las Vegas til Los Angeles, var ekki lengur til staðar.

Hinn 31 árs gamli Jones hefur í tvígang fallið á lyfjaprófi hjá USADA.

Ef allt gengur að óskum næstu vikur mun hann verja titilinn gegn Anthony Smith þann 2. mars. Fyrst þarf hann þó að fá keppnisleyfi í Las Vegas en mál hans þar verður tekið fyrir 29. janúar.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×