Tókst í nótt að gera það með Lakers sem Kobe Bryant náði aldrei Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 15:30 Kyle Kuzma og Kobe Bryant. Vísir/Samsett/Getty Kobe Bryant skoraði 40 stig eða meira í 122 leikjum með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni en hann náði aldrei 40 stiga leik eins og Kyle Kuzma í síðustu nótt. Kyle Kuzma spilaði bara þrjá fyrstu leikhlutana í sigri Lakers á Detroit Pistons og varð fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora 41 stig án þess að ná því að spila í 30 mínútur. Kobe Bryant náði því aldrei enda spilaði hann yfir 30 mínútur í nær öllum leikjum sínum.Kyle Kuzma's 41 points are the most by a Laker in fewer than 30 minutes played in the shot clock era (since 1954-55). H/T @EliasSportspic.twitter.com/1FELpkkFpq — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 10, 2019Luke Walton, þjálfari Lakers, hrósaði líka stráknum eftir leikinn og vildi líka vekja athygli á því að þetta var ekki alveg tilviljun. Lakers liðið spilaði ekki kvöldið áður en þá var Kyle Kuzma í íþróttasalnum að taka 500 skot. Í leiknum á undan hafði Kuzma aðeins hitt úr 4 af 20 skotum sínum og hann var staðráðinn að finna skotið sitt aftur. Það tókst heldur betur eftir þessa löngu skotæfingu. Kyle Kuzma tók 24 skot í leiknum og hitti úr 16 þeirra. Hann var með 22 stig bara í þriðja leikhlutanum og setti alls niður fimm þrista í leiknum. Kuzma gerði reyndar lítið annað en að skora því hann náði ekki að gefa eina stoðsendingu og var bara með tvö fráköst.Kyle Kuzma finished with a new career-high in scoring, dropping 41 points in tonight's #LakersWinpic.twitter.com/QDMU7zJ0NC — Los Angeles Lakers (@Lakers) January 10, 2019Þetta var samt risakvöld fyrir þennan 23 ára strák. Lakers-liðið var áfram án hins meidda LeBron James og þurfti virkilega á sóknarframlagi að halda. Hann var líka að spila á móti æskuliðinu sínu því Kuzma var níu ára gamall í Flint í Michihan fylki þegar Detroit Pistons vann NBA-titilinn árið 2004. Pistons vann þá Lakers óvænt í lokaúrslitunum og auðvitað hélt strákurinn með Detroit Pistons.Kyle Kuzma went off for a career-high 41 PTS (16-24 FG) & 0 AST in 29 MINS! Lakers with 40 PTS over the past 20 years Kobe: 122 Shaq: 21 LeBron: 3 Lou Williams 2 Nick Young: 2 Bynum: 1 Meeks: 1 D'Angelo: 1pic.twitter.com/Ej06vzSmMM — Ballislife.com (@Ballislife) January 10, 2019Það eru ekki allir sem ná því að skora 40 stig í leik í NBA-deildinni hvað þá að gera það án þess að spila fjórða leikhlutann. Í rauninni hafa aðeins fjórir aðrir leikmenn náð því í NBA-deildinni á þessu tímabili en hinir eru þeir Klay Thompson, Stephen Curry, James Harden og LeBron James. Kyle Kuzma couldn't be stopped tonight pic.twitter.com/uCQwateAZG — Bleacher Report (@BleacherReport) January 10, 2019Kyle Kuzma set a new career high in points pic.twitter.com/G393BOCrMu — SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2019 NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira
Kobe Bryant skoraði 40 stig eða meira í 122 leikjum með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni en hann náði aldrei 40 stiga leik eins og Kyle Kuzma í síðustu nótt. Kyle Kuzma spilaði bara þrjá fyrstu leikhlutana í sigri Lakers á Detroit Pistons og varð fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora 41 stig án þess að ná því að spila í 30 mínútur. Kobe Bryant náði því aldrei enda spilaði hann yfir 30 mínútur í nær öllum leikjum sínum.Kyle Kuzma's 41 points are the most by a Laker in fewer than 30 minutes played in the shot clock era (since 1954-55). H/T @EliasSportspic.twitter.com/1FELpkkFpq — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 10, 2019Luke Walton, þjálfari Lakers, hrósaði líka stráknum eftir leikinn og vildi líka vekja athygli á því að þetta var ekki alveg tilviljun. Lakers liðið spilaði ekki kvöldið áður en þá var Kyle Kuzma í íþróttasalnum að taka 500 skot. Í leiknum á undan hafði Kuzma aðeins hitt úr 4 af 20 skotum sínum og hann var staðráðinn að finna skotið sitt aftur. Það tókst heldur betur eftir þessa löngu skotæfingu. Kyle Kuzma tók 24 skot í leiknum og hitti úr 16 þeirra. Hann var með 22 stig bara í þriðja leikhlutanum og setti alls niður fimm þrista í leiknum. Kuzma gerði reyndar lítið annað en að skora því hann náði ekki að gefa eina stoðsendingu og var bara með tvö fráköst.Kyle Kuzma finished with a new career-high in scoring, dropping 41 points in tonight's #LakersWinpic.twitter.com/QDMU7zJ0NC — Los Angeles Lakers (@Lakers) January 10, 2019Þetta var samt risakvöld fyrir þennan 23 ára strák. Lakers-liðið var áfram án hins meidda LeBron James og þurfti virkilega á sóknarframlagi að halda. Hann var líka að spila á móti æskuliðinu sínu því Kuzma var níu ára gamall í Flint í Michihan fylki þegar Detroit Pistons vann NBA-titilinn árið 2004. Pistons vann þá Lakers óvænt í lokaúrslitunum og auðvitað hélt strákurinn með Detroit Pistons.Kyle Kuzma went off for a career-high 41 PTS (16-24 FG) & 0 AST in 29 MINS! Lakers with 40 PTS over the past 20 years Kobe: 122 Shaq: 21 LeBron: 3 Lou Williams 2 Nick Young: 2 Bynum: 1 Meeks: 1 D'Angelo: 1pic.twitter.com/Ej06vzSmMM — Ballislife.com (@Ballislife) January 10, 2019Það eru ekki allir sem ná því að skora 40 stig í leik í NBA-deildinni hvað þá að gera það án þess að spila fjórða leikhlutann. Í rauninni hafa aðeins fjórir aðrir leikmenn náð því í NBA-deildinni á þessu tímabili en hinir eru þeir Klay Thompson, Stephen Curry, James Harden og LeBron James. Kyle Kuzma couldn't be stopped tonight pic.twitter.com/uCQwateAZG — Bleacher Report (@BleacherReport) January 10, 2019Kyle Kuzma set a new career high in points pic.twitter.com/G393BOCrMu — SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2019
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Sjá meira