Bjarni segir eðlilegt að setja fram áætlun vegna Íslandsbanka fyrst Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2019 17:15 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti munnlega skýrslu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Alþingi í dag. Hann sagði að það væri ekki heilbrigt að ríkið ætti tvo þriðju hluta bankakerfisins og sagði skynsamlegt fyrir ríkið að setja fram trúverðuga áætlun um losun eignarhalds á Íslandsbanka áður en teknar yrðu ákvarðanir varðandi Landsbankann.Hvítbókin kom út hinn 10. desember síðastliðinn en hún var unnin af starfshóp sem skipaður var af fjármála- og efnahagsráðherra. Í hvítbókinni er meðal annars ítarleg umfjöllun um þá valkosti sem stjórnvöld hafa vegna eignarhalds á fjármálafyrirtækjum en ríkissjóður á í dag 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Er þar verið að vísa til Landsbankans. Höfundar hvítbókar telja „skynsamlegt að fara af fullum krafti í að bjóða viðskiptabönkum í nágrannaríkjunum að kaupa Íslandsbanka í heild,“ eins og þar segir orðrétt. Þá er lagt til að ríkissjóður minnki hlut sinn í Landsbankanum í áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað. „Skynsamlegt er talið að skrá Landsbankann á markað og selja þá eignarhluti ríkisins í bankanum sem það hyggst láta frá sér í áföngum,“ segir í hvítbókinni. Bjarni Benediktsson sagði á Alþingi í dag í þessari sérstöku umræðu um hvítbókina að það væri ekki heilbrigt að ríkissjóður ætti tvo þriðju hluta af bankakerfinu eins og staðan er núna. „Það er ekki heilbrigt að stjórnvöld haldi á tveimur þriðju af bankakerfinu. Að minnsta kosti stingur það mjög í stúf þegar borið er saman við nánast öll ríki nálægt okkur,“ sagði Bjarni. Hann sagði það væri hætta fólgin í því fyrir ríkið að eiga stóran hlut í bönkunum en ríkissjóður væri með um 300 milljarða króna bundna í bankakerfinu í dag. Það væri um 40 prósent af opinberum skuldum eða tæp 17% af landsframleiðslu. „Áhætta eða breytt landslag á fjármálamörkuðum vegna nýrrar tækni sem er að ryðja sér til rúms, eða vegna breyttra reglna, getur rýrt eignarhlut ríkisins verulega,“ sagði Bjarni.Háar arðgreiðslur heyra sögunni til Bjarni sagði að í eignarhaldi ríkisins á bönkunum fælist líka fórnarkostnaður fyrir ríkið. Fjármunir sem bundnir væru í bönkunum myndu ekki nýtast til annarra verkefna eða til að lækka skuldir ríkissjóðs. „Ekki er hægt að rökstyðja eignarhaldið með háum arðgreiðslum þar sem umtalsverð breyting er að verða á hagnaði bankanna borið saman við síðustu ár og útlit fyrir lægri arðgreiðslur fram á við litið. Hérna er ég sérstaklega að vísa til þess að arðgreiðslur hafa að miklu leyti verið bornar uppi af tiltekt og endurskipulagningu á efnahag bankanna. Það hefur myndast einskiptishagnaður sem hefur verið greiddur út í háum arðgreiðslum á undanförnum árum.“ Bjarni rakti þær ströngu reglur sem þegar gilda um hæfi þeirra sem fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtækjum. Þá hefðu möguleikar eigenda til að beita bönkum í eigin þágu verið skertar verulega frá „síðasta fjármálaáfalli“ (bankahruninu). Þá fór hann yfir þær lögbundnu meginreglur sem stjórnvöld þurfa að fylgja við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þá sagði Bjarni að ríkisstjórnin myndi gefa sér góðan tíma í þetta verkefni. „Það eru ýmsar leiðir færar. Ég tel enga þörf á óþolinmæði. Við þurfum ekkert að flýta okkur. Við þurfum aðallega að vanda okkur í þessum efnum. En það er mikilvægt að leggja sem fyrst fram ábyrga og trúverðuga áætlun um losun eignarhalds á öðrum eða báðum bönkunum þannig að það samræmist framtíðarhagsmunum íslenskra neytenda og samfélagsins alls. Það er mín skoðun að það liggi nær við að beina sjónum sínum að Íslandsbanka. Gefa því þann tíma sem það tekur. Um framtíðar eignarhald og þróun þess fyrir Landsbankann eru uppi spurningar sem við tökumst bara á við þegar fyrra verkefninu er lokið.“ Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00 Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Hæfi og traust skiptir jafn miklu máli og gott verð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir það sjónarmið að það skipti miklu máli að fá hæfa eigendur með gott orðspor að hlut ríkisins að fjármálafyrirtækjum en að horfa eingöngu til þess að sem hæst verð fáist fyrir hlutabréfin. Sala á bönkunum er hins vegar ekki á dagskrá á næstunni og hefur ríkisstjórnin frestað lagabreytingum vegna þess fram á haust. 23. janúar 2019 13:15 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00 Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. 22. janúar 2019 18:30 Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti munnlega skýrslu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið á Alþingi í dag. Hann sagði að það væri ekki heilbrigt að ríkið ætti tvo þriðju hluta bankakerfisins og sagði skynsamlegt fyrir ríkið að setja fram trúverðuga áætlun um losun eignarhalds á Íslandsbanka áður en teknar yrðu ákvarðanir varðandi Landsbankann.Hvítbókin kom út hinn 10. desember síðastliðinn en hún var unnin af starfshóp sem skipaður var af fjármála- og efnahagsráðherra. Í hvítbókinni er meðal annars ítarleg umfjöllun um þá valkosti sem stjórnvöld hafa vegna eignarhalds á fjármálafyrirtækjum en ríkissjóður á í dag 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun.“ Er þar verið að vísa til Landsbankans. Höfundar hvítbókar telja „skynsamlegt að fara af fullum krafti í að bjóða viðskiptabönkum í nágrannaríkjunum að kaupa Íslandsbanka í heild,“ eins og þar segir orðrétt. Þá er lagt til að ríkissjóður minnki hlut sinn í Landsbankanum í áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað. „Skynsamlegt er talið að skrá Landsbankann á markað og selja þá eignarhluti ríkisins í bankanum sem það hyggst láta frá sér í áföngum,“ segir í hvítbókinni. Bjarni Benediktsson sagði á Alþingi í dag í þessari sérstöku umræðu um hvítbókina að það væri ekki heilbrigt að ríkissjóður ætti tvo þriðju hluta af bankakerfinu eins og staðan er núna. „Það er ekki heilbrigt að stjórnvöld haldi á tveimur þriðju af bankakerfinu. Að minnsta kosti stingur það mjög í stúf þegar borið er saman við nánast öll ríki nálægt okkur,“ sagði Bjarni. Hann sagði það væri hætta fólgin í því fyrir ríkið að eiga stóran hlut í bönkunum en ríkissjóður væri með um 300 milljarða króna bundna í bankakerfinu í dag. Það væri um 40 prósent af opinberum skuldum eða tæp 17% af landsframleiðslu. „Áhætta eða breytt landslag á fjármálamörkuðum vegna nýrrar tækni sem er að ryðja sér til rúms, eða vegna breyttra reglna, getur rýrt eignarhlut ríkisins verulega,“ sagði Bjarni.Háar arðgreiðslur heyra sögunni til Bjarni sagði að í eignarhaldi ríkisins á bönkunum fælist líka fórnarkostnaður fyrir ríkið. Fjármunir sem bundnir væru í bönkunum myndu ekki nýtast til annarra verkefna eða til að lækka skuldir ríkissjóðs. „Ekki er hægt að rökstyðja eignarhaldið með háum arðgreiðslum þar sem umtalsverð breyting er að verða á hagnaði bankanna borið saman við síðustu ár og útlit fyrir lægri arðgreiðslur fram á við litið. Hérna er ég sérstaklega að vísa til þess að arðgreiðslur hafa að miklu leyti verið bornar uppi af tiltekt og endurskipulagningu á efnahag bankanna. Það hefur myndast einskiptishagnaður sem hefur verið greiddur út í háum arðgreiðslum á undanförnum árum.“ Bjarni rakti þær ströngu reglur sem þegar gilda um hæfi þeirra sem fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtækjum. Þá hefðu möguleikar eigenda til að beita bönkum í eigin þágu verið skertar verulega frá „síðasta fjármálaáfalli“ (bankahruninu). Þá fór hann yfir þær lögbundnu meginreglur sem stjórnvöld þurfa að fylgja við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þá sagði Bjarni að ríkisstjórnin myndi gefa sér góðan tíma í þetta verkefni. „Það eru ýmsar leiðir færar. Ég tel enga þörf á óþolinmæði. Við þurfum ekkert að flýta okkur. Við þurfum aðallega að vanda okkur í þessum efnum. En það er mikilvægt að leggja sem fyrst fram ábyrga og trúverðuga áætlun um losun eignarhalds á öðrum eða báðum bönkunum þannig að það samræmist framtíðarhagsmunum íslenskra neytenda og samfélagsins alls. Það er mín skoðun að það liggi nær við að beina sjónum sínum að Íslandsbanka. Gefa því þann tíma sem það tekur. Um framtíðar eignarhald og þróun þess fyrir Landsbankann eru uppi spurningar sem við tökumst bara á við þegar fyrra verkefninu er lokið.“
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00 Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Hæfi og traust skiptir jafn miklu máli og gott verð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir það sjónarmið að það skipti miklu máli að fá hæfa eigendur með gott orðspor að hlut ríkisins að fjármálafyrirtækjum en að horfa eingöngu til þess að sem hæst verð fáist fyrir hlutabréfin. Sala á bönkunum er hins vegar ekki á dagskrá á næstunni og hefur ríkisstjórnin frestað lagabreytingum vegna þess fram á haust. 23. janúar 2019 13:15 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00 Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. 22. janúar 2019 18:30 Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Leggja til að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum Gengið er út frá því að ríkið muni eiga 34 prósenta hlut í Landsbankanum til langframa en það er nákvæmlega jafn stór hlutur og norska ríkið á í DNB bankanum í Noregi. Ein af þeim leiðum sem höfundar hvítbókarinnar leggja til er að ríkið selji eignarhluti sína í Landsbankanum í áföngum eftir skráningu bankans á markað. 28. janúar 2019 14:00
Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00
Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30
Hæfi og traust skiptir jafn miklu máli og gott verð Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir það sjónarmið að það skipti miklu máli að fá hæfa eigendur með gott orðspor að hlut ríkisins að fjármálafyrirtækjum en að horfa eingöngu til þess að sem hæst verð fáist fyrir hlutabréfin. Sala á bönkunum er hins vegar ekki á dagskrá á næstunni og hefur ríkisstjórnin frestað lagabreytingum vegna þess fram á haust. 23. janúar 2019 13:15
Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00
Eðlilegast að selja hlutabréf ríkisins í nokkrum áföngum Eðlilegast væri að selja eignarhluti ríkisins í bönkunum í nokkrum áföngum í gegnum skipulegan verðbréfamarkað og skynsamlegt væri að horfa til tvíhliða skráningar í samtímis í Kauphöll Íslands og annarri kauphöll erlendis. Þetta er mat höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. 24. janúar 2019 14:00
Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. 22. janúar 2019 18:30
Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30
Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30
Höskuldur furðar sig á umræðu um áhugaleysi útlendinga Bankastjóri Arion banka segir umræðu um áhugaleysi útlendinga á íslensku fjármálakerfi mjög furðurlega þar sem erlendir fjárfestar hafi keypt meira en 70 prósent af þeim bréfum sem voru seld í vel heppnaðri skráningu Arion banka á hlutabréfamarkað í fyrra. Um var að ræða tvíhliða skráningu samtímis kauphöllunum í Reykjavík og Stokkhólmi. 28. janúar 2019 19:00