Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Karl Lúðvíksson skrifar 29. janúar 2019 11:33 Fimmtudaginn 31.janúar næstkomandi klukkan 19.30 mun skemmtinefnd Stangveiðifélag Reykjavíkur ásamt samfélagsmiðlahópnum Villimenn halda opið hús fyrir unga veiðimenn/konur (14-25.ára). Þessi skemmtun verður haldin í húsakynnum Stangveiðifélagsins, á Rafstöðvavegi 14, og verða léttar veitingar í boði. Kynnt verða nokkur frábær veiðisvæði í næsta nágrenni við Reykjavík, bæði í lax- og silungsveiði. Einnig munu nokkrir reyndir veiðimenn miðla reynslu sinni af því að taka fyrstu skrefin í stangveiði. Villimenn munu kynna sýna starfsemi og sýna samantekt frá síðasta sumri svo menn verði enn spenntari fyrir komandi veiðitímabili. Haldið verður happdrætti í lok kvöldsins þar sem í boði eru glæsilegir vinningarnir frá Veiðihorninu, SVFR og Veiðikortinu. Meðal vinninga eru: • Sage Foundation flugustöng • Sage Spectrum fluguhjól • Rio Single Handed Spey flugulína • Veiðikort • Ýmis veiðileyfi í bæði lax- og silungsveiði. Ef þú ert, eða þekkir einhvern sem er, ungur/ung og hefur áhuga á veiði mælum við með þessum viðburði. Endilega látið unga og upprennandi veiðisnillinga vita af þessu. Dagskrá: Kl. 19.30: Húsið opnar Kl. 20.00: Kynning á SVFR og Veiðikortinu Kl. 20:15: Kynning á veiðisvæði Úlfarsá/Korpu Kl. 20:40: Gissur Karl frá Veiðihorninu heldur kynningu á flugulínum og öðrum búnaði Kl. 21.00: Stutt hlé Kl. 21.10: Villimenn sýna myndir og myndbönd og segja frá sinni reynslu af veiðimennsku Kl. 21.30: Happahylur, dregið í happdrætti Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði
Fimmtudaginn 31.janúar næstkomandi klukkan 19.30 mun skemmtinefnd Stangveiðifélag Reykjavíkur ásamt samfélagsmiðlahópnum Villimenn halda opið hús fyrir unga veiðimenn/konur (14-25.ára). Þessi skemmtun verður haldin í húsakynnum Stangveiðifélagsins, á Rafstöðvavegi 14, og verða léttar veitingar í boði. Kynnt verða nokkur frábær veiðisvæði í næsta nágrenni við Reykjavík, bæði í lax- og silungsveiði. Einnig munu nokkrir reyndir veiðimenn miðla reynslu sinni af því að taka fyrstu skrefin í stangveiði. Villimenn munu kynna sýna starfsemi og sýna samantekt frá síðasta sumri svo menn verði enn spenntari fyrir komandi veiðitímabili. Haldið verður happdrætti í lok kvöldsins þar sem í boði eru glæsilegir vinningarnir frá Veiðihorninu, SVFR og Veiðikortinu. Meðal vinninga eru: • Sage Foundation flugustöng • Sage Spectrum fluguhjól • Rio Single Handed Spey flugulína • Veiðikort • Ýmis veiðileyfi í bæði lax- og silungsveiði. Ef þú ert, eða þekkir einhvern sem er, ungur/ung og hefur áhuga á veiði mælum við með þessum viðburði. Endilega látið unga og upprennandi veiðisnillinga vita af þessu. Dagskrá: Kl. 19.30: Húsið opnar Kl. 20.00: Kynning á SVFR og Veiðikortinu Kl. 20:15: Kynning á veiðisvæði Úlfarsá/Korpu Kl. 20:40: Gissur Karl frá Veiðihorninu heldur kynningu á flugulínum og öðrum búnaði Kl. 21.00: Stutt hlé Kl. 21.10: Villimenn sýna myndir og myndbönd og segja frá sinni reynslu af veiðimennsku Kl. 21.30: Happahylur, dregið í happdrætti
Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði